blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 8
22 I FORMÚLAN
MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaðið
Fyrstu þrjár keppnisbrautirnar í Formúlu 1
Stutt úttekt á þremurfyrstu keppnisbrautum formúlunnar ogstöðunum sem keppnirnarfara fram á:
Bahrain
10. -12. mars
Fólksfjöldi: 700.000
Tungumál: arabíska, enska
Fyrsta árið í formúlunni: 2004
Tímabelti: GMT +3
Trúarbrögð: islam 85%, hindúismi
og gyðingdómur 15%
Hringir: 57
& POLAR rafgeymar
G ÍSETNIN*
Hjólbarðaverkstæði & rafgeymaþjónusta
lílíf* -
mr 'tsssr ið
wm ’
maf.in
:
1 :mpí
Komdu í snyrtilegt umhverfi
þar sem fagmennskan er í fyrirrúmi
35 S: 553-1055
8-18 virka daga 9-15 Laugardaga
Alhliða lausn í
bílafjármögnun
$
LÝSING
Suðurlðndsbraut 8
108 Reykjavík
s: 540 1500
www.lysing.is
ámsrumusiB
NÝR OG ÖFLUGRl SAVAGE X 4,1
Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid
Lengd: 5,412 km
Brautarmet: M. Schumacher á
130.252 min (2004)
Samtals: 308,523 km
Brautin er staðsett í eyðimörk, 30
km frá höfuðborginni Manama.
Þegar keppt var á brautinni í fyrsta
sinn olli sandur ökumönnum vand-
ræðum á æfingum. Ef menn misstu
bila sína út úr aksturslínunni, sner-
ust þeir út af.
Malasía
Kuala Lumpur
17. -19. mars
Fólksfjöldi: 1.55 milljónir
Tungumál: bahasa melayu, kín-
verska, enska
Fyrsta árið í formúlunni: 1999
Tímabelti: GMT +8
Trúarbrögð: múslimar 52%, búdd-
istar 17%, taoistar 12%, kristnir 8%,
ættbálkar 2%
Hringir: 56
Lengd: 5,543 km
Brautarmet: J.P. Montoya 134.223
(2004)
Samtals: 310,408 km
Kappakstursbrautin í Kuala Lumpur
er staðsett rétt við alþjóðlega flug-
völlinn. Hún er hönnuð af Hermann
Tilke frá Þýskalandi og þykir mjög
flott. Malasíska fyrirtækið Petronas
hefur lagt Sauber Formúlu 1 liðinu fé
síðustu ár en það er m.a. þekkt fyrir
að hafa reist tvíburaturna í miðborg
Kuala Lumpur.
Astralía
Melbourne
31 mars - 2. apríl.
Fólksfjöldi: 3,4 milljónir
Tungumál: enska
Fyrsta árið í formúlunni: 1996
Tímabelti: GMT +10
Trúarbrögð: kristnir 68%, aðrir 32%
Hringir: 58
Lengd: 5,303 km
Brautarmet: M. Schumacher á
124.125 (2004)
Samtals: 307,574 km
Það var fyrst keppt í Formúlu 1 í Ástr-
alíu árið 1985. Fyrstu árin var keppt
á braut í þorginni Adelaide, en
nokkrum árum síðar vildu yfirvöld í
Melbourne fá keppnina þangað. 1993
náði borgin samkomulagi við Bernie
Ecclestone um mótshald en fyrsta
mótið fór þó ekki fram þar fyrr en
1997. Ákveðið var að um götukapp-
akstur yrði að ræða og því var ekki
hönnuð sérstök kappakstursbraut.
Mótið í Melbourne er mjög vinsælt
meðal ökumanna og þykir einstak-
lega skemmtilegur vettvangur fyrir
kappakstur.
Reglur Formúlu 1 keppn
innar fyrír áríð 2006
FIA (Foundationfor the Automobile and Society) hefurgert nokkrar
breytingar á reglum Formúlu 1 keppninnar og tœkniatriðum henni
tengdri fyrir œfingatímabilið á þessu ári.
Uppbygging keppninnar
Eldra kerfi þar sem hver hringur á
brautinni skiptir máli verður lagt
niður. Þess í stað verða tvær fimm-
tán mínútna umferðir og ein 20 mín-
útna umferð. Á milli umferða verður
fimm mínútna hlé.
Fyrsti hluti: Á fyrstu 15 mínút-
unum keyra bílarnir brautina en
þeir sem fara hægast detta út og
fylla síðustu sæti keppninnar.
Annar hluti: Eftir fimm mínútna
hlé hefst önnur tímataka og þeir 16
bílar sem eftir eru halda áfram og
keppast við að komast sem flesta
hringi. I lok 15 mínútna umferðar-
innar falla þeir sex bílar úr keppn-
inni sem hafa lakastan tíma og
verma því sæti 11-16 í keppninni.
Þriðji hluti: í þriðja og síðasta
hluta keppninnar er tíminn endur-
stilltur og 20 mínútna umferð hefst
þar sem þeir bílar sem eftir eru kepp-
ast um 10 efstu sætin. Bílarnir kapp-
kosta að komast eins marga hringi
og þeir geta og að ná sem bestum
tíma.
Ef grunur leikur á að bílstjóri
stöðvi bifreið sína á brautinni að
óþörfu eða er talinn hindra aðra
bílstjóra verður tímatöku þess bíls
hætt.
Orkunotkun:
í ár verða bensíntankar kappakst-
urbifreiða minnkaðir úr 3 lítrum í
2,8 lítra. Markmiðið er að minnka
kostnað og auka öryggi.
Hjóibarðar:
Ökumenn hafa nú aðgang að fleiri
umgöngum dekkja en áður. Þannig
hafa ökumenn aðgang að sjö um-
göngum af dekkjum fyrir þurrar
brautir, fjórum settum fyrir blautar
brautir og þremur fyrir vont veður.
Bílstjórar verða að ákveða samsetn-
ingu dekkjanna þegar þeir hafa
verið skráðir til keppni (ahead of
qualifying).
í stað þess að keppendur fái eina
klukkustund til æfinga á brautinni
áður en keppni hefst verður nú
boðið upp á tvær 45 mínútna langar
æfingar.
hugrun@bladid. net