blaðið - 27.03.2006, Síða 1
Aukablað um fjármál
heimilcuma fylgir
Blaðinu í daa
Frjálst,
óháð &
ókeypis!
Saparmurat Niyazov
Turkmenbashi
kaupir jarðýtur
Stjórnvöld í Mið-Asíuríkinu Túrk-
menistan hafa gert samning við
bandaríska fyrirtækið Caterpillar
um kaup á jarðýtum fyrir 30 millj-
ónir Bandaríkjadala, um 2,2 millj-
arða króna. Tækin verða nýtt til að
unnt verði að ljúka sem fyrst við
manngert stöðuvatn sem áformað
er að mynda í eyðimörkinni.
Saparmurat Niyazov, hinn sér-
lundaði forseti Túrkmenistans, gaf
fyrr í mánuðinum út tilskipun þess
efnis að hraða bæri myndun mann-
gerðs, rúmlega 2.000 ferkílómetra
stórs stöðuvatns í Kara Kum-eyði-
mörkinni. Framkvæmdir vegna
stöðuvatnsins hófust árið 2001 og
þykir Niayazov heldur hægt miða.
Um leið og tilskipun þessi var birt
ákvað Niyazov að skógrækt skyldi
hafin á rúmlega 1.000 ferkílómetra
svæði til að „breyta loftslagi lands-
ins“. Um 80% landsvæðis í Túrk-
menistan eru eyðimörk og lygilegar
hitasveiflur einkenna loftslagið.
„Bókin um allt"
Niyazov, sem er betur þekktur
undir nafninu „Turkmenbashi“ eða
„faðir allra Túrkmena", hefur inn-
leitt hamslausa dýrkun á persónu
sinni í ríkinu. Rit eftir hann, Ruh-
mana eða „bókin um allt“, er skyldu-
námsefni á öllum skólastigum og
hvarvetna blasa við stórar myndir
og styttur af leiðtoganum mikla.
„Turkmenbashi" er maður sem
framkvæmir eða öllu heldur lætur
framkvæma hugmyndir sínar.
Margvísleg merkileg verkefni eru
í gangi í landinu auk skógræktar-
innar fyrrnefndu og manngerða
stöðuvatnsins. Nú er t.a.m. unnið
að smíði íshallar í höfuðborginni,
Ashgabat, þar sem algengt er að
sumarhitinn fari yfir 50 gráður.
ÞVI
„Allt öndinni að kenna'
Blalid/Stelnar Hugi
Sigurður Skorri fær hér aðhlynningu frá pabba sínum eftir að hafa dottið ofaní tjörnina í grasagarðinum í Laugardal í gær. Bróðir Sigurðar, Kristján Breki, fylgist áhugasamur með.
Sigurður var að teygjasig eftirspýtu sem flaut á vatninu með þeim afleiðingum aðhann féll ofan í vatnið.„Ég fór á bólakaf og það varallt öndinniað kenna/'sagði Sigurður og benti
á gæsina sem stóð álengdar.
Leiga á þyrlum og
áhöfnum til álita
Talið er að þjálfun áhafna taki um hálft ár. Stjórnvöld stefna að því
að koma upp þriggja þyrlna flugsveit. Rekstarfyrirkomulag óráðið.
Innan stjórnkerfisins er talið að
ekki muni reynast erfitt að koma á
nýrri skipan þyrlusveitar Landhelg-
isgæslunnar, en ljóst er að umfang
hennar og verkefni munu aukast
verulega á árinu í kjölfar þeirrar
ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að
kalla björgunarþyrlusveit sína frá
landinu fyrir september. Kostnaður
vegna þessa mun hlaupa á millj-
örðum, en ekki er talið að pólitísk
fyrirstaða verði fyrir því.
Nefnd á vegum dómsmálaráð-
herra hefur þegar tekið til starfa
vegna þessa, en hún hefur þrjár
vikur til þess að skila tillögum um
hvernig leysa megi málið til bráða-
birgða. Samkvæmt heimildum
Blaðsins kemur allt til álita: sam-
starf við grannþjóðir, leiga eða kaup
á nýjum þyrlum.
Um leið og unnið verður að
markmiðum þessum vilja menn
gera rekstur flugdeildar Land-
helgisgæslunnar hagkvæmari. Á
hennar snærum eru nú tvær þyrlur,
sitt hvorrar tegundar, auk flug-
vélar. Talið er ráðlegast í lengd að
Landhelgisgæslan hafi á að skipa
þremur þyrlum, sömu tegundar. Þá
er miðað við að ein geti að jafnaði
verið í skoðun eða viðhaldi, en tvær
til taks. Það þykir tryggara enda bil-
anatíðni þyrlna há.
Innan Landhelgisgæslunnar eru
menn áfram um að kaupa fleiri
Puma-þyrlur frá Frakklandi, en
ekkert mun þó gefið í þeim efnum.
Miðað við fyrrgreindar þarfir má
þó ljóst vera að önnur þyrla gæsl-
unnar verður seld ef ekki báðar.
Afhendingartími á nýjum þyrlum
mun vera drjúgur, en á hinn bóg-
inn er auðvelt að brúa það bil með
leigu. Þá óttast menn ekki hörgul á
mannskap, um hálft ár taki að sér-
þjálfa menn til flugs á slíkum björg-
unarþyrlum, en þangað til komi
til greina að leigja áhafnir. 1 því
samhengi minna menn jafnframt
á að ekkert sé meitlað í stein um
rekstrarfyrirkomulagið, til greina
komi að bjóða einstaka þætti út eða
jafnvel allan rekstur gæslunnar.
1 m:
;
Reuters
Brandinum
brugðið á loft
Silvio Bersluconi, forsætisráð-
herra Italíu, kynnti í gær helstu
stefnumál sín fyrir þingkosn-
ingarnar sem fram fara 9. og 10.
næsta mánaðar. Berlusconi brá
á leik með blaðamönnum og
hóf sverð á loft er hann lýsti því
hversu beinskeytt stefna hans
væri.
4,35%
FRJALS IBÚÐALAN
Okkar markmiö er aö veita framúrskarandi þjónustu
á sanngjörnum kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla
6, hringdu í 540 5000 eöa sendu okkur póst á
frjalsi@frjalsi.is. Viö viljum aö heima sé best!
Áy
FRJÁLSl
FJ ARIT.STINGARBANKINN