blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 blaðið Valdaráns hersins minnst í Argentínu Um þessar mundir eru 30 ár liðinfrá því að herinn tók völdin í Argentínu. Landsmenn minnast tímamótanna með ýmsum hœtti og samstaða þjóðarinnar er sögð algjör. Upplýsingar um ógnarstjórnina verða loks birtar. Þess hefur verið minnst í Arg- entínu síðustu daga að 30 ár eru liðin frá valdaráni hersins sem kallaði mikinn hrylling yfir þjóð- ina. Herstjórnin ríkti í sjö ár og er talin hafa líf um 30.000 manna á samviskunni. Fjöldafundir hafa verið haldnir vítt og breitt um Argentínu til að minn- ast tímamótanna. Mest hefur borið á fundum sem efnt hefur verið til á Plaza de Mayo-torgi í miðbæ höf- uðborgarinnar, Buenos Aires, en þar hafa mæður og ömmur fórnar- lamba herstjórnarinnar haldið til um hverja helgi á undanliðnum árum til að leggja áherslu á þá kröfu sína að glæpir herforingjanna verði rannsakaðir og upplýsingar verði birtar um afdrif fórnarlambanna. f Argentínu er jafnan rætt um „hina horfnu“ (sp. „Los desaparecidos“) þegar vísað er til þeirra sem herfor- ingjastjórnin lét myrða. Efnt hefur verið til tónlistarvið- burða í tilefni þessara tímamóta og stjórnmálamenn hafa verið dug- legir við að flytja ræður. Þátttaka í atburðum þessum hefur verið gífur- lega mikil og segja menn í Argent- ínu að sjaldan hafi á undanliðnum árum ríkt viðlíka þjóðarsamstaða í landinu. Skítuga stríðið og Condor-áætlunin Herstjórnin í Argentínu ríkti frá Nestor Kirchner Argentínuforseti faðmar að sér eina af „mæðrum Maí-torgsins" í Buenos Aires en þar hafa mæður og ömmur„hinna horfnu" safnast saman reglulega á undanliðnum árum til að krefast upplýsinga um örlög ástvina sinna. OPNAÐI FYRIR MER NYJAR VIDDIRÍ „Eftir Fjármála- og rekstrarnámið hjá NTV hef ég öðlast viðamikla og dýrmæta þekkingu sem mun nýtast mér í öllu sem ég á eftir að taka mér fyrir hendur í framtíðinni. Ég er mun verðmætari starfs- kraftur eftir námið!" Kári Sigurfinnsson Sölumaður hjá Tölvulistanum FJARMAL & REKSTUR Frábært námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu í fjármálum og rekstri fyrirtækja. Námið snýr m.a. að rekstrar- fræðum, fjármálastjórnun og áætlanagerð með áherslu á efnistengdri verkefnavinnu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa reynslu í Excel og grunn- þekkingu á bókhaldi. Kvöldnámskeið: Þri.-fim. kl. 18:00-22:00 ogálau. kl. 13:00-17:00. Byrjar 4. apríl og lýkur 3. júní. Morgunnámskeið: Þri. - mið. - fim. kl. 8:30 -12:30 Byrjar 18. apríl og lýkur 1. júní. Helstu námsgreinar: ■ Fjármálastjórnun Kenndur er arðsemisútreikningur, fjallað um ávöxtunarkröfur, áætlunargerð fyrirtækja og aðferðir við að meta virði verðbréfa og fjárfestinga. ■ Rekstrarfræði Fariö er ígrunnatriöi rekstrarhagfræði, rekstur fyrirtækja, umhverfi þeirra, mismunandi rekstrarform, markmið og skipulag fyrirtækja. Notkun Excel við fjármál og rekstur Nemendur eru þjálfaðir við notkun Excel í rekstri, einkum við gerð rekstraráætlana, notkun fjármálafalla og arðsemismats. SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS - HLÍÐASMÁRA 9 - 201 KÓPAVOGI 1976 til 1983. Hún blés til herfarar gegn stjórnarandstæðingum, raun- verulegum sem ímynduðum. Mikill fjöldi ungs fólks, einkum vinstri sinna, hvarf á þessum árum sem jafnan ganga undir heitinu „skít- uga stríðið“ í Argentínu. Herfor- ingjarnir þar áttu samstarf við skoðanabræður sína sem ríktu á þessum árum í öðrum ríkjum Róm- önsku-Ameríku. Gekkþað samstarf undir heitinu „Condor-áætlunin”. Á grundvelli hennar skiptust her- foringjastjórnir á upplýsingum um pólitíska andstæðinga sína og sam- einuðust um margvísleg glæpaverk. Talið er að um 30.000 manns hafi horfið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentfnu. Af hálfu stjórnvalda hefur verið staðfest að 13.000 stjórn- arandstæðingar hafi verið myrtir á þessu tímabili. Stjórnvöld hafa enda verið harðlega gagnrýnd fyrir hversu