blaðið - 14.06.2006, Qupperneq 6

blaðið - 14.06.2006, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöió 6IFRÉTTIR Leitin að hinum sanna tón. Matthias orgelsmiður frá Bonn í Þýskalandi hefur eytt síðustu fjórum dögum djúpt í iðrum orgelsins í Hallgrímskirkju að leita að hinum sanna tón. En Matthias var sendur frá framleiðanda orgelsins á dögunum til þess að stilla það. Mega ekki byggja heimili fyrir aldraða Hlutverk lífeyrissjóðanna er að greiða lífeyri en ekki að standa í byggingaframkvæmdum Beðið eftir heimild til auglýsingar Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, segir að beðið sé eftir heimild frá fjármálaráðuneytinu til að auglýsa eftir húsnæði fyrir Blóð- bankann. Davíð segir að heilbrigð- isráðherra hafi svarað fyrirspurn í lok þingsins um húsnæðismál Blóð- bankans og þar komi fram það sem máli skiptir. „í fyrirspurninni kemur fram að húsnæðismál Blóðbankans hafi verið til skoðunar undanfarin ár og að óskað hafi verið eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að aug- lýsa eftir húsnæði, en ekkert svar hafi borist enn. Ég veit að í fjármála- ráðuneytinu hafa menn talið að Landspítalinn hafi ekki getað sýnt almennilega fram á hvernig skuli fjármagna leiguna fyrir húsnæði undir starfsemina,“ segir Davíð. Stjórn LSH hefur sagt að hún sé reiðubúin að nota hluta söluand- virðis eigna spítalans á þessu ári til að fjármagna hluta leigunnar. ,Okkur í heilbrigðisráðuneytinu er það mjög vel ljóst að Blóðbankinn er í heilmiklum vanda og er búinn að vera það um allnokkurt skeið. Öll svona húsnæðismál eru háð ákveðnu ferli. Það verður að fá heim- ild til að auglýsa eftir húsnæði og síðan eru tilboð skoðuð. Enn hefur þó ekki fengist heimild til auglýs- ingar,“ segir Davíð. Ekki náðist í ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneyt- Lífeyrissjóðir landsins hafa ekki lagaheimild til að byggja eða reka hjúkrunarheimili og því kemur slíkt ekki til greina að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka Lífeyrissjóða. Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, hefur látið gera skoð- anakönnun þar sem í ljós kom að yfir 70% þeirra sem könnuninni svöruðu sögðu að lífeyrissjóðirnir ættu einmitt að koma að byggingu og rekstri á húsnæði fyrir aldraða. „Mér sýnst þetta sýna að það er hægt að fá hvaða svar sem er út úr skoðanakönnunum. Hin raunveru- lega spurning hefði átt að vera hvort viðkomandi vildu að lífeyrissjóðir kæmu að rekstri og byggingu hús- næðiðs fyrir aldraða þrátt fyrir að slíkt myndi skerða ellilífeyri sjóðs- félaga í viðkomandi lífeyrissjóði," segir Hrafn. Ekki staðið á Qármunum ,Annars finnst mér þessi könnun í heild sinni ekki marktæk. Þar kemur fram að aðeins um 30% svar- enda telja að lífeyrissjóðir eigi að fjár- festa í skulda- eða hlutabréfum. Ég spyr á mótiihvað vilja hinir gera við fjármuni lífeyrissjóða? Samkvæmt lögum mega lífeyrissjóðir ekki gera annað en að taka við iðgjöldum og greiða lífeyri. Það er því útilokað að könnun Helga verði að lokum til þess að einhverjar breytingar verði gerðar á einstaka sjóðum og að þeir fari að standa í slíkum rekstri. Hinsvegar hafa lífeyrissjóðir ítrekað boðist til að veita lán til bygginga á húsnæði fyrir aldraða. Að því leyti hefur aldrei staðið á fjármunum frá sjóðunum,“ segir Hrafn. Skrefi á undan öðrum Segja má að hið almenna