blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 23
blaöið LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 ERLENDAR FRÉTTIR I 23 mér betur en læknisfræðin.“ Einhverjir myndu segja að þetta vceru gjörólík störf lœknisstarfið væri hugsjónastarf en starf viðskipta- frœðings snertist um peninga. „Ég hef aldrei hugsað beinlínis þannig um starf mitt. Ég hefði lagt sama metnað í hvaða starf sem er, hvort sem væri læknisfræði eða við- skiptafræði. Það skiptir mig öllu máli að vinna vel.“ Þér hefur gengið einstaklega vel. Hverju þakkarðu þessa velgengni? „Hún byggist á tvennu. Annars vegar því að velja gott fólk með sér og hins vegar á óbilandi metnaði." Þú ert metnaðargjarn? „Já, eiginlega fram úr hófi.“ Ertufrekur? „Ég viðurkenni að ég er ekki alveg laus við að vera það.“ Viðurkenningar skipta máli Þú hefur hlotið alls kyns viðurkenn- ingar vegna starfa þinna íþágu Acta- vis. Hversu miklu máli skipta þessar viðurkenningar þig? „Þær skipta mig töluverðu máli. Það er ekki sjálfgefið að eftir því sé tekið þegar vel gengur. Það er gaman þegar maður sér árangur og einnig þegar aðrir sjá árangur af því sem maður hefur byggt upp með starfsfólki sínu.“ Hvernig stjórnandi ertu? „Hjá Actavis leitum við að ákveð- inni tegund af fólki og vissum eiginleikum. Ég legg mikið kapp á að finna kraftmikið fólk sem er óhrætt við að fara ótroðnar slóðir og leggur hjarta sitt og sál í verk- efnið. Það skiptir í raun oft meira máli hvaða eiginleikum einstak- lingur er gæddur heldur en hvaða menntun eða reynslu viðkomandi hefur. Þegar maður er með góðan einstakling í höndunum sem skortir reynslu eða menntun, þá er maður tilbúinn að taka tillit til þess að það tekur viðkomandi lengri tíma að komast inn í starfið en ella. Maður er tilbúinn að sýna þennan sveigjanleika af því maður veit að viðkomandi einstaklingur verður framúrskarandi starfsmaður eftir ákveðinn tíma. Skipulag Actavis er einfalt og er stöðugt aðlagað að stefnu félagsins. Því eru breytingar stöðugar og í raun fastur liður í dag- legu starfi hvers og eins. Þess vegna leita ég að fólki sem leggur meira upp úr viðfangsefninu og árangr- inum heldur en stöðu eða titlum. Lykillinn að örum en öguðum vexti er kraftmikill andi eða fyrir- tækjamenning. Við viljum að fólk sé metnaðargjarnt, sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að vinna í hóp. í hörðu samkeppnisumhverfi eins og við lifum og hrærumst í er erf- itt að stýra skútunni með boðum og bönnum. Stefnan þarf að vera algerlega skýr auk þess sem þarf að skapa löngun eða þrá eftir árangri meðal starfsmanna þeirra sem með þér starfa og leysa þannig nýja orku úr læðingi. Fólk lætur til sín taka en býður ekki eftir því að einhver annar leysi verkefnið. Hver og einn lítur á það sem hluta af starfinu að stuðla að vexti og árangri fyrirtæk- isins. Ég legg mikið upp úr að fólk sýni hvort öðru gagnkvæma virð- ingu. Þetta er lykilatriði enda ferlið frá þróun vöru þar til að varan kemur á markað samhangandi og því öll störf innan fyrirtækisins jafn mikilvæg. Þetta er kjarninn í starfsmannastefnunni. Ég geri miklar kröfur en ég geri líka heil- miklar kröfur til sjálfs mín, og ekki minni en til starfsmanna minna. Skoðun mín er reyndar sú að yfir- menn eru aldrei sterkari en það fólk sem starfar hjá þeim.“ Áttu auðvelt með að rekafólk? „Það er aldrei auðvelt að segja upp starfsfólki en því miður er það stundum nauðsynlegt. Þannig er það bara.“ Tek mig ekki of alvarlega Heldurðu að það geti skapað vanda- mál að eiga of mikið af peningum? „Ég held að það fari eftir því hvernig fólk fer með peninga. Mín skoðun er sú að þó maður taki starfið sitt alvarlega er mikilvægt að taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Það er mikilvægt að telja sig ekki vera kominn nokkrum skrefum ofar jörðinni bara við það eitt að eiga aura. Hvað sjálfan mig varðar þá er ég auðvitað fjársterkari í dag en ég var. En ég hef haldið jarðsamband- inu og það skiptir öllu máli.“ Gerirðu eitthvað markvisst í því að einangra þigekkifrá venjulegu lífi og venjulegufólki? „Ég þarf ekki að gera neitt slíkt. Ég lifi bara venjulegu lífi með venju- legu fólki.