treg þau hafi verið til að veita upplýsingar um raunverulega rás atburða í Argentinu á timum ógn- arstjórnarinnar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar ákveðið að skjalasöfn frá þessum tíma verði opnuð og upplýs- ingum miðlað til almennings. Ymsir eru hins vegar fullir efasemda um að hugur fylgi máli. Flugferðir dauðans Ættingjar hinna horfnu munu því væntanlega loks fá tækifæri til að leita upplýsinga um afdrif ástvina sinna. Álgengt var á þessum árum að öryggislögreglumenn stjórn- valda bönkuðu að dyrum að kvöldi dags og hefðu stjórnarandstæðinga á brott með sér í ómerktum bif- reiðum. Mjög margir þeirra áttu ekki afturkvæmt. I einhverjum til- vikum var meintum og raunveru- legum andstæðingum herstjórnar- innar safnað saman, þeir settir upp í flugvél sem flogið var yfir Atlants- hafið þar sem fólkinu var kastað út. í Argentínu nefna menn þetta „flug- ferðir dauðans“. En upplýsingar um þær eru af heldur skornum skammti og t.a.m. er ekki vitað hversu margir voru myrtir með þessum hætti. Nestor Kirchner, forseti Argent- ínu, hefur verið ausinn lofi fyrir þá ákvörðun sína að opna skjalasöfnin. Ástandið í Argentínu þessa dagana þykir um margt mina á það sem ríkti 1983 þegar herstjórnin leið undir lok. Þá eins og nú fóru menn í hópum um götur og hrópuðu „nunca más“, „aldrei aftur“. Þrátt fyrir margvísleg áföll, einkum á sviði efnahagsmála, og pólitíska ólgu á undanförnum árum þykir valdaránsafmælið til marks um að stoðir lýðræðisins séu styrkari en nokkru sinni fyrr í Argentínu. Máli trúskiptings vísað frá í Afganistan Dómstóll í Afganistan hefur vísað frá máli manns sem ákærður hafði verið fyrir að kasta íslamstrú og ger- ast kristinn. Niðurstaða dómsins sem birt var i gær er sú að sannanir skorti í málinu. Dómurinn sem og forseti Afgan- istan, Hamid Karzai, höfðu sætt miklum alþjóðlegum þrýstingi sökum málsins. Dauðadómur hefði vofað yfir manninum hefði hann verið fundinn sekur. Nokkrir ís- lamskir klerkar höfðu krafist þess að maðurinn, Abdul Rahman, yrði umsvifalaust tekinn af lífi. Rahman var í haldi í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, en þar semlíf hans var talið í hættu þar var hann í gær fluttur í alræmt fangelsi fyrir utan borgina þar sem margir af hættuleg- ustu andstæðingum stjórnvalda eru vistaðir. Rahman var sleppt úr haldi síðar um daginn. Mál Rahmans hefur vakið athygli um heim allan. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði beðið Karzai forseta um að hafa af því afskipti og Benedikt páfi hafði gert hið sama í nafni trúfrelsisins. Rahman kastaði íslamstrú fyrir 16 árum þegar hann starfaði fyrir kristin hjálparsamtök sem aðstoð- uðu afganska flóttamenn. HHS á Bifröst „Þegar ég frétti af nýju HHS deildinni á Bifröst vissi ég að þar væri komið námið sem ég hef alltaf beðið eftir. Þetta nám er nýtt hér á landi og er óvenjulegt og fjölbreytt. Nú hef ég stundað nám við deildina (eitt ár og get með sanni sagt að það hefur staðið fyllilega undir væntingum. Þessi blanda af hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði kemur verulega vel út og skilar sér í nýrri og dýpri sýn á fréttir og umræðu í þjóðfélaginu. Auk þess koma þessi fög að flestu því sem mér finnst skipta máli varðandi heimsmálin (dag, hvernig núverandi staða er tilkomin, hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara. Ég er sannfærð um að þetta nám eigi ekki aðeins eftir að víkka sjóndeildarhring minn og auka skilning minn á stöðu mála, heldur eigi námið einnig eftir að skila sér í fjölbreyttu og líflegu starfi, gjarnan við alþjóðastörf þar sem áhugasvið mitt liggur." Frekari upplýsingar: www.hhs.is Ingveldur Björg Jónsdóttir, nemi i HHS við félagsvisinda- og hagfræðideild r* VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN BIFRÖST 311Borgarnes I Sími 433 3000 Stjórnenda- og leiðtogaskóli i 88 ár

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.