blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 36
36 I BÍLAR LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 blaöiö Sandspyrna á Serklandi Porsche kynnti á dögunum nýja útgáfu af lúxusjeppanum Cayenne í grennd við borgina Dubai á Arabíuskaga. Andrés Magnússon brá sér suður til Serklands til þess að reyna hvernig Porsche Cayenne Turbo S reyndist jöfnum höndum í hraðbrautarakstri og eyðimerk- urtorfæru og var ekki ónægður með frammistöðu þessa nýja flaggskips Porsche. Það er 30 stiga hiti í skugga og loftið brakar af þurrki. Ástandið skánar í kvöld eftir að sól er sest, en í nótt fer hitastigið niður í vel þolanlegar 19 gráður. Það er hávetur í Dubai. Þýski bílaframleiðandinn Por- sche er að kynna nýja útgáfu af Porsche Cayenne, Turbo S nánar tiltekið, og af því tilefni hefur hann stefnt fjölda blaðamanna til Sameinuðu arabísku furstadæ- manna til þess að sýna bílinn við erfiðar aðstæður í eyðimörkinni þar syðra. Fölastir allra í hópnum erum við íslendingarnir tveir, en samt reynist landið okkur ekki alveg jafnframandi og ætla mætti. Furstadæmið Dubai er á hraðri leið inn í nútímann í krafti nær óskilj- anlegs ríkidæmis, sem olíuauðlind- irnar hafa fært landinu. Hvarvetna má sjá gamla tímann og hinn nýja mætast og það gerist án teljanlegra árekstra. Það má glögglega sjá auðlegðina á því hvernig allt flýtur í vatni og gróðri í borginni, en í Dubai er vatnið dýrara en bensínið. Bók- staflega. En um leið og borginni sleppir tekur eyðimörkin við. Hún er ekki fullkomin auðn, hér og þar má sjá hríslur á stangli, og ýmis dýr ná að þrauka í sandbörðu víð- erninu. Maðurinn gerir sig líka æ heimakomnari þar, einstaklega gott vegakerfi hraðbrauta og mal- bikaðra vega hefur verið lagt um landið þvert og endilangt og víðast vatnsleiðslur meðfram. Þannig var hótelið okkar, Bab al Shams, byggt líkt og virki í miðri eyðimörkinni. Ekki öldungis framandi Þjóðarfuglinn þar líkt og hér er fálkinn, en fálkaveiðar eru vinsæl íþrótt. Og þeir vita sínu viti um fálkana, því þegar ég sagði fálkat- emjara hótelsins frá því að ég væri íslendingur sperrti hann eyrun og spurði hvort ég gæti bjargað sér um íslandsfálka eða egg. Þar eru þeir konungsgersemi. Þó fursta- dæmin séu að mörgu leyti afskap- lega framandi sér íslendingurinn ýmis líkindi önnur en þjóðarfugl- inn ef grannt er skoðað. Fólkið tekur dyggan þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu góða og er mjög nýjunga- gjarnt og framfarasinnað. Áhugi á skógrækt er ekki minni þar en hér og miðað við allar áveiturnar átti ég allt eins von á því að fá spurn- ingar um Flóaveituna. Eins tók maður þegar eftir því að jeppaeign íslendinga er ekki einsdæmi, eins og sumir hafa viljað halda fram, þar syðra er hún ekki minni, en samt eru innfæddir engir sérstakir áhugamenn um torfæruakstur. Sem raunar er eilítið skrýtið í ljósi þess að eyðimörkin er kjörlendi til slíkra ævintýra og menn þurfa ekki að fara nema fimm mínútur út úr bænum til þess að geta slett ærlega úr hjólbörðunum. Einmitt til þess vorum við komnir til Dubai, til þess að láta reyna á nýjustu útgáfu Cayenne frá Porsche, en sá lúxusjeppi hefur ein- mitt notið verulegra vinsælda hér heima. Þetta voru engir venjulegir Cayenne jeppar, heldur Turbo S út- gáfan, sem er tvímælalaust flagg- skipið í flotanum. Það er í sjálfu sér ekki að sjá utan á bílnum, að hann sé nokkuð breyttur. Fínleg hönnunin er nánast alveg óbreytt og þetta er sem fyrr rennilegasti jeppinn á markaðnum. Sem er kannski ekki skrýtið í ljósi þess að þetta er ekki jeppi í venjulegum skilningi. Por- sche