blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 16
16 | EltiLÆW ÞRIÐJUDAGUR ll.APRÍL 2006 blaöiö Víkingum hampað fslendingar hafa oft hreykt sér af því að vera komnir af víkingum og bera jafnvel vík- ingablóð í æðum. Oft er útrás íslendinga skýrð með þessu sama víkingablóði. Helgi Þor- láksson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, efast um að útrásin sé fslendingum eðlislæg og er með efasemdir um að það sé heppilegt að hampa tengslum okkar við víkinga. Helgi mun fjalla um útrás að fornu á fyrir- lestri í fundarröð Sagnfræðinga- félags íslands í Þjóðminjasafni fslands í dag kl. 12.10. „í fyrirlestrinum velti ég því fyrir mér af hverju víkingar eru orðnir svona nærtækir í daglegri um- ræðu og viðhorfum fólks. Þetta birtist ekki bara í ferðamennsk- unni heldur i tengslum við þessa útrásarhugmynd. Mönnum finnst kannski að það sé lofsvert að tala um fslendinga sem afkomendur víkinga og hampa því. Eins og það hefur birst í fjölmiðlum er líkt og menn séu ánægðir með að vera afkomendur víkinga. Sumir hafa hins vegar bent á að víkingar hafi nú staðið fyrir mörgu misjöfnu á sinum tíma, verið ribbaldar og staðið fyrir alls kyns ódæðum. Af þeirri ástæðu er kannski hæpið að hampa þessum tengslum og ég er með minar efasemdir um það.“ Hetjur fslendingasagna drengskaparmenn f fyrirlestrinum skoðar Helgi hvaða viðhorf 13. aldar menn höfðu gagnvart víkingum. „í fs- lendingasögum segir mikið frá mönnum sem fóru ungir að árum og börðust við víkinga. Þeir sem sögðu þær sögur einblíndu á að hetjur fslendingasagna eru yfir- leitt drengskaparmenn og ólíkir víkingum sem voru ribbaldar og yfirgangsmenn. Okkar menn í ís- lendingasögunum eru drengskap- armenn, menn eins og Gunnar á Hlíðarenda og aðrir slíkir. Þeirra markmið er að gerast hirðmenn hjá konungum og jörlum. Það er einmitt einkennandi fyrir menn á 13. öld sem segja þessar sögur að þeir sjálfir sækjast mest eftir því að gerast hirðmenn, skáld og stjórnmálamenn við hirðir kon- unga og jarla. Þeir dýrka ekki vik- ingaferðir og víkinga." Ekki hægt að hafna víkingum Helgi segir að það sé samt sem áður ekki hægt að hafna vík- ingum algjörlega enda séum við vitanlega af þeim komin. „Við verðum að viðurkenna að við séum komin af víkingum en það merkir ekki að við þurfum endi- lega að hampa þeim. Þeir gerðu margt gott og margt slæmt og við getum viðurkennt það án þess að vera að hampa þeim sérstaklega," segir Helgi og bætir við að afstaða fslendinga til víkinga hefur breyst töluvert í aldanna rás. „Það var áberandi hvað við hömpuðum vík- ingum í byrjun 20. aldar. Síðan er ekki mikið fjallað um þá fyrr en við lok 20. aldar og í upphafi 21. aldar. Það er eins og það sé farið að höfða mikið til Islendinga að vera komnir af víkingum, hvernig sem á því stendur. Það tengist vit- anlega ferðamennskunni að ein- hverju leyti. En það er varla einhlít skýring og þarf sennilega að finna frekari skýringar á því. Úr áli Standamir eru allir úr áli og því léttir og meðfærilegir. Aukahlutir Hægt er að fá fjölmarga aukahluti sem hægt er að raða á mismunandi vegu á súluna. Beggja vegna Hillur og rammar geta verið báðum megin sem eykur á notagildið. kr. 24.600 ♦ 24,5% vsk. ^ Fæst einnig tvöfalt kr. 16.900 + 24,5% vsk. Ljósið dreifist jafnt og perurnar sjást ekki í gegn ***** www.sarnskipti.is upplýsingar í síma 580 7820 S4*SKIPTí>S< prentlausnir fyrír skapandi fólk Sídumúli 4 Hverfisgata 33 HiX.*óéismáfi 4 Srniújuvegi I ,:580 7800 ,:580 7860 .-.580 7880 :580 7870 Menntun karla arðbœr- ari en menntun kvenna ífyrirlestri sem Lilja Mósesdóttir prófessor heldur í dag kemurfram að kynjajöfnuður í aðildarlöndum ESB hefur orðið minni en búist var við. Þrátt fyrir að konur séu meira menntaðar í dag en áður virðist það ekki hafa mikil áhrif á laun þeirra. Menntun kvenna er því ekki eins arðbær og menntun karla. Jafnvel þó konur vinni sem sérfræðingar og stjórnendur þá fá þær samt sem áður töluvert lægri laun en karlar. Þetta kemur fram í fyrirlestri Lilju Mósesdóttur, prófessors í Viðskiptaháskól- anum á Bifröst, í dag. Rannsókn- arstofa í kvenna og kynjafræðum stendur fyrir fyrirlestrinum sem hefst kl. 16.15' stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. í fyrirlestri sínum mun Lilja skýra frá meginniðurstöðu rannsóknarverkefnis WELLKNOW sem Evrópusambandið (ESB) styrkti. Lilja var verkefnastjóri verkefnisins síðastliðin þrjú ár. í verkefninu var tímabilið 1997-2002 skoðað og at- hugað hvort markmið ESB um að færa Evrópu í átt til þekkingarsamfé- lags þar sem jafnframt væri aukinn kynjajöfnuður hefði náðst. Niður- stöður rannsóknarinnar urðu þær að framgangur þekkingarsamfélags- ins virðist meiri heldur en kynjajöfn- uður innan ESB. „Við bjuggumst við að kynjajöfnuður yrði meiri því allar kannanir innan ESB sýna að ungar konur á vinnumarkaði eru meira menntaðar, sækja sér frekar símenntunar og fá meiri þjálfun en karlar. Það hefur því verið viðtekin skoðun að konur yrðu sigurvegarar í þessu þekkingarsamfélagi.