blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 24
24 I HEILSA
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðiö
Brosað upp á nýtt
Undanfarin ár hefurþaðfœrst í vöxt að fullorðið fólkfari í tannréttingar.
Margir íslendingar muna eftir
þeirri áþján frá unglingsárum
sínum að hafa þurft á tannrétt-
ingarmeðferð að halda, hvort
sem var til að bæta útlitið eða
bjarga tannheilsunni. Stór beisli,
spangir eða undarlegur gómur
höfðu þannig óskemmtileg áhrif
á sjálfsmynd í mótun, enda lítill
töffaraskapur í því að hafa „teina“
á tönnunum.
Sumir spyrntu við því og neituðu
að fara í meðferðina með þeim
afleiðingum að á fullorðinsárum
stendur fólk frammi fyrir því
að þurfa, eða vilja loksins, fara í
tannréttingar.
En hvernig er það, hefur það auk-
ist að fullorðnir „fái sér spangir“?
Blaðamaður forvitnaðist um málið
hjá Árna Þórðarsyni, tannlækni og
tannréttingarsérfræðingi á tann-
læknastofunni Ortis í Faxafeni.
„Já, undanfarin ár hafa orðið
miklar framfarir á nokkrum sviðum
tannlækninga. Þessar framfarir
og aukin útlitsvitund þjóðarinnar
hefur haft í för með sér talsverða
aukningu á fjölda fullorðinna sem
sækjast eftir tannréttingarmeðferð
þannig að þessu má svara játandi,“
segir Árni og heldur áfram.
„Hvað framfarir varðar ber helst
að nefna tilkomu titaniumplatna
sem hægt er að nota sem akker-
isfesti fyrir tannfærslu sem áður
hefði verið óframkvæmanleg, en
þessar ígræðslur má einnig nota til
að byggja upp tennur í tannlausum
bilum. I öðru lagi hafa orðið stór-
kostlegar framfarir í gerð postulíns-
króna sem eru orðnar svo fallegar
að það sést varla munur á þeim
og eigin tönnum. Síðan má nefna
miklar framfarir og mikilvægar
nýjungar í kjálkaskurðlækningum.
Kjálkafærsluaðgerðir eru í dag bæði
öruggari og markvissari en áður og
þannig má rétta bæði „skúffur" og
yfirbit með góðum árangri. Síðast
en ekki síst eru tannspangir mun
nettari í dag en þær voru áður fyrr
og fyrir þá allra kröfuhörðustu er
hægt að rétta tennur með spöngum
sem settar eru innan á tennurnar og
sjást því alls ekki. Sú leið hentar þó
ekki nema í vissum tilvikum og er
talsvert dýrari.
“Ósýnilegar spangir” eða lítt áber-
andi, tannlitaðar spangir, hafa líka
opnað leið fyrir þá sem ekki geta
eða vilja, t.d. starfs síns vegna, farið
í tannréttingar þótt nauðsyn beri til.
Þannig má segja að nýjungar á sviði
tannréttinga hafa þannig opnað
áður óþekkta möguleika til að leysa,
oft á einfaldan hátt, vandamál sem
áður voru ill- eða óleysanleg. Sam-
vinna sérgreina, svo sem krónu- og
brúarsmíði, kjálkaskurðlækninga,
tannholdslækninga og tannréttinga,
getur einnig leitt til þess að einstak-
lingur sem ekki hefur brosað al-
mennilega svo árum skiptir, breytir
algerlega um persónuleika."
Misjafnar ástæður að baki
Hvað er það sem fullorðið fólk
lœtur helst aftra sérfrá því aðfara í
tannréttingar?
„Það er annarsvegar kostnaður og
hinsvegar tilhugsunin um að þurfa
að hafa spangir á tönnunum í eitt,
tvö eða jafnvel þrjú ár.“
Hversu kostnaðarsöm getur svona
meðferð verið og kemur Trygginga-
stofnun að greiðslum í einhverjum
tilfellum?
„Kostnaður við tannréttingar full-
orðinna er afar misjafn eftir því
hversu flókin og umfangsmikil með-
ferðin er. Algengur kostnaður við
hefðbundna tveggja til þriggja ára
meðferð er á bilinu 5-700 þúsund og
Tryggingastofnun kemur aðeins að
greiðslum vegna tannréttinga full-
orðinna þegar þörf er á kjálkafærslu-
aðgerð samfara réttingu.“
Hverjar eru algengustu
meðferðirnar?
