blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR ll.APRÍL 2006 blaöið Hugþrautin Hugþrautin er vikulegur liður á íþróttasíðu Blaðsins. Tveir menn úr íþróttaheiminum mœtast í spurningaeinvígi og tengjast allar spurningarnar íþróttum á einn eða annan hátt. Reglurnar eru einfaldar: keppend- urnir fá sömu 16 spurningarnar og sá sem hefurfleiri rétt svör heldur áfram en sá sem taparfœr að velja næsta andstæðing sigurvegarans. Tak- ist einhverjum að sigra fimm keppnir í röð verður hann krýndur Hugþrautarmeistari og fær að launum veglegan verðlaunagrip. Ásgrímur Albertsson Leikmaður HK í knattspyrnu Patrekur Jóhannesson Leikmaður Stjörnunnar í handknattleik 1. Frá hvaða borg kemur ítalska knattspyrnuiiðið Lazio? P: Róm Á: Róm 2. Hvaða þekkti íþróttamaður lék í kvikmyndunum Kazaam, Steelog BlueChips? P: Jordan Á: Shaquille O'Neill 3. Hvaða þjóð er þrefaldur Ólympíumeistari í handknatt- ieik kvenna? P: Danmörk Á: Noregur 4. f hvaða íþróttagrein vann Skotinn Stephen Hendry sjö heimsmeistaratitla á 10. ára- tugnum? P: Snóker Á: Snóker 5. Hvaða grunnskóli sigraði keppnina Skólahreysti 2006, sem fram fór á dögunum? P: Ég veit það ekki Á: Salaskóli 6. Hvaða boxarar börðust í hinum heimsfræga„Rumble in the Jungle" bardaga sem háður var í Afríkuríkinu Zaire árið 1974? P: Hef ekki hugmynd Á: Muhammad Ali og George Foreman 7. Hvers lenskur er Formúluöku- maðurinn Jacques Villen- euve? P: Kanadískur Á:Franskur 8. Hver er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu? P: Ásthildur Helgadóttir Á: Ásthildur Helgadóttir 9. Hvará landinu starfar íþrótta- félagið Hvöt? P: Blönduósi Á: Blönduósi 10. Hver er þjálfari spænska handknattleiksliðsins Ciudad Real, sem Ólafur Stefánsson leikurmeð? P: Talant Dujshebaev Á: Dujshebaev 11. Hvaðnefnistverðlaunagrip- urinn sem hlýst fyrir sigur í (slandsglímunni? P: Grettisbeltið Á: Grettisbeltið 12. Hvaða tveir fslendingar leika LENGJAN LEIKIR DACSINS Spilaðu á naesta sölustað eða á lengjan.is Leoben - Kapfenberg 1,60 2,95 3,50 París SG - Lille 1,85 2,75 2,90 Pasching - Rapid Vín 1,85 2,75 2,90 Exc. Mouscron - Charleroi 2,00 2,70 2,65 Frankfurt - Bielefeld 1,85 2,75 2,90 Colchester - Hartlepool 1,50 3,00 4,00 Swansea - Swindon 1,40 3,20 4,50 Walsall - Bournemouth 2,00 2,70 2,65 Rochdale - Carlisle 2,90 2,75 1,85 Udinese - Inter 3,35 2,90 1,65 Lyon - Marseille 1,40 3,20 4,50 Linfield - Drogheda 1,70 2,85 3,25 með enska 1. deildarliðinu Reading? P: Brynjar Björn Gunnarsson og ívar Ingimars. Á: fvar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. 13. Hvar verða sumarólympíuleik- arnir haldnir árið 2012? P: Ekki var það London? Nei, eir verða í New York. :London 14. Þjálfarinn Konstantin Sheved var nýverið dæmdur í langt bann fyrir að kalla íslenskt kvennalið af leikvelli í miðjum leik. f hvaða íþrótta- grein var þetta? P: Blaki Á: Blaki 15. Hvað heitir aðalmarkvörður Manchester United? P: Er það ekki einhver Banda- ríkjamaður? Nei, ég er ekki með þetta. Á: Edwin van der Sar 16. Hvorereldri, EiðurSmári Guðjohnsen eða Guðjón Valur Sigurðsson? P: Eiður Smári. Á: Eiður Smári. Ótrúleg frammi- staða hjá Ásgrími Ásgrímur sigrar Patrek með 14 réttum svörum gegn 11. Patrekur bar sig vel eftir keppnina enda stóð hann sig með ágætum þrátt fyrir að lúta í lægra haldi. „Þetta var hörkurimma og allt annað en keppnin á móti Arnari i síðustu viku. Vanmat og ekki vanmat, ég veit það ekki. Ég ætla ekkert að vera að væla,“ sagði Patrekur. „Maður verður bara að taka þessu. Ég er nokkuð sáttur með frammistöðu mína en var þó að klikka á spurningum sem ég átti að taka, eins og t.d. með Ólympíuleikana. Á heildina litið