blaðið - 11.04.2006, Page 18
'
18 I TÍSKA
.........
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðiö
------------------------------------------------------------------------------------------------------;----
Töfi og vel snyrt um páskana
Páskafríið er handan við hornið
og hvort sem fólk fer úr bænum
eða slappar af heima, er boðið
í stórar fermingarveislur eða
minni boð vilja allir líta sem
best út. Vorið er á næsta leiti og
margir vilja fá sér fatnað í nýju
sumarlitunum og dömurnar vilja
jafnvel fá sér nýtt naglalakk eða
andlitsfarða í stíl. Þegar búið er
að snyrta sig og lakka neglurnar
er punkturinn yfir i-ið að setja
á sig gott ilmvatn, t.d. léttan og
ferskan sumarilm.
Sólin er farin að hækka á lofti og
hvort sem fólk er að spóka sig úti
eða er í bíltúr er alveg nauðsyn-
legt að hafa sólgleraugu. Margir
eru farnir að leita að gömlu sól-
gleraugunum en hvort sem þau
finnast eða ekki getur verið góð
hugmynd að fá sér ný sólgleraugu
og fagna vorinu með nýtt útlit.
Velsnyrtar neglur
Naglalökkin frá Beyu eru sumarleg og sæt og greinilegt að Ijósir litir verða allsráðandi
I sumar.
Ljúfur
og léttur
ilmur
Nýi ilmurinn frá Jennifer Lopez
heitir Love at first Glow og er
léttur og ferskur. Ilmurinn er
kvenlegur og kemur I fallegum
umbúðum.
Nýtt sólarpúður í
Terracotta línu Guerlain
Sumargjöf dömunnar í ár.
Nú er komið á markað nýtt sólar-
púður frá Guerlain. Púðrið ber heitið
Terracotta Sheer bronzing powder
og kemur í tveimur litatónum, fyrir
ljósa og dekkri húð. Terracotta sólar-
púðrið hentar öllum húðgerðum og
dregur fram ljóma hjá öllum.
Púðrið inniheldur mismunandi
liti sem blandast saman í burstanum
og gerir það að verkum að húðin fær
á sig fallega og perlukennda áferð.
Tónarnir eru hannaðir sérstaklega
með það fyrir augum að húðin verði
sem náttúrulegust og því þarf engin
að vera hrædd um að fá á sig þunga
og áberandi grímu. Með púðrinu er
hægt að fá nýjasta burstann í Terrac-
otta línunni, en hann er sérstaklega
góður í púður af þessari gerð og
passar í flest öll veski. Hér er komin
tilvalin sumargjöf fyrir dömuna
- fallegt sólarpúður og bursti í stíl!
ÚR&GULL
Flröl • Miftbeo Hafnarfjarftar • Sfmi: 565 4666
KENNETH
Verð
kr. 9.950
Wi
Verð
Kr. 12.000
I
Verð
kr. 14.500
BlaOiö/Frikki
Efst má sjá gleraugu frá Police sem
kosta 17.300. í miðið eru gleraugu
frá Prada sem kosta 22.300 og
neðst eru þá gleraugu frá Dolce
og Gabbana sem kosta 26.500.
Smart sólgler-
augu fyrir
sumarið
Stór sólgleraugu eiga eftir að vera
áberandi í sumar að mati Ágústu
Pálsdóttur verslunarstjóra hjá Opt-
ical Studio sól. „Sólgleraugu eru
stór hluti af útliti fólks og fyrir karl-
menn eru þau einn af fáum fylgi-
hlutum sem þeir geta notað. Fyrir
suma eru sólgleraugun hluti af per-
sónuleikanum og margir nota þau
einnig innandyra.“
Ágústa segir marga vilja brey ta til
á hverju sumri og fá sér ný sólgler-
augu. „Sólin getur verið mjög óþægi-
leg hérna á íslandi og margir kann-
ast við það vandamál að keyra í sól á
vorin eða haustin þegar sólin er lágt
á lofti og blindar sýn. Þá má ekki
gleyma því að gleraugun vernda
augun og það má því segja að þau
séu tíska með tilgang." í Optical
Studio sól er hægt að fá sólgleraugu
í öllum verðflokkum allt frá þúsund
krónum og upp úr en verð gleraugn-
anna og gæði haldast í hendur.