blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 12
12 I NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaöiö Verðsamanburður á páskaeggjum FERMINGARGJAFIR Með skinku og osti Fulleldaðir og tilbúnir Mtltgtís á pönnuna eða í ofninn! -ius,.y„„w,óa. í MIKLU ÚRVALI FRÁBÆR VERÐ OG GÆÐl Fermingatilboð Með hverri dúnsæng FYLGIR GÆSADÚNKODDI Laugavegl 87 • slmar S51 8740 & 511 2004 Stór þáttur í páskahaldi margra og þá sérstaklega yngri kynslóðarinnar er að fá páskaegg. Sumir eru sérvitrir á tegund páskaeggja og kaupa alltaf egg frá sama framleiðanda. Hitt er þó algengara, sérstaklega meðal yngstu kynslóðarinnar að horfa fyrst og fremst í stærð eggjanna. Með árunum hefur úrval páska- eggja aukist til muna og nú er til að mynda hægt að fá sérstök ástaregg og konfektegg sem líklega eru mark- aðssett meira fyrir fullorðna fólkið. Fyrir börnin eru einnig margar nýj- ungar í boði og má þar nefna púka- egg, rísegg, marsbúaegg og margt fleira þannig að allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Egg án sykurs og mjólkur voru fáanleg í Spar en verð á eggi án mjólkur nr. 6 kostaði 1.524 krónur í versluninni. Á flestum stöðum er ennfremur hægt að fá lítil innpökkuð egg en misjafnt var hversu mörg voru í hverjum pakka. Þannig kostuðu 8 egg frá Mónu 598 krónur í Spar en verð sex eggja er hægt að sjá í töflunni hér að neðan. Úrval páskaeggja í verslunum er Spar í Bæjarlínd Nói nr 2 289 Nói nr3 659 Nói nr4 999 Nói nr 5 1.499 Púkaeggnr4 998 Risaegg Konfektegg (850 gr) Móna nr2 389 Mónanró 1.249 Góa nr4 999 Góa nr5 1.299 Góa nr 6 1.429 Freyja nr 4 998 6 egg í pakka mjög misjafnt og í Nóatúni fengust þau svör að öll egg frá Nóa Sírius hefðu verið seld á 30% afslætti á sunnudaginn og klárast en voru væntanleg aftur í verslanir í gær. Öll egg frá Góu eru sérmerkt Bónus í versluninni en Bónus var með lægsta verðið í þeim verðflokkum Hagkaup Nóatún Bónus 359 329 669 659 379 1.049 999 689 1.549 1.499 1.039 1.299 1.399 689 3.799 3.649 2.599 369 399 1.099 1.149 998 999 1.249 1.299 798 1.469 1.599 998 999 899 699 479 sem þeir voru með í. Ekki er ólíklegt að verslanir verði með tilboð á eggjum síðustu daga fyrir páska og ættu ney tendur því að hafa í huga að verð á páskaeggjum gætu átt eftir að breytast fram að páskum. Er ofneysla vítamína meira vandamál en vítamínskortur? Æskilegra er að börnfái vítamín ogsteinefni úrfœðunni en í töfluformi I síðasta hefti Neytendablaðsins er rætt við nokkra aðila um neyslu barna á vítamínum, m.a. í ljósi þess að það hefur færst í vöxt að matvælaframleiðendur bæti vítam- ínum og steinefnum í matvæli og drykkjarvörur. Hagsmunasamtök neytenda hafa lýst yfir áhyggjum af þessari þróun og telja framleið- endur að viðbætt vítamín auki sölu matvæla sem ekki séu endi- lega holl. Sumir sérfræðingar segja að ofneysla vítamína og steinefna sé meira vandamál en vítamín- skortur, sérstaklega þegar börn eru annars vegar. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verk- efnisstjóri næringamála hjá Lýð- heilsustofnun, segir að ef börn fái fjölbreytt fæði ættu þau ekki að þurfa önnur bætiefni en D-vít- amín. En ástæða þess er sú að D-vítamín er í fáum algengum fæðutegundum. Hólmfríður telur einnig mun æskilegra að börn fái vítamín og steinefni úr fæðunni heldur en í töfluformi. Hún segir það ekki hafa sömu áhrif ef stök vítamín, steinefni eða önnur holl- ustuefni eru tekin inn í töfluformi. Hólmfríður segir gott að minnast þess að orðatiltækið því meira því betra eigi ekki við um inntöku vít- Bensínverð stendur í stað Eftir hrinu bensínhækkana um síðustu mánaðamót stendur bensín- verð nú i stað á milli vikna. Þessa vik- una er lægsta verðið hjá Orkunni en þar kostar lítrinn af 95 oktana bens- ini 117,7 krónur. Næstlægsta verðið býðst hjá Atlantsolíu og ÓB en þar er lítrinn seldur á 117,8 krónur. Hæst er verðið þessa vikuna á nokkrum afgreiðslustöðvum Essó, Olís og Shell eða 119,3 krónur. amína og segir börn sérstaklega viðkvæman hóp hvað þetta varðar. Hægt að uppfylla næringar- efnaþörf í einni máltíð Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næring- arfræðingur hjá matvælasviði Um- hverfisstofnunar, segir ákveðna hættu fyrir hendi ef vítamín eru tekin í of miklum mæli yfir langan tíma. Til að skoða nánar þau næringar- efni sem börn neyta er tekið sem dæmi að ef boðið er upp á cheerios, dreitil, banana, krakkalýsi og Lata- bæjarvítamín í morgunmat þá kemur í ljós að börn fara langt yfir ráðlagðan dagskammt allra næring- arefna að A-vítamini undanskyldu. Þetta dæmi sýnir að börn geta hæg- lega fengið of mikið af vítamínum og steinefnum í einni máltíð. Haukur Gíslason, sölu- og mark- aðsstjóri Latabæjar, segir að börn sem borði hollan og góðan mat daglega þurfi ekki að taka inn vít- amín eða lýsi. Það sé hins vegar vitað að á mörgum heimilum hafi matarvenjur breyst og lítill tími'gefist til að útbúa holla mál- tíð. Haukur bendir á að neysla á forsteiktum mat hafi t.d. aukist mikið undanfarin ár. Hann segir að Latibær muni aldrei hverfa frá þeirri grunnhugsun að hollar mat- arvenjur, hreyfing og útivera eigi að sjá til þess að enginn þurfi á töflum að halda. IP^ 1M 1 eru ódýr Samanburður á verð astir? if 95 oktana bensíns AO Sprengisandur 117,80 kr. Kópavogsbraut 117,80 kr. Óseyrarbraut 117,80 kr. (j eco Vatnagaróar 117,80 kr. Fellsmúii 117,80 kr. Salavegur 117,80 kr. (0 Ægissiða 118.80 kr. Borgartún 119,30 kr. . ftáaniaoalll Morageroi 119,30 kr. 0|Í5 Alfheimar 119,30 kr. Ananaust 118,80 kr. Gullinbrú . 119,00 kr. jÖRKANj Eiðistorg 117,70 kr. Ananaustum 117,70 kr. Skemmuvegur 117,70 kr. 03 ódýrtbwuin Arnarsmári 117,80 kr. Starengi 117,80 kr. Snorrabraut 117,80 kr. Gylfafiöt 118,80 kr. Bæjarbraut 119,30 kr. Bústaðarvegur 118,90 kr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.