„Fullorðnum má gjarna skipta í
tvo hópa: Þá sem hefðu átt að fara
í tannréttingu á unglingsárum en
gerðu ekki af einhverjum ástæðum,
og hina sem þurfa að fara í tannrétt-
ingar vegna þess að eitthvað hefur
gerst á fullorðinsárum sem kallar
á meðferð. Þar er t.d. mjög algengt
að tönn eða tennur hafa tapast og
aðlægar tennur síðan gengið til og
skekkst, eða bit dýpkað á framtanna-
svæði með tilheyrandi gliðnun efri
framtanna og auknu framstæði.
Tannholdssjúkdómar, sem gjarnan
koma á fullorðinsárum, geta valdið
tannlosi og tannreki. Á fullorðins-
árum geta líka skapast ávanar sem
ar nu en aður.
ekki voru til staðar á yngri árum;
til dæmis tanngnístur sem gjarnan
er stresstengt og getur leitt til þess
að tennurnar slitna. Þá geta krónur
framtanna minnkað það mikið að af
hljótast mikil útlitslýti. í slíkum til-
vikum er oft þörf á tannréttingu til
að skapa pláss fyrir krónur á þessar
tennur,“ segir Árni.
Kvillar hverfa
Hvað tekur meðferð langan tíma?
„Einföld rétting, t.d. til að leiðrétta
þrengsli á framtannasvæði neðri
góms, eða til að opna lítillega bil
fyrir „implant", getur tekið frá 6
mánuðum upp í eitt til eitt og hálft
ár. Flóknari réttingar taka venjulega
2-3 ár.“
Hverjir eru kostirþess aðfara í tann-
réttingar, fyrir utan útlitsbreytingu?
„Jákvæð útlitsbreyting er að
sjálfsögðu mikilvæg. En hitt er
þó kannski mikilvægara að þegar
tennur hafa tapast, aðlægar tennur
hallast eða snúist og bit dýpkað svo
mikið að viðkomandi bítur t.d upp
í góminn að innanverðu með neðri
tönnum, er tannrétting alger for-
senda þess að hægt sé að leysa vanda-
mál þess sem í hlut á. Tannsmíði
og uppbyggingar duga ekki einar
sér. Því eru aðrir mikilvægir kostir
við tannréttingar fullorðinna sem
oft læknar fólk af kjálkaliðsvanda-
málum, höfuðverk og fleiri kvillum
sem geta fylgt röngu biti,“ segir Árni
Þórðarson, tannlæknir, að lokum.
margret@bladid. net
Hvað eru lýti?
Reglugerð um niðurgreiðslur á lýtaaðgerðum virka ekki sem skyldi.
Fyrir um fimmtán árum síðan alvarlegum útlitsgöllum, t.d.
voru fáir sem hugsuðu um eftir slys.
brjóstastækkanir eða andlits-
lyftingar þegar lýtaaðgerðir bar í dag er öldin önnur. Venjulegt fólk
á góma. Flestir tengdu svona fer undir hnífinn í þeim tilgangi að
aðgerðir við börn sem höfðu öðlast fallegra útlit, en ekki endilega
útstæð eyru eða lagfæringar á til að laga eitthvað sem er svo mikið
Fyrsta fíokks
íslenskur harðfiskur
c>
GULLFISKUR
H O L L U STA í H V B R J U M B ITA
FÆST í BÓNUS
frávik að það breytir því hvernig
fólkinu tekst að lifa og starfa í sam-
félagi við aðra menn. í júní 2001
var reglugerð frá árinu 1991 felld úr
gildi, en hún varðaði niðurgreiðslur
á lýtaaðgerðum. Ný reglugerði var
sett í staðinn. Framkvæmdastjóri
hjá Tryggingastofnun segir að reglu-
gerðin þyki ófullkomin og erfið við-
ureignar, sérstaklega þar sem mat á
svona aðgerðum getur oft á tíðum
verið huglægt. Það sem einni mann-
eskju þykir í lagi þykir annarri lýti.
