blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 16
16 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 blaóið
ALLIR ÁFANGASTAÐIR í EVRÓPU FLUG Q Qflf) ICELANDAIR 1 w • w \J\J KR. .+ Bókaðu á www.icelandair.iswww.icelandair.is
Fangar reka
sjónvarpsstöð
Fangar í Felicina-fangelsinu í
bænum Saluzzo í norðurhluta Italíu
hafa rekið sjónvarpsstöð sem aðeins
næst innan fangelsisveggjanna frá
því í janúar. Á sjónvarpsstöðinni
segja þeir innlendar og erlendar
fréttir, fjalla um lífið í fangelsinu, ný
lög og breytingar á réttarkerfinu svo
nokkuð sé nefnt. Þegar því verður
komið við lesa tveir albanskir fangar
og tveir Marokkóbúar fréttir á
sínum eigin tungumálum en meira
en helmingur af 355 vistmönnum
fangelsisins eru útlendingar, aðal-
lega ólöglegir innflytjendur.
„Þetta var gert að frumkvæði
þeirra sjálfra. Eg veitti þeim aðeins
svolitla aðstoð," sagði fangavörður-
inn Antonio Santillo. „1 upphafi
var ég frekar vantrúaður á þetta en
síðan áttaði ég mig á þvi hversu mik-
inn áhuga þeir höfðu á verkefninu,"
sagði Santillo sem vann áður við
sjónvarp.
Alls koma 11 fangar að dagskrár-
gerðinni og keyptu þeir ljós og
annan útbúnað að hluta til fyrir
eigið fé. Afgangur fjárins fékkst
með styrk frá bæjarstjórninni.
Eykur samskipti fanga
,Áður horfðu menn aðeins á heimsku-
legar kvikmyndir og raunveruleika-
þætti. Mjög fáir lásu dagblöð. Þessu
verkefni er ætlað að auka samskipti
milli fanga og hjálpa þeim að brjótast
úr þeirri einangrun sem við búum
Fangi f Felicina-fangelsinu f Saluzzo á
(talíu les fréttir í myndveri sjónvarps-
stöðvar sem starfrækt er innan
fangelsisveggjanna.
við,“ sagði Pancrazio
Chiruzzi sem hefur
eytt síðustu 30
árum í fangelsinu
fyrir nokkur
bankarán.
„Við gerum
þetta einnig
sjálfra okkar
vegna, til að
sýna að við
getum gert
meira en að
fremja glæpi.
Svona nokkuð
heldur okkur á
lífi,“ sagði hann
og bætti við að í
fangaklefa koðnaði
maður niður í að-
gerðaleysi og það væri
engu líkara en maður
væri lífvana.
Gíslatakan var svið-
sett fyrir sjónvarpið
Stjórnvöld í Mexíkó viðurkenndu
fyrr í vikunni að hafa sviðsett frelsun
gísla frá mannræningjum á síðasta
ári til að þóknast fjölmiðlamönnum.
Frelsun gíslanna var sýnd í sjón-
varpi 9. desember á síðasta ári. Á
sjónvarpsmyndunum sjást vopnaðir
lögreglumenn ryðjast inn á bænda-
b ý 1 i í dögun, yfir-
buga
Helgar
- sprengja
Komdu
dag
lýkur
morgun
HÚSASMIÐIAN
Bkkert
mól
Ruben Aguilar, talsmaður forsetaembætt-
isins í Mexíkó.
fjóra meinta mannræningja og
frelsa þrjá gísla.
Stjórnvöld höfðu notað
myndirnar til að sýna fram
að þau hefðu betur í
stríðinu gegn skipulagðri
glæpastarfsemi.
Fyrr í vikunni viður-
kenndi Ruben Aguilar,
talsmaður forsetaemb-
ættisins, að mynd-
irnar hefðu verið svið-
settar og sagði að um
mistök hefði verið að
ræða. Þó að stjórnvöld
hafi viðurkennt mis-
tök sín reyna þau jafn-
framt að skella skuld-
nni á fjölmiðlamenn
sem þau segja að hafi beðið
lögreglu um að sviðsetja
handtökur sem hafi átt sér
stað fáeinum klukkustundum
fyrr. „Það eina sem við reyndum
að gera var að þjóna ykkur, fjölmiðl-
unum,“ sagði Daniel Cabeza de Vaca,
lögfræðilegur ráðgjafi stjórnvalda, á
fundi með fréttamönnum. „Einnig
vildum við sýna almenningi að til
sé stofnun sem starfi í þágu hans og
skili árangri með því að handtaka
glæpamenn,“ sagði hann.
Hneyksli fyrir fjölmiðla
Uppljóstrunin þykir einnig vera
hneyksli fyrir tvær helstu sjónvarps-
stöðvar landsins sem báðar sýndu
myndirnar. Starfsmenn þeirra
mynduðu ekki aðeins áhlaupið á
bóndabýlið sem er fyrir sunnan
Mexíkóborg heldur eltu þeir þung-
vopnaða lögreglumenn inn og otuðu
hljóðnemum að andlitum mannræn-
ingjanna og gísla þeirra.
