blaðið - 11.04.2006, Side 27

blaðið - 11.04.2006, Side 27
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR ll.'APRÍL 2G06 BÍLAR Nýr Audi TT vekur blendnar tilfinningar Þegar Audi TT var kynntur til sög- unnar haustið 1998 var frá upphafi augljóst að þar var sígildur bíll á ferðinni, hönnunin hafði mikil áhrif og gerði heilmikið fyrir Audi á hörðum markaði. Um helgina var loks kynnt endur- bætt útgáfa af TT, en þó margt sé búið að bæta í bílnum er ekki gefið Nýja útgáfan af Audi TT var kynnt við Brandenborgarhliðið t Berlín, en við hlið- ina var skúlptúr í yfirstærð. að aðdáendurnir séu allir jafn- hrifnir. Svipur bílsins er ekki jafn- afgerandi og áður og sumt virðist hafa verið sótt í smiðju keppinaut- anna hjá BMW. Nýja Audi-grillið er vitaskuld komið á sinn stað og spillir engan veginn fyrir, en útlit framljósanna hefur breyst talsvert og vinnur frekar gegn grunnformi bílsins, likt og segja má um skörp horn á húddinu, sem skarast á við hinar ávölu línur, sem gerði TT einstakan. Nýi Audi TT lítur út fyrir að vera lengri en sá gamli, sem er kannski ekki skrýtið í ljósi þess að hann er aðeins lengri, tæpum 14 cm lengri nánar tiltekið. Efniviður grindar og yfirbygginggar er blandaður, um 70% eru úr áli, en afgangur- inn úr stáli. Annað nýmæli er, að þegar billinn nær 120 km hraða á klukkustund rís vindskeið aftan af honurii, sem er vafalaust afskap- lega töff. TopGear enn á ferö á íslandi Óhætt er að segja að bílaþátturinn TopGear, sem sýndur er á Skjá 1, hafi blásið lífi í alla umfjöllun um bíla hér sem annars staðar þar sem þátturinn hefur verið sýndur, því hann er í senn fræðandi og skemmti- legur. I liðinni viku voru þáttagerð- armenn BBC við myndatökur fyrir TopGear hér á landi og má búast við árangrinum á skjánum eftir nokkrar vikur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem BBC tekur upp hér á landi en skemmst er að minnast heimsóknar þeirra Jer- emy Clarkson, aðalstjórnanda þátt- arins, og hjálparkokkanna Richard Hammond og James May síðastliðið vor þegar þeir tóku upp meginefni tveggja þátta um þrjá blæjusport- bíla hér á landi. Að þessu sinni var Richard Hammond bins vegar einn á ferð. Myndatökurnar fóru fram við Jökulsárlón og meðal annars kom við sögu vélknúinn kajak. Richard Hammond sagði við fulltrúa FÍB á staðnum, að þeir hefðu verið mjög heppnir með veður og birtu í mynda- tökunum að þessu sinni og alls ekki síður en i fyrravor. Hann ítrekaði hrifningu sína og félaga sinna á að- stæðum hér á landi til myndatöku fyrir þáttinn og öllu viðmóti og við- urgerningi hér á landi í tengslum við þessa vinnu þeirra. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FlB, og Richard Hammond frá TopGear við Jökulsárlón í síðustu viku. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaöió= KÓPAL Glitra Þekur betur Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Útsölustaðlr Mólnlngar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfiröi • Málningarbúöin Akranesi Byko Akranesl • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesl • Verslunin Hamrar, Grundarfiröl • Litabúöin Ólafsvlk Núpur byggingarvöruverslun, ísaflröi • Vilhelm Guöbjartsson, málarameistarl, Hvammstanga • Verslunln Eyrl, Sauöárkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, ólafsfiröl • Byko Reyóarfirði • Verslunin Vík, Neskaupstaö • Byko Selfossi Miöstööin Vestmannaeyjum • Byko Keflavlk • Rúnar Slg. Sigurjónsson, málarameistari, Grlndavlk máfning - það segir sig sjálft -

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.