blaðið - 28.04.2006, Síða 24

blaðið - 28.04.2006, Síða 24
241 VEIÐI FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 blaöið Styttist i að leynivopn ársins verði kynnt Latex púpa brún Höfundur: Birgir Örn Arnarson Uppskrift Öngull: Kamasan B100G, stærð 10 og 12 Tvinni: UNI6/0 svartur Búkur: Ultra Lace brúnt en nokkrir vafningar með svörtum tvinna undir eins og sést á mynd Frambúkur: Jan Siman Squirrel Plus dubbing bursti, Reddish Brown Kúla: Gullkúla í stærð 2.8 Vatnaveiðin senn af hefjast Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé formlega hafið má gera ráð fyrir að megin þorri veiðimanna hafi enn ekki farið lengra með veiðistangir sínar en út í garð til að æfa köstin fyrir sumarið. Þetta er hinsvegar að breytast því veiðitímabilið er rétt við það að hefjast. ÁvefStangveiðifélagsReykjavíkur, www.svfr.is, er því til að mynda haldið fram að með hlýnandi veðri muni bæði menn og fiskar fara af stað. „Líklegt er að bleikjuveiðin í Soginu lifni ef hitastig mjakast upp á við og svo hefst vatnaveiðin víðast hvar nú á mánudaginn ásamt urriða- veiði í Elliðaám," segir þar orðrétt. Verslunin Veiðihornið hefur síðustu ár staðið fyrir fluguhnýtinga- og hönnunarkeppni sem ber nafnið Leynivopnið, en keppnin er haldin í samstarfi við Landssamband Stang- veiðifélaga. Fyrsta keppni þessarar tegundar var haldin árið 2003, þannig að keppnin í ár er því sú fjórða í röðinni. „I nokkur ár hafa verið haldnar fluguhnýtingakeppnir þar sem keppendur hnýta hefðbundnar veiði- flugur. í framhaldi af því vaknaði sú hugmynd að reyna að töfra leyni- flugur úr boxum veiðimanna, því margir þeirra eiga leynivopn sem þeir hafa ekki gert opinber," segir Ól- afur Vigfússon, hjá Veiðihorninu. Fræg í Noregi „Inn í keppnina hafa komið margar skemmtilegar flugur, sem margar hverjar hafa lifað og eru notaðar af veiðimönnum, ekki bara á fslandi heldur víða um heiminn. Það á til að mynda við Leynivopnið árið 2003, sem ber nafnið Flóin. Þar er á ferðinni rækjueftirlíking sem við höfum selt gríðarlega mikið af til Noregs. Þannig var mál með vexti að hingað í versl- unina kom norskur veiðimaður og keypti eina úr borðinu okkar. Hann reyndi hana í Noregi með fínum ár- angri og nú er hún mikið notuð við sjóbirtingsveiði í Oslóarfirði í Nor- egi. Mér skilst ennfremur að veitt sé grimmt á hana þarna úti. Ónnur fluga sem hefur reynst mér vel er Latex-púpan sem varð í öðru sæti árið 2004 sem og fleiri.“ Höfundur: Sigurbjörn Árnason. Uppskrift: Öngull: VMC 9909 gull, stærð 10 eða 12 Tvinni: Hvítur UNI8/0 Fálmarar: Stilkar úr hanafjöður, litaðlr með vatnsheldum tússpenna Stél: Fanir úr hanahálsfjöður Stilkar og augu: Girni með bræddum enda Búkur: Hvítu garni vafið á öngulinn. Rist er í garnið og burstað upp undir öngli Bak: 5 mín. Epoxy lím blandað með föndurlakki Netkosning „Það eru venjulegir veiðimenn sem eru að senda inn flugur í keppnina. Við biðjum um uppskrift og síðan er alltaf gott að fá umsögn og veiði- sögur, en það er ekki skilyrði. Við gerum þá kröfu að flugurnar séu ekki þekktar fyrir og einhver veiði- reynsla þarf að vera komin. Það er til mikils að vinna, því veitt eru vegleg verðlaun, bæði veiðibúnaður og veiði- leyfi. Keppnin þetta árið stendur nú sem hæst. Myndir af flugunum sem sendar voru inn eru nú á heimasíð- unni okkar, sem er www.veidihornid. is. Þar er hægt að taka þátt í netkosn- ingu sem er nýbreytni, en þar fer hver að verða síðastur þar sem lokað verður fyrir hana á miðnætti í kvöld. Landssambandið hefur síðan skipað dómnefnd sem úrskurðar um það hver er sigurvegarinn, og hefur þar niðurstöðu netkosningarinnar til hliðsjónar. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt i þessum skemmtilega leik okkar ættu því að skella sér á heima- síðuna í dag og kjósa. Úrslitin í keppn- inni munu síðan verða tilkynnt á næstunni,“ segir Ólafur. Álka Höfundur PállÁgúst Ólafsson Uppskrift Öngull: Legglangur#6 Tvinni: UNI8/0 rauður Búkur: UNI silfur tinsel Vængur: Hanahálsfjaðrir, 2 hvítar og 2 bleikar 9 Kragi: Strútsfjöður appelsfnugul Haus: Rauður » > » r - 0 t*»* ! VEÍÐ/XO KTIÐl 20 0 6 JLS vatnasvæði fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is SláttuuéiamarKaðurinn ..\V\CkO Ný verslun á Vagnhöfða 8 ^ntfSP I Bestu verðin í bænum M w 4 Hó an drrfs með safnara Verð nú kr. 27.900.- Verð áður kr. 34.900.- 4,75 Hö án drifs með safnara Verð nú kr. 29.900.- Verð áður kr. 34.900.- Flymo loftpúðavél 25% afsláttur Verðfrá 14.990.- Á TILBOÐI 18 Hö Briggs & Stratton Besta verðið í bænum kr. 249.000. Fylgir grassafnari 15% afsláttur af annarri vöru í verslun (nema sláttutraktorum) raiigjDD3 fyrir atvinnumenn 12” án blaðs, verð 74.900.- 14” án blaðs, verð 76.900.- H] Electrolux Viögeröa- og varahlutaþjónusta fyrir siáttuvélar og reiðhjól NYTT Briggs & Stratton orf 4 gengis (þarf ekki að blanda olíu við bensin - minni hávaði) Verð nú 26.900.4 Verð áður 37.900.- SláttuuélamarKaðurlnn s: 517 2010 Opið 10-14 laugardaga Rafmagns velsög Verð 7.900.- Bensín vélsög Verð kr. 14.900.-

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.