blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 37
blaðið LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006
BÍLAR I 37
það er ekki fyrr en í 180 sem maður
fer að taka eftir hraðanum og aka
af meiri kostgæfni. Það var enginn
vandi að halda honum á 240 km
hraða, en mikið hraðar vildum við
ekki fara af virðingu fyrir löggæsl-
unni. Uppgefinn hámarkshraði er
270 km/klst. en hann kemst hraðar.
Það var kannski það, sem maður
fann helst fyrir með öll þessi hest-
öfl á sínum snærum, það var alltaf
nóg eftir.
En í Dubai vita þeir að það getur
verið gaman að kitla pinnann og
þess vegna hafa þeir sett upp hraða-
hindranir hér og þar, býsna harka-
legar. Þá kom það í góðar þarfir að
í þessari nýju útfærslu er búið að
stækka bremsudiskana talsvert og
það er enginn vandi að votta það,
að bremsukerfið virkar stórvel. En
síðan er fjöðrunin líka nógu fín til
þess að bruna bara yfir hindran-
irnar án þess að nýrun gefi eftir.
Sandöldur klifnar
Gamanið minnkaði ekki þegar út
í eyðimörkina var komið. Áður en
við lögðum í hann gerðum við eins
og góðum fjallamönnum sæmir
og hleyptum ögn úr dekkjunum.
Sem veitti sjálfsagt ekki af, því
Porsche-menn voru svo trúaðir á
fararskjótana að við vorum látnir
leggja í hann á venjulegum hrað-
brautardekkjum! Það er engan veg-
inn eins að aka í sandi og snjó, en
reynsla af íslenskum vetrarakstri
kom samt sem áður í góðar þarfir.
Lögmálin eru flest hin sömu, eini
stórvægilegi munurinn er að sand-
urinn þjappast nær ekkert, því það
er enginn raki til staðar.
Það er engu líkt að aka um sand-
öldurnar. Sums staðar voru troðn-
ingar, en það var samt ekki mikið á
þeim að byggja. Sandurinn er afar
laus í sér og mjög púðurkenndur,
þannig að menn þurfa að notfæra
sér þyngdaraflið til hins ýtrasta,
fara gætilega niður halla, ná upp
skriði á jafnsléttu, botna skrímslið
upp á sandhryggina (þá koma hest-
öflin 521 sér vel!) og hægja ferðina
um leið og komið er upp. Það er
ekki sama hvar menn stansa, því
það er hægur leikur að grafa sig
niður en ekki jafnauðvelt upp úr
að komast. Þetta gekk samt allt
eftir og við komumst hjálparlaust
í gegnum torfærurnar allar.
Þegar gefið er í í auðnunum þyrl-
ast sandur og ryk upp þannig að
skyggnið getur orðið nær ekkert
á köflum, en við þessar aðstæður
verða menn að hafa augun hjá sér.
Steikjandi eyðimerkursólin hefur
líka sín áhrif, ekki síst þegar ekið
er um á gljáfægðum svörtum eð-
alvagni. Porsche-mennirnir vildu
ekki leyfa mér að spæla egg á
húddinu, en ég er ekki í nokkrum
vafa um að það hefði verið hægðar-
leikur. Þá kom miðstöðin sér vel,
því við héldum jöfnum 19° hita
allan tímann, en um leið og maður
steig út var sem gengið væri á hita-
vegg. Við þekkjum það á köldum
vetrarmorgnum, að gott getur
verið að ræsa bílinn nokkrum mín-
útum áður en lagt er í hann svo
hitastigið sé aðeins þægilegra. Þar
syðra drepa menn hins vegar ekki
á þeim nema í skugga eða bílskýli,
annars er ólíft þegar aftur er lagt
af stað.
Ofursportbíll
Eins og fyrr sagði er Porsche Cay-
enne fyrst og fremst sportbíll, en
það kom á óvart hvað hann var lið-
tækur í torfærunni og það á götu-
dekkjum. Það var sama hvernig
við þjösnuðumst á bílnum upp eða
niður brattar sandöldur, aldrei kom
hik á bílinn þó okkur bílstjórunum
hafi stundum varla verið um sel.
Sjálfskiptingin og drifkerfið var
látið um að meta hvar og hvernig
aflsins væri þörf, aðeins einu sinni
hrófluðum við við drifinu til þess
að komast upp úr lausasandi og
gekk eins og í sögu.
Þrátt fyrir þægindin um borð í
Cayenne voru það slæptir og ryk-
ugir ferðalangar, sem örkuðu inn á
hótel eftir dagsferð í eyðimörkinni.
Stóðst Porsche Cayenne Turbo S
prófraunina? Hvort hann gerði.
Aflið allt var beislað eins og best
varð á kosið, en án þess að gefinn
væri eftir þumlungur í kröfum um
ýtrustu hægindi og aðbúnað. Og þá
er bara að safna.
Eyðimörkin er ein allsherjar torfæra og það er ekki Iftið gaman að sprauta sandi f eðalvagna eins og Porsche Cayenne Turbo S
The leading British magazine Car came in the January 2006 to the same condusion as so many other judging panels:
THE COMPETITORS FOR THE 2005 CAR OF THE YEAR:
ALFA ROMEO 159 LEXUSRX400H JAGUARXJD
RANGE ROVER SPORT HONDA CMC
BMW 3-SERIES SUZUKISWIF RENAULT CLIO
TOYOTA AYGO MERCEDES BENZ SCLASS
>5
iBÍLLA
ÁRSINS
$ SUZUKI
...er lífsstíll!
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17. Sími 568 5100.
www. suzu kibilar. is
Suzuki Swift er bíll sem hefur sett ný viðmið i hönnun, útliti og aksturseiginleikum fólksbila
og hefur fengið fádæma góðar viðtökur um allan heim. Suzuki Swift var valinn biil ársins á islandi 2006
af BIBB samtökum íslenskra bílablaðamanna. Suzuki Swift var einnig valinn „Car of the Year" 2005
af virtasta bílablaði Bretlands „Car magazine".
Hann var valinn bill ársins á frlandi, Nýja-Sjálandi, Astralfu, Kina, Malasíu og Japan.
f Japan fékk Suzuki Swift Ifka „most fun special special achievement award" og „Design award of the year".