er ég sáttur þó það sé auðvitað leiðinlegt að vera dottinn út. En svona er þetta, maður vinnur ekki alltaf," sagði Patrekur. Ekki náðist í Ásgrím eftir að úrslit lágu fyrir þar sem hann hélt utan í æfingabúðir til undirbúnings fyrir Hugþrautina. bjorn@bladid.net Rétt svör: 1. Róm 2. Shaquille O'Neill 3. Danmörk 4. Snóker 5. Salaskóli 6. Muhammad Ali og George Foreman 7. Kanadískur ínæstu viku... Þar sem Patrekur hefur lokið keppni fékk hann að velja næsta andstæð- ing Ásgríms. Ákvað hann að skora á Svavar Vignisson, handknattleiks- mann úr IBV og lögreglumann. ,Svavar er besti línumaður landsins í dag og nú er bara að sjá hvort hann sé jafn klár í þessu og handboltanum. Ég held að hann geti vel skákað Ás- grími,“ sagði Patrekur. Svavar tók áskoruninni að sjálfsögðu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamaður- inn nær að velta HK-ingnum Ásgrími úr sessi. 8. Ásthildur Helgadóttir 9. Blönduósi 10. Talant Dujshebaev 11. GrettisbeítiS 12. Brynjar Björn Gunnarsson og Ivar Ingimarsson 13. Lundúnum 14. Blaki 15. Edwin van der Sar 16. Eiður Smári Guöjohnsen Skeytin inn Wayne Rooney, leik- maður Manchester United, neitar því að ósætti ríki milli hans og Mi- chael Owens, leik- manns Newcastle, en saman mynda þeirframherjapar enska landsliðs- ins. Fjölmiðlar á Bretlandseyjum greindu frá því um helgina að Rooney skuldaði tæpar hundrað milljónir króna vegna fjárhættuspila sem Owen hefði kynnt hann fyrir. Var sagt að Rooney væri öskureiður 0 wen vegna þessa en sá síðarnefndi hefur um árabil verið þekktur fjárhættuspilari. „Sögusagnir um að Wayne og Michael séu ósáttir og deila ríki þeirra á milli eru með öllu ósannar, a.m.k. af hálfu Waynes,“ sagði talsmaður Rooneys. „Þeir eru mjög góðir fé- lagar og vinátta þeirra byggist á gagnkvæmrivirð- ingu. Það hefur ekki breyst.“ Tals- maður Owen tók í sama streng og sagði að þeir væru bestu vinir og að þeir hlökk- uðu mikið til að spila saman á HM í sumar. Oliver Kahn, markvörður Bayern Múnchen, ætlar að halda áfram að leika með þýska landsliðinu þrátt fyrir að hafa misst stöðu sína í byrjunarliðinu. Jurgen Klins- mann, landsliðs- þjálfari Þýska- lands, tilkynnti fyrir helgi að Jens Lehmann myndi standa á milli stanganna á heimsmeist- aramótinu í sumar, en hann hefur átt frábært tímabil með Ar- senal á meðan Kahn hefur leikið illa að undanförnu. Lehmann á að baki 29 landsleiki en hann hefur verið varamarkvörður Kahns á undanförnum fjórum stórmótum. Kahn, sem var fyrir- liði Þjóðverja á HM 2002, hefur hins vegar leikið 84 landsleiki. „Ég má ekki vera hégómagjarn og yfirgefa liðið. Ákvörðunin hefur verið tekin og ég þarf einfaldlega að sætta mig við hana. Liðið, og þar á meðal Jens Lehmann, fær allan minn stuðning,“ sagði Kahn á blaðamannafundi í gær. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir strákana að ég verði með þeim í sumar, þrátt fyrir vonbrigði mín.“ Sam Allerdyce, stjóri Bolton, segist hafa áhuga á að fá Robbie Fowler til liðsins fari svo að Liverpool láti hann fara eftir timabilið. „Liverpool hefur átt í vand- ræðum með að skoramörkátíma- bilinu þannig að ef Robbie heldur áfram að skora munu þeir vilja halda honum. Vörnin hjá þeim hefur aftur á móti verið stórkost- leg og þannig viljum við að vörn Bolton verði á komandi árum,“ sagði Allerdyce. Fowler hefur verið að bæta sig með hverjum leiknum og á sunnudaginn hélt hann upp á 31 árs afmælið sitt með því að skora sigurmarkið í viðureign Bolton og Liverpool. Samningur Fowlers rennur út í júlí og hefur hann lýst því yfir að hann vilji vera áfram í röðum Rauða hersins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.