blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 4
Fœrð þú «itt af 200
eggjum sem innihalda miða
fyrir tvo á Hafið biáa?
Fjölskyldusýning sem
slegið hefur I gegn
í Austurbæ
Vikulegar siglingar
til Evrópu
ATLAIMTSSKIP
-FLYTJA VÖRUR-
5KOÐAÐU
HEIMINN
BORGARTÚNI 29 1105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662
4 I miVLENDAR frétt:
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðiö
Halldór ekki bjartsýnn á
samninga við Bandaríkin
Telur ekki útilokað að varnarsamningnum verði sagt upp en telur
útilokað að horfa til Evrópu eins og sakir standa.
591 3000
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra, segir nauðsynlegt er að fá nið-
urstöðu úr varnarviðræðunum milli
fslendinga og Bandaríkjamanna áður
en lengra er haldið gagnvart Atlants-
hafsbandalaginu (NATO). Þetta kom
fram í ræðu hans á fundi í Háskóla
íslands f gær, þar sem hann gerði
grein fyrir framtíðarstefnu fslands
í öryggis- og varnarmálum. Forsæt-
isráðherra sagði varnarsamninginn
við Bandaríkin vera framlag hins
herlausa íslands til NATO og skýr
svör verði að koma fram af hálfu
Bandaríkjamanna með hvaða hætti
þeir telji unnt að sinna fullnægjandi
loftvörnum landsins.
„Næstu vikur munu því skera úr um
það hvernig Bandaríkjastjórn hyggst
standa að vörnum landsins og hvort
að þeir geti aðstoðað okkur við að upp-
fylla skuldbindingar okkar gagnvart
Atlantshafsbandalaginu, og hvort
fyrirætlanir þeirra séu nægilegar að
þessu leyti,“ sagði Halldór og vísaði
því algjörlega á bug að stefnuleysi ein-
kenni varnarmál þjóðarinnar.
Ekki bjartsýnn á samninga
Halldór kvaðst játa að hann væri ekki
bjartsýnn á framhald viðræðna við
Bandaríkjamenn, þó svo hann vildi
ekki vera svartsýnn heldur. Sagði
hann að hann teldi sig fremur vera
raunsæjan. „Það er hins vegar alveg
ljóst að við fslendingar verðum sjálfir
að axla þá ábyrgð sem fylgir því að
vera sjálfstæð þjóð og axla þá ábyrgð
Halldór Ásgrímsson í ræðustóli í hátíðarsal Háskóla fslands í gær.
BlaoiÖ/Frikki
sem fylgir því að byggja upp varnir
og öryggi okkar.“
Kvað forsætisráðherra ekki unnt
að neita því, að ekki ríkti lengur sama
trúnaðarsamband og traust mílli
fslands og Bandaríkjanna og áður
vegna þess hvernig brottför varnar-
liðsins hefði komið til. Vildi hann
ekki útiloka að varnarsamningnum
yrði sagt upp.
Blaðið spurði Halldór hvort rétt
væri að Bandaríkjamenn hefðu
boðið f slendingum að hér yrði áfram
haldið úti orrustuþotum og þyrlum
í samningaviðræðum, sem upp úr
slitnaði síðastliðið haust. Kvaðst
hann ekki kannast við slíkt tilboð,
en staðfesti á hinn bóginn að íslend-
ingar hefðu slitið þeim viðræðum
vegna hugmynda Bandaríkjamanna
um kostnaðarþátttöku íslendinga
við varnir landsins.
Evrópa ekki í myndinni í bili
Halldór vék að umræðu um aukna
samvinnu við ríki Evrópu á varnar-
sviðinu. Sagði hann að á vettvangi
Evrópusambandsins væru vissulega
ýmsar samþykktir um aukið varna-
samstarf ríkja þess. Það mætti því
ekki útiloka að í framtíðinni kynnu
íslendingar að vilja horfa til þess,
enda teldi hann augljóst að brotthvarf
bandarísks herafla frá íslandi myndi
treysta böndin við Evrópuríkin um
leið og tengslin við Bandaríkin yrðu
veikari.
Eins og staðan væri nú, taldi Hall-
dór hins vegar útilokað að horfa
til Evrópu að því leyti. íslendingar
myndu sinna varnarmálum sínum
innan NATO og með tvíhliða samn-
ingi við Bandaríkin meðan hann væri
enn í gildi.
Halldór sagði fslendinga þurfa að
efla þátttöku, bæði í Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu og einnig á vett-
vangi Atlantshafsbandalagsins. Starf-
semi Atlantshafsbandalagsins sagði
hann áfram verða kjarnann í varna-
°g öryggismálum þjóðarinnar og
svo yrði um ókomna tíð. Hann sagði
einnig að stórefla þyrfti samvinnu
á öllu Norður-Atlantshafinu á sviði
björgunarmála og efla samstarfið við
nágrannaríkin áþví sviði.
Auglýsingar
blaðiðu