blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 38
SSBWKíJk ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðið 38 I FÓLK, 4- SKAÐRÆÐIS- HYGGJA Smáborgarinn fagnaði úrskurði Hæsta- réttar í síðustu viku þar sem banni gegn sýnileika tóbaks í verslunum var aflétt. Smáborgaranum hefur alltaf fundist þessi reglugerð vera stórfurðuleg og aðeins vitn- isburður um freka forræðishyggju þeirra sem alltaf þykjast vita betur en við hin. Það er reyndar alveg makalaust hversu langt hún hefur stundum gengið þessi for- ræðishyggja og menn virðast svífast einsk- is til að ná tökum og stjórn á lífi annarra. Ritskoðun Aðeins eru nokkur ár sfðan komið var á fót ritskoðun hér á landi til að vernda almúg- ann gegn skaðsemi reykinga. Reyndar finnst Smáborgaranum merkilegt að sú reglusetning standi enn án meiriháttar mótmæla eða athugasemda af hálfu borg- ara þessa lands. Að mati Smáborgarans er þetta skýrt dæmi um það þegartilgangur- innhelgarekki meðalið. Hvar á stoppa þegar einu sinni er búið að gefa fordæmi fyrir slfku banni? Smá- borgaranum er spurn því hann veit eins og eflaust margir aðrir að um leið og stig- ið hefur verið skref f óheillvænlega átt er næsta skref alltaf auðveldara. Hryllingurinn Smáborgarinn hefur stundum lent í því að þurfa að horfa á Latabæ eftir fréttir á föstudagskvöldum. Þetta á víst að heita efni fyrir börn en Smáborgaranum er ekki skemmt. í raun horfir hann á þetta efni með hryllingi þvísá heimursem þarna birt- ist áhorfendum er allt annað en eftirsókn- arverður. íbúar bæjarins eru eins og hver önnur smábörn sem þvælast um og gera hver mistökin á fætur öðrum. Þegar allt virðist svo stefna í óefni kemur Lýðheilsu- álfurinn til bjargar. Smáborgarinn ímyndar sér að einhvern vegin svona. líti heimsmynd forræðis- hyggjumanna út. Þeir sjá sig sem ómiss- andi þátt í samfélagi vanhugsandi hálfvita sem aldrei vita hvað sé þeim fyrir bestu. Án þeirra væri Glanni Glæpureða eitthvert ígildi hans búið að ná undirtökum í samfé- laginu og stefna því í átt til glötunar. En getur verið að heimsmynd forræð- ishyggjumanna standi á brauðfótum? Að eftir allt saman séum við borgarar þessa lands fullfærir um ákveða hvað sé okkur fyrir bestu. Það getur jafnvel verið að í hugum almennings standi þeir sem vilja banna hitt og þetta mun nær Glanna Glæp en nokkurn tíma álfinum síhressa. HVAÐ FINNST ÞÉR? Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Er ástæða til þess að hafa áhyggjur af uppbyggingu norska flotans? „Ég fagna að norski flotinn eflist. Þetta eru stórhuga áform hjá Norðmönn- um og við framkvæmd þeirra mun öryggi aukast á Norður-Atlantshafi. Við getum ekki annað en notið góðs af því.“ Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins vakti athygli á mikilli uppbyggingu norska flotans í þinginu á dögun- um og sagði að framtíð öryggis- og varnarmála islendinga fælist í því sem gerist í Norðurhöfum. Blekking Listamaðurinn Julian Beever er Englendingur sem frægur er fyrir þrívíddarmyndir sínar á gangstéttum í Englandi, Frakk- landi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Belgíu. Hér gefur að líta nokkur þrívíddarverk hans. Þar sem neyðin er stærst koma Batman og Robin til bjargar. Listamaðurinn sjálfur og risastór kókflaska. j-— “inifei jfj j fz'. I _ l-l í* * j| iffj | ■ » • jf. ...f:. tV'v -' JÍf'sf 1ÉÍ^ * ffck I 1 11 ~ ® z «• - li 1£wHB|Í| Fólk reynir að forðast ímyndaða holuna eins og heitan eld. Fiðlan og flautan Gestir á tónleikum Ian Andersons, forsprakka Jethro Tull, í Laugar- dalshöll 23. maí lenda í enn meiri tónlistarveislu en til stóð upphaf- lega því nú hefur