blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 22
22 I FJÖLSKYLDAN ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 Ma6ið Ekkert að krökkunum, heldur kerfínu Hafsteinn Karlsson segir áherslurnar í skólakerfinu rangar og námsefnið alltof einhœft. Meðþví að leggja óviðráðan- leg verkefni fyrir nemendur sé verið að brjóta þá niður og ekki skrýtið að margir þeirra þjáist afstreitu og vanlíðan. ,Eru strákar í basli en stelpur í góðum málum?" var yfirskrift fyr- irlesturs Hafsteins Karlssonar sem haldinn var á dögunum. Þar ræddi hann um áherslur í skólastarfinu, sem hann segir vera rangar og ein- blína um of á bóklegt nám, og leiðir til úrbóta þar á. Þá ræddi hann um ólíka stöðu stráka og stelpna innan skólakerfisins og leitaði svara við því hvers vegna strákum gengi almennt verr en stelpum í námi. Hafsteinn er skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi og hefur unnið nokkuð að þessum málefnum og meðal annars skrifaði hann Jafnréttishandbókina sem er handbók fyrir starfsfólk skóla. Hafsteinn segir að í fyrirlestri sínum hafi hann gengið út frá því sem þegar er vitað um muninn á kynjunum í skólum. „Við vitum að strákar fá lægri einkunnir, það eru fleiri strákar í sérkennslu og með greiningar og þeim líður verr en stelpum í skólanum," segir Haf- steinn. „Það sem ég reyndi hins vegar að gera var að líta á einstakling- ana frekar en heildina. Það er alltaf verið að tala um meðaltöl en í seinni tíð hef ég farið meira út í að horfa á einstaklingana sjálfa. Sér í lagi þá einstaklinga sem eru að draga með- altölin niður og ég hef reynt að kom- ast að því hvers vegna þeim leiðist námið og ráða ekki við það,“ segir Hafsteinn. „Við gerð fyrirlestursins leitaði ég mikið í bækling frá Vinnueftirlitinu sem nefnist Vellíðan í vinnunni. Þar segir m.a. að einhæf vinna leiði til streitu. Má þá ekki telja líklegt að nemendur í 7. bekk sem hafa verið í sjö ár í einhæfri vinnu séu haldnir streitu, vanlíðan og jafnvel kulnun? Þegar maður skoðar þetta svona sér maður að það eru fjölmargir nem- endur á unglingastigi sem þjást ein- faldlega af kulnun og mikilli streitu vegna þess að þeir hafa alltaf verið í vinnu sem þeir ráða illa við og þeim finnst leiðinleg," segir Hafsteinn. Stelpur standa sig betur en hafa verri sjálfsmynd Hafsteinn segir að þrátt fyrir að strákum gangi verr en stelpum í skóla hafi þeir alls ekki minni trú á sér en þær. „Það er mjög sérkenni- legt að strákar hafa betri sjálfsmynd en stelpur og einfaldlega meiri trú á sjálfum sér, þrátt fyrir að þeir standi sig verr. Þó að stráki gangi illa í skóla er alls ekkert víst að sjálfsmynd hans sé eitthvað slæm. Hann er kannski bara að standa sig mjög vel í því að vera óþekkur og er bara ánægður með það,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann hitti stundum fullorðna karlmenn sem eigi ekki góðar minn- BMMMM 1, Aö mínu mati er hægt aö byggja alla einstaklinga upp á hverjum einasta degi og það eigum við að vera að gera," segir Hafsteinn. ingar úr skóla og greinilegt sé á tali þeirra að skólinn hafi haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. „Það eru mun fleiri stelpur en strákar sem standa sig í bóknám- inu. Það eru færri stelpur sem eiga við hegðunar- og námsörðugleika að stríða og miklu færri stelpur í sérkennslu. Það er eins og þær sætti sig bara betur við ríkjandi ástand og láti sig hafa þetta. Stundum kemur þó fram að stelpur þjást af meiri van- líðan og depurð en það birtist minna. Það er kannski eitthvað kynbundið hvernig fólk bregst við aðstæðum og það er eins og strákarnir rísi frekar upp,“ segir Hafsteinn en bætir við að það sé erfiðara fyrir stelpur að LIFSINS ð Hf ILBRIpÐUM LIFSSTIL standa sig illa í skóla en stráka. „Það er eins og það sé litið niður á stelpu sem lætur illa og á við hegðunarörð- ugleika að stríða. Það er litið öðru- vísi á hana en strák sem hegðar sér á sama hátt. Það er allt í lagi að vera strákur sem er óþekkur og kannski sendur heim úr skólanum. En að vera stelpa í sömu stöðu er miklu erf- iðara," segir Hafsteinn. Hann segir þó fráleitt að beina spjótunum alltaf að krökkunum. „Það er verið að tala um að krakk- arnir séu eitthvað að klikka. Fólk spyr hvernig standi á því að strákar komi verr út úr prófum og PISA- könnunum og fer þá að bera saman stráka og stelpur sem hópa. En málið er bara að það er kerfið sem er vitlaust og hentar ekki öllum. Það er ekkert að krökkkunum, heldur kerfinu.