“ Ég býst við að þú farir nokkuð oft á milli landa. Geta þessar ferðir ekki verið lýjandi? „Oft ferðast ég þrjá til fimm daga á viku og stoppa einn til tvo daga í hverju landi. Þá vakna ég klukkan fimm til að ná flugvél og þarf stundum að fljúga þrjú flug, ná einum til tveimur fundum og vakna svo um sexleytið daginn eftir. Kannski eru einhverjir sem öfunda mann af þessum ferðum en sann- leikurinn er sá að ég sé yfirleitt fátt annað á þessum ferðalögum en hót- elið og fundarsalinn. Þetta er mikil keyrsla. Ferðalögin taka vissulega tíma frá fjölskyldulífi en ég á mjög skiln- ingsríka konu. Annars myndi þetta aldrei ganga. Hún heitir Sigríður Ýr og er læknir og við eigum tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák. Það væri mjög auðvelt að koma heim eftir strangan vinnudag eða erfitt ferðalag og kveikja á sjónvarpinu og hlamma sér niður til að horfa á fót- bolta en það geri ég yfirleitt aldrei. Ég veit að ég þarf að hlúa að börn- unum og þar sem fjarvistir mínar eru miklar þá reyni ég að gera mitt besta þegar ég er heima.“ Eruð þið hjónin lík? „Nei, við erum töluvert ólík þó við eigum vissulega margt sameig- inlegt. Hún tekur öllu með jafnaðar- geði og er sú sem heldur í skálmina þegar ég er kominn hálfur út úr dyr- unum. Hún er mjög traust og sam- viskusöm og er sú sem mest mæðir á þegar ég er í ferðalögunum enda sjálf í mjög krefjandi starfi. Ég er gríðarlegur keppnismaður en eng- inn skaphundur. Þegar maður rekur fyrirtæki af metnaði og er í harðri samkeppni þá er mikilvægt að vera í jafnvægi, sérstaklega þegar vanda- mál koma upp. Annars getur maður ekki leyst vandamálin og kemur ekki auga á tækifærin.“ Mikilvæg ögun Hefurðu ekki þurft að aga þig íþessu starfi? „Eg hef þurft að aga mig í skipu- lögðum vinnubrögðum. Vinnudagur minn er langur og á hverjum degi þarf ég að ljúka við ákveðin verk- efni. Þá get ég ekki velt því fyrir mér hvort svefninn verði mikill eða lítill, eða ferðalögin stutt eða löng. Ég get ekki alltaf leyft mér að gera það sem mig langar til. Verkefnin eru þarna og það þýðir ekkert að koma sér undan þeim. Þennan aga innprent- aði ég í sjálfan mig fyrir mörgum árun síðan og án hans hefði ég ekki náð árangri. Hann er orðinn hluti af mér. Ég væri hins vegar ekki í þessu starfi nema vegna þess að ég hef gaman af því. Ef ég hefði það ekki þá gæti ég þetta ekki.“ Stendurðu stundum frammi fyrir vandamálum sem þú getur ekki leyst? „Þetta er í raun spurning um hug- arfar. Ég hugsa allt í lausnum. í mínum huga er ekki til neitt sem heitir óleysanlegur vandi. Þegar kemur að starfinu er þetta fyrst og fremst verkefni sem þarf að leysa. Það er hægt að greiða úr flestum vandamálum sem koma upp á vinnustað. Bestu stjórnendurnir að mínu mati eru þeir sem þekkja sjálfa sig vel og þau áhrif sem þeir hafa á fólk í kringum sig. Gott and- legt jafnvægi er lykilatriði svo mat á aðstæðum sé markvisst og raun- hæft því það mat mótar viðbrögð og aðgerðir hverju sinni. Erfiðustu vandamálin eru þau sem koma upp utan vinnu, til dæmis veikindi fjölskyldu eða vina. í öllum aðalat- riðum hef ég átt gott líf.“ Hver heldurðu að sé tilgangurinn með lífinu? „Ég er tiltölulega jarðbundinn maður og trúi því að við eigum bara þetta eina líf. Þess vegna er mikil- vægt að fara vel með það og vinna sem mest og best úr því. Ég trúi því líka að menn skapi sér eigin vel- gengni. Ég lít á velgengni einungis út frá einu sjónarmiði; því að fólki líði vel. Sumt fólk lítur svo á að til þess að lifa góðu lífi þurfi það að standa í kapphlaupi um að eignast þetta eða hitt. Ég hef oft séð að fólk sem á nánast ekki neitt lifa frábæru lífi. Ég held að ríkt fólk sé allavega ekki hamingjusamara en þeir sem hafa minna milli handanna.“ kolbrun@vbl.is er rétti tíminn fyrir TÍMPDlt Febrúartilboð á Tempur heilsudýnum og stillanlegum rúmum _ j . ífe-? >v'v -•;•- Að sofa er eitt, að hvílast er annað. í febrúar bjóðum við Tempur heilsudýnur, stillanleg rúm og kodda á frábæru tilboði. Yfir 30 þúsund læknar, sjúkraþjálfarar og kírópraktorar um heim allan mæla með Tempur. Með Tempur heilsudýnunni nærðu hámarksslökun, hvíld og svefni sem er lykillinn að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. EINA DYNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG SKJALFEST AF GEIMFERÐA- STOFNUN BANDARÍKJANNA ♦ t TEMPUR® EFNI Betra BAK Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opib virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.