Uppljóstrunin hefur einnig vakið
upp spurningar um áreiðanleika
annarra viðburða sem sagðir hafa
verið sýndir í beinni útsendingu
svo sem frelsun Cruz Azul, þjálfara
mexíkósks knattspyrnuliðs á síð-
asta ári.
Televisa, stærsta sjónvarpsfyr-
irtæki landsins, hefur rekið frétta-
manninn sem gerði fréttina um
bændabýlið.
Talsmenn Azteca-sjónvarpsstöðv-
arinnar halda því aftur á móti fram
að þeir hafi fengið ábendingu frá
lögreglu snemma morguns og þeir
hafi aðeins sent fréttamann og kvik-
myndatökulið á staðinn.
Kvartaði og var
handtekinn
Þýskur fíkniefnaneytandi hefur
verið kærður af yfirvöldum í bænum
Darmstadt í Þýskalandi fyrir að
hafa kannabisefni undir höndum.
Aðdragandi málsins var að Hans
Júrgen Bendt fór til lögreglu til þess
að kvarta undan fíkniefnasalanum
sínum, en Bendt sakaði hann um
að hafa selt sér lélega vöru og um að
sýna algjört metnaðarleysi í gæða-
málum. Áður hafði Bendt krafist án
árangurs að fíkniefnasalinn endur-
greiddi þær 30 þúsund krónur sem
hann hefði greitt fyrir lélega eitrið.
Lögreglan brást ekki við kvörtun
Bendts en handtók hann hins vegar
fyrir vörslu fíkniefna.
Njósnir í Svíþjóð?
MbL.is | Sænskur dómstóll úr-
skurðaði í gær mann í gæsluvarðhald
sem grunaður er um njósnir.
Maðurinn heitir Andreij Zamíatnín
og er Rússi.
Zamíatnín mun sitja í gæsluvarð-
haldi fram til 3. mars næstkomandi,
en þá verða saksóknarar annaðhvort
að leggja fram ákæru á hendur
honum eða óska eftir framlengdu
varðhaldi. Leynilögreglan í Svíþjóð
greindi frá handtökunni en sagðist
ekki geta gefið frekari upplýsingar
um málið vegna þagnarskyldu.
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
HjartaHeill
sími 552 5744
Gfró- og kreditkortþjónusta
Tveir stuðningsmenn Kizza Besigye, forsetaframbjóðanda í Úganda, voru skotnir til bana á kosningafundi í höfuðborginni Kampala á miðvikudag. Þrátt fyrir að Besigye njóti
mikils stuðnings f Norður-Úganda er núverandi forseta Yoweri Museveni spáð sigri í kosningunum.
Museveni spáð sigri í Uganda
Ibúar í Oganda ganga til þing- og
forsetakosninga þann 23. febrúar
næstkomandi og eru þetta fyrstu
fjölflokkakosningar í landinu síðan
Yoweri Museveni, forseti, hrifsaði
völdin árið 1986. Þó að þetta sé mik-
ilvægur áfangi í sögu landsins telja
sérfræðingar að Museveni muni
freista þess að halda völdum hvað
sem það kostar. Þjóðþing Úganda
samþykkti stjórnarskrárbreytingu
á síðasta ári sem gerir Museveni
kleift að bjóða sig fram til þriðja
kjörtímabilsins. Helsti keppi-
nautur Musevenis er fyrrum sam-
herji hans Kizza Besigye sem hefur
verið helsti leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar á undanförnum árum.
Það þykir spilla fyrir sigurlíkum Be-
sigyes að hann hefur verið ákærður
fyrir ýmsa glæpi svo sem nauðgun
og föðurlandssvik. Stuðningsmenn
hans telja að um upplognar ákærur
sé að ræða sem sprottnar eru af pól-
itískum hvötum.
Besigye vinsæll í Norður-Úganda
Museveni er spáð sigri í kosning-
unum þrátt fyrir að Besigye virðist
njóta vinsælda í Kampala og fleiri
borgum landsins. Besigye nýtur
mests stuðnings í norðurhluta
landsins þar sem fólk er orðið lang-
þreytt á átökum og óvissu sem þar
hefur geisað.
1 Norður Úganda hafa 1,6 millj-
ónir manna þurft að yfirgefa heim-
ili sín í einhverjum grimmilegustu
átökum í Afríku á síðari árum.
íbúar í Norður-Úganda segja að
Museveni, sem er frá suðurhluta
landsins, hafi mistekist að binda
enda á átökin. Mótframbjóðendur
hans hafa aftur á móti lofað því að
binda enda á óöldina.
íbúar í þessum landshluta búa
við þrengsli og stöðugan ótta við
árásir hermanna Andspyrnuhers
Drottins sem eru alræmdir fyrir
grimmd. Andspyrnuherinn, sem
segist vilja stjórna landinu í anda
boðorðanna tíu, hefur staðið að
ránum á börnum, fjöldamorðum
á saklausum borgurum og
limlestingum.