“ Námið erofeinhæft Hafsteinn segir sína skoðun vera að bóknám sé óeðlilega stór hluti af skólastarfinu. „Ég hef verið að skoða starfið í skólanum og þá kemur í ljós að bóknám er u.þ.b. 70% af náminu en íþróttir, listir og verknám 30%. Bóknámið eykst svo á kostnað þess síðarnefnda eftir því sem krakk- arnir verða eldri. Mín skoðun er sú að þetta er of einhæft starf og vinna nemendanna er of einhæf. Þar fyrir utan hafa nemendurnir ekkert val um hvort þeir eru í þessari vinnu eða ekki og hafa ekkert um starf sitt að segja. Það er lítill sveigjanleiki og þá auðvitað fer einhverjum að leið- ast,“ segir Hafsteinn. „Ef ég spyr krakka á unglingsaldri hvernig þeim líki að vera í skólanum segja þau mörg að þeim finnist frekar leiðinlegt. En þegar þau hafi byrjað í skóla hafi verið æðislega skemmtilegt. Allir krakkar hlakka til að byrja í skóla en sumir verða fyrir vonbrigðum mjög fljótlega vegna þess að þeir eru að fá í hend- urnar verkefni sem þeir ráða ekki við. Ég heyri það alveg á krökkunum að þau vilja meiri fjölbreytni. Samt er tilhneigingin hjá okkur alltaf að auka bóknámið. Þegar farið er að nálgast samræmdu prófin er allt bóknámið keyrt inn vegna þess að prófin sem gilda sem aðgöngumiði í framhaldsskóla eru öll bókleg. Þá verða auðvitað allir að standa sig vegna þess að það er svo mikill fjöldi í hverjum árgangi að það er slegist um að komast að í framhalds- skólum. Það er alveg skelfilegt að fyrirbæri eins og samræmdu prófin og inntökuskilyrði í framhaldsskóla séu farin að stýra alveg skólastarf- inu og knýja það til að auka áherslur á bóknámið,“ segir Hafsteinn. Hann segir að vel megi minnka vægi bóknámsins og gera það áhugaverðara. „Fyrir samræmt próf í íslensku í 10. bekk eru málfræði og stafsetning 50% á meðan bókmenntir og ritun, hinir skapandi þættir námsgrein- arinnar, eru 50%. Það er legið yfir þessum leiðinlegu þáttum íslensk- unnar. Það er verið að leggja áherslu á og eyða tíma í hluti sem eru algjör- lega tilgangslausir fyrir mörgum krökkum. Eg er sjálfur með háskóla- próf í íslensku og það er kannski fínt fyrir mig að vita um germynd, hætti, setningagreiningu og hvort að sögn er persónuleg eða ópersónuleg. En það er ástæðulaust að vera að troða þessu upp á alla krakkana því fæst eiga þau eftir að nýta sér þetta. Ég spyr bara þurfa allir að kunna þetta? Það ætti miklu heldur að leggja meiri áherslu á að þjálfa notkun málsins - að skrifa og tala.“ Allir eiga að geta verið ánægðir Hafsteinn telur enga ástæðu til að óttast að grunnskólarnir skili af sér slakari nemendum verði vægi iþrótta- og listgreina aukið á kostnað bóknámsins og fjölbreytni aukin. „Við hljótum að vilja leggja fyrir krakkana gagnleg verkefni sem eru hæfilega ögrandi en viðráðanleg í stað þess að leggja fyrir þau verk- efni sem þau ráða ekki við og gefast upp á. Þannig fáum við miklu betri einstaklinga út úr skólakerfinu en núna. Ég held að við hljótum að geta skoðað námsgreinarnar og ákveðið að það sé einhver kjarni sem allir þurfi að kunna en um annað megi vera val,“ segir Hafsteinn. „Eins og staðan er í dag er verið að kenna öllum það sama og margir eru á hverjum degi að glíma við verk- efni sem þeir ráða ekki við. Krakkar leggja af stað í vinnuna sína að morgni vitandi að þeir muni ekki geta gert það sem ætlast er til, verk- efnin sem þeim er ætlað að leysa séu svo þung að þeir ráði ekki við þau. Þannig er náttúrulega bara verið að brjóta niður einstaklinga. Að mínu mati er hægt að byggja alla einstak- linga upp á hverjum einasta degi og það eigum við að vera að gera,“ segir Hafsteinn. Hann telur vel raunhæft að allir nemendur geti verið ánægðir í skól- anum. „Ef við lítum á skólann sem vinnustað og miðum við okkur sjálf þá viljum við fá að ráða einhverju um okkar vinnu, við viljum að hún sé fjölbreytt og að andinn sé góður. Ég held að þetta sé nákvæmlega eins með krakkana. Skólastarfið þarf að vera fjölbreytt og það þarf að vera meira val og sveigjanleiki. Það þurfa ekki allir að fara í gegnum sama kerfið." bjorn@bladid.net „ Allir krakkar hlakka til að byrja í skóla en sumir verða fyrir vonbrigðum fljótt vegna þess að þeir eru að fá 1 hendurnar verkefni sem þeir ráða ekki viðsegir Hafsteinn. v j

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.