Var gömlu reglugerðinni breytt í
kjölfar þess að viðhorf gagnvart út-
litsbreytandi aðgerðum hafa breyst í
þjóðfélaginu?
„Ég get því miður ekki svarað þess-
ari spurningu. Ákvörðunin var tekin
hjá Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytinu sem semur allar reglugerðir
er þetta varða, en þar hafði fólk eitt-
hvað fy rir sér í þessu sem ég veit ekki
hvað er,“ segir Kristján Guðjónsson
framkvæmdastjóri sjúkratrygginga-
sviðs hjá Tryggingastofnun.
„Reglugerðin frá 1991 fannst okkur
á allan hátt bæði þægilegri fyrir
fólkið ogþægilegri að vinna með, en
þessi sem er notuð í dag er virkilega
erfið í framkvæmd. Með gömlu reglu-
gerðinni fylgdu vinnureglur sem
t.d. skilgreindu aðgerðir sem annað-
hvort fegrunar eða lýtaaðgerðir og
ef einhver vafi lék á þessu þá fór það
fyrir sérstaka nefnd um þessi mál en
í henni voru.m.a. starfandi læknar.
Nefndin fór eftir ákveðnum leiðum
til að skera úr um hvort útlitsgalla
einstaklingsins bæri að flokka sem
lýti. Til dæmis voru notaðar myndir
og mælingar og í sumum tilfellum
var fengið vottorð frá geðlæknum
sem skar úr um hvort útlitsgallinn
væri að hamla viðkomandi einstak-
lingi í daglegu lífi og starfi. Þetta fyr-
irkomulag virkaði mjög vel.“
Fyrir nokkrum árum var ekki algengt að fólk legðist undir hnífinn ótilneytt til þess að
breyta útliti sínu, en viðhorf til slíkra aðgerða hafa breyst mikið undanfarin ár.
Annað brjóstið vex en hitt ekki
I gömlu reglugerðinni voru sumir
hlutir skýrari en í þessari nýju. Til
dæmis var ekki flókið mál að ákveða
hvort barn með útstæð eyru hefði
rétt á niðurgreiðslu eða ekki.
„Hvað varðar útstæð eyru barna,
þá var skýrt ákvæði í þeirri gömlu
sem sagði að börn undir sextán ára
hefðu rétt á endurgreiðslum frá TR,
væri þessi útlitsgalli að hamla þeim
en það ákvæði var fellt úr gildi í nýju
reglugerðinni. Það sama má segja
um lafandi augnlok, en ef slíkt var
farið að byrgja mönnum sýn þá var
hluti af kostnaði greiddur - ef ekki
þurfti fólk að greiða kostnaðinn að
fullu sjálft. í dag kveður reglugerðin
á um að Tryggingastofnun eigi ekki
að taka þátt í slíkum aðgerðum,
hvort sem þetta hamlar fólki eða
ekki.
Satt best að segja hefur þessi
nýja reglugerð reynst okkur afar
torveld í framkvæmd. Samkvæmt
henni eigum við að niðurgreiða það
sem telst meiriháttar útlitsgalli, en
þegar enginn er til að meta hvað
telst meiriháttar útlitsgalli og hvað
ekki getur verið erfitt að finna út úr
þessum hlutum. Hvað á til dæmis að
gera í tilfellum ungra stúlkna þegar
annað brjóstið þroskast eðlilega en
hitt ekki? Hér áður var tekið tillit
til slíkra undantekninga. Reyndar
veit ég um tvö dæmi þess að ákvæði
í reglugerðinni hafi verið kærð og
það er einmitt kostur sem vert er að
benda á. Þetta var í tilfellum tveggja
kvenna sem höfðu báðar mikinn
hárvöxt í andliti sem ekki var hægt
að fjarlægja svo vel væri nema með
leiseraðgerð. 1 nýju reglugerðinni
stendur að Tryggingastofnun nið-
urgreiði ekki slíkar aðgerðir en
konurnar kærðu þetta til úrskurð-
arnefndar um almannatryggingar
og niðurstaðan var konunum í vil.
Semsagt þvert á reglugerðina. Með
þessu ætti að sannast að reglugerðin
virkar ekki eins og hún ætti að gera,“
segir Kristján að lokum.
Reglugerðirnar má bera sarnan á vef-
síðunni www.reglugerd.is
margret@b\adid.is