blaðið - 14.06.2006, Side 4

blaðið - 14.06.2006, Side 4
4 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöiA Sérstyrktur diskur fyrir fslenskt veéurfar STAFRÆNT SJONVARP WWW.SVAR.IS SÍDUMÚLA 37-SÍMI510 6000 Repúblíkanar ræði Iraksstríð og góða stöðu efnahagsmála Karl Rove, helsti ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, segir repúblíkana ekki þurfa að biðjast afsökunar á stríðinu í írak. Karl Rove lagði línuna fyrir repúblikana í New Hampshire I gær. Reulers Karl Rove, helsti pólitíski ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði á mánudagskvöld að flokks- bræður forsetans sem sæktust eftir endurkjöri í kosningunum vestra í haust ættu að leggja áherslu á styrk efnahagslífsins í málflutningi sinum. Að auki bæri þeim að ræða stríðið í Irak án ótta við að slíkt kæmi þeim illa í kosningabaráttunni. „Við þurfum ekki biðjast afsökunar á því [stríðinu í Irak],” sagði Rove í ræðu sem hann flutti í fjáröflunar- kvöldverði í New Hampshire. Lýsti Rove yfir þvi að þeir sem stutt hefðu stríðið þyrftu ekki að skammst sín fyrir eða réttlæta að hafa upprætt þá ógn sem stafað hefði af Saddam Hús- sein Iraksforseta. Mikið starf væri óunnið í írak og ekki væri tímabært að ræða mögulega heimkvaðningu herliðs Bandaríkjamanna þar. Rove lét nýlega af störfum sem ráðgjafi forsetans í Hvita húsinu og mun einbeita sér að baráttu Repú- blíkanaflokksins fyrir kosningarnar í haust. f ræðunni sagði Rove að þeir demó- kratar sem berðust fyrir því að inn- rásarliðið yrði kallað heim ættu að standa frammi fyrir erfiðum spurn- ingum i þessu samhengi fremur en repúblíkanar, flokksbræður Bush forseta. Demókratar vildu leggja á flótta frá írak í stað þess að uppfylla skyldur Bandaríkjamanna við land og lýð. Rove beindi gagnrýni sinni sérstaklega að þeim John Kerry, þingmanni frá Massachusetts og forsetaframbjóðanda árið 2004, og John Murtha, þingmanni frá Penn- sylvaníu, sem báðir mæla mjög ein- dregið fyrir því að liðsaflinn í frak verði kallaður heim. „Þessir menn hafa rangt fyrir sér í öilum grund- vallaratriðum,” sagði Rove. Um 400 manns sóttu kvöldverð- inn tii að hlusta á Rove hvetja flokks- menn til afreka í New Hampshire. Repúblíkanar hafa löngum verið ráðandi í ríkinu en nú er litið svo á að það geti ekki talist öruggt vígi þeirra. Gestir borguðu 100 Banda- ríkjadali fyrir kvöldverðinn en þeir sem vildu fá að hitta Rove auk þess að borga fyrir matinn inntu af hendi 250 dali. Demókratar hafa farið með sigur af hólmi í New Hampshire í þremur afsíðustu fjórum forsetakosningum, þeir biðu þar lægri hlut árið 2000. Demókratar hafa einnig náð góðum árangri í ríkisstjórakosningum þar á síðustu 20 árum eða svo. Repúblíkanar óttast margir hverjir að litlar og minnkandi vin- sældir Bush forseta muni skaða flokkinn mjög í kosningum í fjöl- mörgum ríkjum Bandaríkjanna í haust. Rove hefur tekið efnislega undir þennan málflutning og sagt engan vafa leika á því að stríðið i írak hafi dregið úr vinsældum forset- ans. Rove heldur því hins hins vegar fram að Bandaríkjamenn kunni al- mennt og yfirleitt vel við forsetann en þeir séu ósáttir við stríðið. Alweg einstök tilfinning Ganverskir trésmiðir lyfta upp líkkistu sem er í laginu eins og gosdrykkjarflaska. ( Gana keppast menn við að kveðja ástvini meö því að jarða þá í skrautlegum likkist- um. Haglega gerðar líkkistur sem er (forminu eins og kjúklingar, fiskar og myndavél- ar eru ákaflega vinsælar. Atvinnuleysi mælist mjög lítið annan mánuðinn í röð Atvinnuleyfi fyrir íbúa átta nýrra þjóða innan EES eru nú úr sögunni. Fyrirtæki þurfa þó að tilkynna þessa starfsmenn til Vinnumálastofnunar. Ekki uppfylla öll fyrirtæki þá skyldu. leyfi hyggist þau ráða einstaklinga frá átta nýjum ríkjum Evrópusam- bandsins til