Cayenne er nefnilega sportbíll. Það vill bara svo til að sá sportbíll er líka jeppi. Útlitið er þess vegna eilítið villandi og það á líka við innanstokks í farþegarýminu, því maður dregur strax ályktanir af hægindunum og hönnuninni. En undir húddinu er vel hamið, öskr- andi villidýr og eins og við fengum að reyna má nýta það til fullnustu. Siðfágað skrímsli Vélin er 4,5 lítra V8 vél eins og vant er, en það er búið að eiga við forþjöppuna og millikælana með þeirri afleiðingu að bíllinn skilar 521 hestafli, sem er 71 hestafli betur en fyrri Turbo-útgáfan áorkaði. Og það munar um það, enda er þetta kraftmesti bíllinn frá Porsche ef Carrera GT er undanskilinn. Ef maður stígur bensíngjöfina í botn rýkur hann úr kyrrstöðu upp í hundraðið á aðeins 5,2 sekúndum. Sams konar hröðun á sér stað í akstri, því hann fer úr 80 km/klst. í 120 á nánast sama tíma. Það munar um minna í framúrakstri. Við reyndum þetta skrímsli fyrst á hraðbrautunum í Dubai og gátum boðið hverjum sem er byrginn. Það segir kannski sína sögu að 140- 60 km hraði er „eðlilegur“ sunnu- dagsbíltúrshraði á þessum bíl og HPI HELtFIRE, NÝR 3 HESTAFLA 4X4 KAPPAKSTURSTRUKKUR Tómstundahúsið»Nethyl 2 ♦ S. 587 0600 • www.tomstundahusid Dubai - vin í eyðimörkinni Þó furstadæmin séu múslimaríki er frjálsræði þar meira en gengur og ger- ist í arabaheiminum og endaþótt þau séu ekki lýðræðisríki í venjulegum skilningi - furstarnir ráða öllu sem þeir vilja ráða - eru lýðréttindi samt veruleg og alþýða manna sátt við sinn hag, enda sér olíuauðlegðin til þess að efnalega þurfa fáir ef nokkrir að kvarta. Kvenréttindi eru með því mesta sem þekkist á Arabíuskaga, konur sitja í ríkisstjórn og geta farið úr húsi án þess að hafa karlfylgdar- mann með sér. Infæddar konur eru flestar í svörtum búningi, en þær hylja fæstar andlitið og margar hafa klaufina svo háa að engum dylst að þær eru í rándýrum tískufatnaði innan undir. Þorri landsmanna er af erlendum uppruna enda hefur átt sér stað ótrúleg uppbygging í land- inu á undanförnum áratugum, en valdhafarnir vilja gera furstadæmin og þó sérstaklega Dubai að tækni- og verslunarhöfuðborg arabaheimsins. Dubai er vinsæl ferðamannaborg, margir koma þangað í viðskiptaer- indum, en ekki færri koma til þess að njóta veðráttunnar og slaka á. Það er í sjálfu sér ekki margt að sjá í Dubai, en þar eru sumir bestu golf- vellir í heimi, þar má finna mörg af bestu hótelum og veitingastöðum í heimi og afar margir gera sér ferð til Dubai beinlínis til þess að versla. Landið allt er ein allsherjar fríhöfn, öll vara er tollfrjáls og ber ekki virðisaukaskatt. Dubai er sérkennileg blanda af arabísku þorpi og vestrænni heims- borg. Hvarvetna blasa við furður byggingarlistarinnar, þar sem keppt er í glæsileika og verkffæði- legum undrum. Þess á milli má svo sjá frekar hversdagsleg og lágreist einingahús, sem mörg minna á suðvesturríki Bandaríkjanna, enda er veðráttan ekki ósvipuð. Eins og fyrr segir eru flestir landsmanna af erlendu bergi brotnir og þar ægir öllu saman, breskum sérfræðingum, indverskum viðskiptaséníum, þjón- ustufólki frá Filippseyjum og verka- mönnum frá Afríku og sagt er að í Dubai séu fleiri rússneskar vændis- konur en í Moskvu. Furstadæmin voru flest bresk verndarsvæði fram á sjöunda áratug- inn og það eimir enn eftir af nýlendu- tímanum á ýmsum sviðum. Allir tala ensku enda er það enn hálfopinbert tungumál. Það er auðvelt að komast til Dubai, þangað er vfða flogið, en ferðin frá helstu borgum Norður- Evrópu tekur um 5 til 6 tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.