verið tilkynnt að bandaríski fiðluleikarinn Lucia Micarelli verði þar sérstakur gestur Andersons. Micarelli hefur af og til komið fram á tónleikum með Ian Ander- son og sömuleiðis á tónleikum Jet- hro Tull í Bandaríkjunum og í Evr- ópu, meðal annars í tónleikaferð um Bretland í febrúar og mars í ár. Hún vekur jafnan hrifningu áheyrenda og haft er á orðí að henni sé álíka lagið að skapa þeim gæsahúð með fiðlunni sinni og Anderson sjálfum með þverflautunni. Lucia Micarelli gaf út hljómdisk- inn Music from a farther room á árinu 2005 með klassískri tónlist af ýmsu tagi frá ýmsum tímum. Hún er aðeins 22 ára, ættuð frá Hawaii. Micarelli byrjaði snemma sinn feril og einungis sex ára gömul kom hún fyrst fram sem einleikari á fiðlu með sinfóníuhljómsveit í heima- borg sinni, Honululu. eftir Jim Unger Fyrst kaupirðu nýja kápu handa mér og nú býð- urðu mér í Ljónagarðinn. Hvað er hlaupið í þig? 6-22 O Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR... Sirkusstjórinn Helgi Steinar Hermannsson hlaut í lið- inni viku sýknu í málinu, sem Skjár 1 höfðaði gegn honum fyr- ir að hafa komið viðskiptahug- myndinni um Sirkus í hendur keppinautanna hjá 365 miðl- um. Raunar er sýknan fyrst og fremst byggð á því að síðan Helgi undirritaði ráðningarsamning sinn við íslenska sjónvarpsfélagið hafi eitt og annað gerst, þar á með- al sameining þess og Símans. Síminn sé hins vegar ekki aðili máls og eigi ekkert upp á dekk. Hitt er svo annað mál að dóm- urinn, sem kveðinn var upp af héraðsdómaranum Söndru Baldvinsdóttur 7. apríl, er birt- ur á netinu (www.domstolar.is) og er afar fróðlegur aflestrar um það hvernig viðskiptastríð gengur fyrir sig... Sem kunnugt er rataði um- ræðuvettvangurinn Mál- efnin (www.malefnin.com) í töluverð vandræði fyrir nokkr- um vikum, sem lyktaði með því að vefurinn var tekinn niður um hríð, uns Ásthildur Cesil Þórðardóttir reisti hann úr öskustónni á ný. Hann hefur þó ekki þótt ná fyrri hæðum enn, en um helg- ina varð það óhapp við öryggisafritun að allur síðasti mánuður hvarf út í ljósvakann og kemur víst aldrei aftur. Mörgum málverj- um mun gremjast það hvernig ritsmíðar þeirra hafa týnst si sona, en svo eru samsæriskenn- ingasmiðirnir vist líka vaknað- ir og bollaleggja hvaða innlegg í Málefnin hafi verið „Þeim“ svo á móti skapi... Meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur gætt vax- andi uggs, en mörgum þótti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fara nokkuð hægt af stað. Nú hafa þeir hins veg- ar kæst vegna frumkvæðis oddvitans í mál- efnum aldraðra og gagnrýni hans á flokksfélaga á þingi og i ríkisstjórn þykir líkleg til þess að hjálpa Villa. Rætt er um að nú þurfi aðeins einn lokahnykk til þess að íhaldið eigi öruggt forskot í öllum fjölskylduveisl- um um páskana. Því verður hins vegar vart trúað að Dagur B. Eggertsson og sveinar hans haldi sig öllu lengur til hlés og segja stjórnmálaspekúlantar ör- uggt að hann sprengi einhverja bombu fyrir páska... Boðað var í gær að Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, myndi kynna nýja fram- tíðarstefnu íslands í örygg- is- og varnarmálum á fundi í Háskóla Islands í gær. Eitthvað virðist fyrirsagnasmiðurinn hafa farið fram úr sér, því of- mælt er að þar hafi hulunni verið svipt af nýrri framtíðar- stefnu. Ólafur Hannibalsson, helmingur Þjóðarhreyfingar- innar, var einn fyrirspyrjenda á fundinum og gat þess að sér þætti ræða hans minni tíðindi, en hann hefði búist við. Hall- dór spurði að bragði: „Hvaða tíðindi vildurðu heyra?“ og uppskar hlátur fyrir...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.