vinnu. Mikið var fjallað um þessa breytingu áður en hún gekk í gildi, og töldu margir að með henni væri verið að opna vinnumark- aðinn hér á landi of mikið. I kjölfarið væri hætta á að erlendir verkamenn frá Austur-Evrópu streymdu hingað til lands sem aldrei fyrr. „Það er engin gusa í þessu, heldur er þetta áfram stöðugur straumur," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er hins- vegar mikil eftirspurn eftir vinnuafli um þessar mundir eins og sést af nýj- ustu tölum um atvinnuleysi. Ég geri því ráð fyrir að það verði áframhald- andi straumur af erlendu vinnuafli hingað til lands,“ segir Gissur. (samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í nýjum lögum er gert ráð fyrir að fyr- irtæki sem ráða til sín starfsmenn frá hinum átta nýju ríkjum Evrópusam- bandsins, tilkynni um ráðninguna til Vinnumálastofnunar. En hvernig skyldi það hafa gengið eftir? „Það er allur gangur á þessu, en mér sýnist núna að öll stærri fyrirtæki séu orðin klár á þessum skyldum sínum. Það eru hinsvegar einyrkjarnir og minni fyrirtæki sem við erum að stríða við. Það tekur auðvitað alltaf einhvern tima að koma mönnum í skilning um að það sé lögbundin skylda að tilkynna um ráðningu á þessum starfsmönnum. Við erum núna leiðbeinandi og hóflegir í að- Atvinnuleysi mældist aðeins 1,3% í maímánuði og stóð í stað milli mán- aða. Það jafngildir því að rétt rúm- lega 2.000 einstaklingar hafi verið án vinnu í mánuðunum tveimur. Þetta er mun minna atvinnuleysi en mæld- ist í sama mánuði í fyrra þegar það var 2,2%. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi mælist 1,2% á höfuð- borgarsvæðinu á móti 1,4% atvinnu- leysi á landsbyggðinni. Mest er það á Norðurlandi eystra, eða 2,5% en minnst er það á Austurlandi eða 0,6%. Ef rýnt er ( kynjahlutfall atvinnu- lausra kemur í ljós að nokkuð hallar á kvenþjóðina. Um 1,8% kvenna eru án atvinnu en aðeins 0,9% karla. Engin gusa af erlendum starfsmönnum Atvinnuleyfum til erlendra starfs- manna fækkaði verulega milli ára samkvæmt skýrslunni. Ástæðunnar er að leita í breyttri löggjöf, en nú þurfa fyrirtæki ekki að fá atvinnu- Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar gerðum okkar gegn fyrirtækjum, en ef við höldum áfram að finna mörg tilvik um að fólk sé ráðið til starfa án þess að okkur sé tilkynnt um það, munum við beita harðari úrræðum á næstunni,“ segir Gissur. Hann segir ennfremur að erfitt sé að hafa eftirlit með því hvaða fyrir- tæki eru að fá til sín starfsmenn. Þar séu stéttarfélögin í lykilhlutverki, en þau tilkynni um fyrirtæki sem ekki eru að standa sig hringinn í kring um landið. Þegar ný lög vor sett var mjög gagn- rýnt að Vinnumálastofnun eigi að hafa eftirlit með því hvort umræddir starfsmenn fái greidd rétt laun í sam- ræmi við gildandi kjarasamninga. Gissur telur að sá hluti framkvæmd- arinnar hjá stofnunni hafi gengið vel. „ Já, það tel ég. Við þurfum hinsvegar á aðilum vinnumarkaðarins að halda í því sambandi, bæði stéttarfélög- unum og Samtökum atvinnulífsins. Þessir aðilar leiðbeina fyrirtækjum um rétta staðsetningu einstaklinga í launastigum kjarasamninga,“ segir Gissur. Aldrei fleiri umsóknir um nám í HÍ Umsóknir um nám í Háskóla Islands hafa aldrei verið fleiri, en umsóknarfrestur rann út þann 6. júní síðastliðinn. Um 2.400 stúdentar sóttu um í grunnnámi og um 800 i meistara- og doktorsnámi og viðbótarnámi til starfsréttinda. Þessu til viðbótar voru umsóknir erlendra stúdenta um 500. Enn er unnið að afgreiðslu innkominna umsókna og ætti endanlegur fjöldi nýnema að liggja fyrir undir lok þessa mánaðar. Að þessu sinni óskuðu 290 einstaklingar eftir því að þreyta inntökupróf i læknadeild Háskólans og er það mesti fjöldi frá upphafi.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.