blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 blaöÍA ALLIR AFANGASTAÐIR I EVROPU FLUG 19.900 KR. + Bókaðu á www.icelandair.is ÍCELANDAIR www.icelandair.is Leiðtogar stjórnmálaarms Hamas-samtakanna á fundi á föstudag þar sem þeir undirbjuggu valdatöku í Palestínu. - ollir eiga sitt uppáhoíd v 4, Hamas-samtökin taka við stjórn Palestínu í dag ísraelsmenn grípa til harðra efnahagsþving- anna gegn Palestínu í kjölfar valdatökunnar. Stjórnmálaarmur Hamas- hreyfingarinnar tekur við völdum í palestínska þinginu í dag í kjölfar mikils kosninga- sigurs samtakanna í síðasta mánuði. Hamas-samtökin hafa tilnefnt Ismail Haniyeh sem forsætisráð- herraefni og Aziz Dweik sem þingforseta. Báðir eru taldir til hóf- semdarmanna innan Hamas, en samtökin eru talin til hryðjuverka- samtaka í flestum vestrænum ríkjum. Leiðtogi þingflokks Hamas verður hins vegar harðlínumaður- inn Mahmoud al-Zahar sem hefur margoft lýst því yfir að leggja beri Israel í rúst. ísraeisk stjórnvöld bregðast hart við Stjórnvöld í Israel bregðast hart við valdatöku Hamas-samtakanna. Fastlega er búist við að á fundi á sunnudag muni ísraelsstjórn sam- þykkja harðar efnahagsþvinganir sem koma til með að lama efna- hagskerfi Palestínu. Meðal þess sem ísraelsstjórn mun að öllum lík- indum samþykkja er ferðabann á milli Gaza og Vesturbakkans og að halda eftir því skattfé sem hún inn- heimtir fyrir palestínsk stjórnvöld. Auk þess hafa stjórnvöld í Israel hótað að loka mörkuðum sínum fyrir palestínskar vörur og banna umferð þeirra um ísraelskar hafnir. Ljóst er að þessar ráðstafanir draga verulega úr möguleikum hinnar nýju stjórnar Palestínu að ná stefnu- málum sínum fram. Markmið þess- ara aðgerða er að einangra Hamas- samtökin og knýja þau til þess að samþykkja skilyrði ísraela fyrir frekari friðarviðræðum við palest- ínsk stjórnvöld. Þau eru að Hamas standi við eldri samkomulög milli þjóðanna tveggja, að samtökin við- urkenni tilverurétt ísraels og að þau láti af hryðjuverkastarfsemi. Sækjast eftir ráðum íTeheran Viðbrögð ísraela hafa gert að verkum að Hamas-samtökin hafa sóst eftir nánari sambandi við stjórnvöld í Teheran. Þrátt fyrir að íranar hafi alla tíð stutt við bakið á Hamas telja margir frétta- skýrendur enn nánari tengsl sam- takanna við núverandi valdhafa í Iran draga úr líkum á því að sam- ræðuflötur finnist á milli þeirra og ísraela og að tengslin muni tryggja að valdasetan dragi ekki úr her- skárri stefnu samtakanna. Á fundi Shaul Mofaz, utanríkisráðherra Israels, og Javier Solana, utanrík- isstjóra Evrópusambandsins, í gær kom fram að leiðtogar Hamas hafi beðið Irani um fjárstuðning og sóst eftir ráðum um hvaða áherslur hin nýja ríkisstjórn Palestínu ætti að setja á oddinn þegar hún tekur við völdum. Mofaz taldi að þessar fréttir gæfu til kynna hvers konar samfélagi Hamas-hreyfingin hyggst koma á í Palestínu. Þjónustuver KB banka • 444 7000 Líka opið á laugardögum! Þjónustuver KB banka veröur framvegis opið á laugardögum frá kl. 10-16. mmm Virka daga er opiö frá kl. 8-19. Starfsfólk Þjónustuversins annast alla | K B BANKI almenna bankaþjónustu í síma 444 7000. mmm Líklegt að bann við hvalveiðum verði afnumið Líkur eru taldar á því að meirihluti aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins muni samþykkja tillögur Japana um að leyfa vísindaveiðar á fúndi Ráðsins sem haldinn verður á eyjunni St. Kitts í Karabíska-hafinu i júnímánuði. Talsmenn alþjóðlegra Dýraverndunarsamtalea óttast að Japanir og Norðmenn hafi tryggt sér stuðning nægilega margra þjóða til þess að afnema bann við hvalveiðum. Dýraverndunarsamtök hafa hvatt rífei, sem hafa til þessa tekið einarða afstöðu gegn veiðunum, til að beita áhrifúm sínum á alþjóðavettvangi °g tryggja sér atkvæði í ráðinu og koma þar með í veg fýrir að tillögur Japana nái ffam að ganga. Áframhaldandi bann við hvalveiðum var samþykkt með naumum meirihluta á fúndi ráðsúis íjúníífyrra. Fráþví hafajapanir unnið hörðum höndum að því að fá fleiri ríki á sitt band og hafa meðal annars verið sakaðir um að bjóða ríkjum þróunaraðstoð gegn því skilyrði að þau gangi í Alþjóðahvalveiðiráðið og veiti tillögum Japana á þeún vettvangi brautargengL Ian Campbell, umhverfisráðherraÁstralfu sem er yfirlýstur andstæðúigur hvalveiða, hefúr lýst yfir áhyggjum sínum vegnaþróunar mála og sagt miklar líkur á að banninu verði aflétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.