“ Blaliö/Frikkl Lilja Mósesdóttir prófessor.„Konur eru aö færa sig upp úr verkamannastörfum þar sem er lítill launamunur og upp í sérfræðinga-og stjórnunarstörf þar sem launamunurinn er grfðarlegur." Kynjajöfnuður hefur minnkað ,Við mældum árangur aðildarlanda í að ná markmiðum ESB um þekking- arsamfélag sem í væri kynjajöfnuður. Jafnframt skoðuðum við hvað aðild- arlöndin hafa gert til að ná þessum markmiðum. Árangursleysið kom okkur á óvart. Staða kvenna batnar mjög lítið og í sumum löndum hefur kynjajöfnuður minnkað. Launamunur hefur til dæmis verið að aukast í Danmörku og fátækt kvenna hefur aukist í Finnlandi," segir Lilja og bætir við að menntun karla sé því arðbærari en kvenna. .Menntun kvenna skilar sér minna en menntun karla. Þegar konur fara í sérfræðinga- eða stjórnunarstörf lenda þær neðst í launaskalanum fyrir þess háttar störf. Launamunur- inn verður því mjög mikill og eftir því sem fleiri konur verða sérfræð- ingar því meira eykst launamun- urinn. Konur eru að færa sig upp úr verkamannastörfum þar sem er tiltölulega lítill launamunur og upp í sérfræðinga-og stjórnunarstörf þar sem launamunurinn er griðarlegur.“ Lægri laun þrátt fyrir sam- bærilega menntun Lilja talar um að þessi þróun sé að koma aftan að okkur og ef ekkert verði að gert munum við sjá minnk- andi jöfnuð karla og kvenna. „Það er tvennt sem hefur aðallega verið gert til að ná fram jafnrétti, annars vegar sértækar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna og hins vegar samþættingar- aðgerðir. „Sértæku aðgerðirnar snú- ast meðal annars um að fá konur til að læra þessar hefðbundnu „karla- greinar“ sem á að verða til þess að þær fái hærri laun. Staðreyndin er sú að þær fara svo út á vinnumark- aðinn en fá lægri laun en karlar með sambærilega menntun. Konum í tæknigreinum fjölgar en launa- munur kynjanna eykst að sama skapi.“ Önnur aðferðin er samþætt- ingaraðgerðir þar sem kynjasjónar- hornið er fléttað inn í alla stefnu- mótun. Lilja segir að þessi aðgerði hafi frekar verið í orði en á borði í flestum aðildarlöndum ESB. í hvert sinn sem stjórnvöld lækka skatta á að meta hvaða áhrif það hefur á konur annars vegar og karla hins vegar. Áhrif skattalækkunar- innar eiga að vera þau sömu á alla. Lilja talar um að þrátt fyrir að sam- þættingaraðgerðir hafi ekki alltaf gengið eftir hafi þær orðið til þess að jafnréttismál séu ekki lengur einskorðuð við eitt ráðuneyti, eins og til dæmis félagsmálaráðuneytið, sem sé jákvætt. „Vandamálið er að samþættingaraðgerðunum fylgir ekkert fjármagn og stjórnvöld víðsvegar um heim ætlast til að starfsmenn ráðuneytanna hafi sér- þekkingu og kunni að flétta inn kynjasjónarhorni." Hér skortir sektarákvæði „Ég held að við þurfum að endur- skoða löggjöfina um jafna stöðu karla og kvenna," segir Lilja þegar hún er innt eftir því hvað sé til ráða. „ Finnland og Svíþjóð endurskoð- uðu jafnréttislöggjöf sína nýlega og ákvæðið um jöfn laun karla og kvenna er orðið mun strangara. Þar er óbeint verið að þrýsta á fyrirtæki til að taka á þessum málum en fyr- irtæki eru skylduð til að gera jafn- réttisáætlanir þar sem fram kemur hver launamunur kynjanna sé og til hvaða aðgerða þau ætla að grípa. Ef þau gera þetta ekki þá er ákveðið sektarákvæði sem er ekki til í ís- lenskum lögum. 1 Danmörku er komið í veg fyrir launaleynd en hún er mjög algeng á einkamarkaði hér á landi. Jafnréttislögin í Danmörku tryggja að fólk geti ekki samið frá sér réttinn til að tala um laun sín. Síðan þarf að bæta samþættingar- aðferðina og setja fjármagn í jafn- réttisaðgerðir. Það þarf virkilega að breyta þessum viljayfirlýsingum í jafnréttismálum í virkilegar aðgerð- aráætlanir þar sem peningar og þekking liggja á bak við. Svo þarf að gera reglulegt mat á því hvort ein- hver árangur hafi orðið,“ segir Lilja að lokum. svanhvit@bladid. net 99............................ Sértæku aðgerðirnar snúast um að fá konur til að læra þessar hefðbundnu „karlagreinar" sem á að verða til þess að þær fái hærri laun. Staðreyndin er sú að þær fara svo út á vinnumarkaðinn en fá lægri laun en karlar með sambærilega menntun.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.