lífeyris- sjóðakerfi sé frá árinu 1970 þegar skylduaðild að lífeyrissjóðum var sett á. „Við erum þannig mörgum árum á undanöðrumþjóðum hvað uppbygg- ingu á þessu sviði varðar. Hinsvegar var allt til ársins 1990 aðeins greitt iðgjald af dagvinnu launafólks, en ekki öllum launum eins og nú er. Líf- eyrissjóðirnir hafa þvi ekki verið að byggja sig almennilega upp nema á allra síðustu árum,“ segir Hrafn. Það þýðir að einstaklingar sem eru að fá greitt út úr lífeyrissjóð- unum í dag hafa greitt lífeyrisiðgjald í til þess að gera stuttan tíma og það hefur þau áhrif að lífeyrisgreiðslur til þeirra eru lægri en annars væri. Hóta forsætisráð- herra Palestínu Hátt settur félagi í flokki Ehuds Olm- erts, forsætisráðherra ísraels, hótaði því á mánudag að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra ríkisstjórnar Hamas-hreyfingarinnar í Palestínu, verði ráðinn af dögum taki liðsmenn samtakanna á ný að standa fyrir sjálfsmorðsárásum í fsrael. Sjö Pal- estínumenn, hið minnsta, týndu lífi í eldflaugaárás fsraelshers á Gaza- svæðinu í gær. Tzachi Hanegbi, formaður utan- ríkis- og öryggismálanefndar ísra- elska þingsins, fét þessi ummæli falla í viðtali við útvarp ísraelska hersins. Spenna fer nú mjög vaxandi á landa- mærum ísraels og Gaza-svæðisins þar sem komið hefur ítrekað til átaka auk þess sem Hamas-hreyfingin hefur skýrt frá því að yfirlýsing um vopnahlé sé úr gildi fallin. Vísað til fallinna Hamas-leiðtoga „Yassin og Rantissi bíða þín, Haniyeh,” sagði þingmaðurinn og vísaði þannig til þeirra Sheikh Ahmed Yassins, eins af stofnendum Hamas, og Abdel- Aziz al-Rantissi, eins af leiðtogum hreyfingarinnar. Báðir þessir menn voru drepnir í flugskeytaárásum ísra- ela á Gaza-svæðinu árið 2004. Sagði Hanegbi sömu örlög bíða Haniyeh forsætisráðherra framfylgdi hann þeirri stefnu að réttlætanlegt væri að myrða gyðinga í þeim tilgangi að lama þjóðlífið allt í ísrael. Tzachi Hanegbi er valdamikill þingmaður Kadima-ffokks Ehuds Olmerts forsætisráðherra fsraels. Hann hefur m.a. lýst yfir því að „óum- flýjanlegt” sé að til átaka komi á milli Hamas og ísraela. Amir Peretz varn- armálaráðherra hafði einnig í hót- unum við leiðtoga Hamas um liðna helgi. Sagði hann að enginn sem hót- aði ísraelum gæti verið öruggur um að halda lífi. Olmert forsætisráðherra sem staddur var í London á mánudag tók efnislega undir hótun Hanegbis. Er hann var spurður hvor ísraelsk stjórn- völd væru tilbúin að láta drepa menn í ríkisstjórn Hamas sagði Olmert ljóst að hver sá sem tengdist hryðju- verkastarfsemi gæti ekki verið ör- uggur um líf sitt. „Ég tel að það væri ekki ráðlegt af mér að útskýra þetta nánar,” bætti Olmert við. Hamas-hreyfingin fór með sigur af hólmi í þingkosningunum í Palest- ínu í janúarmánuði. Samtökin viður- kenna ekki tilverurétt fsraelsríkis. Haniyeh forsætisráðherra sagði blaðamönnum á Gaza-svæðinu í gær að líflátshótunin væri „dæmigerð fyrir þá pólitísku brjálsemi” sem margir af leiðtogum ísraela væru haldnir. Hamas-hreyfingin stóð fyrir tæp- lega 60 sjálfsmorðsárásum í fsrael þegar uppreisn Palestínumanna Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palest- ínu, er gætt af fjölda lífvarða. hófst árið 2004. Hreyfingin hætti slíkum árásum um mitt ár 2004. Snemma árs 2005 náðist samkomu- lag um vopnahlé sem haldið hefur verið að mestu. Hörð átök um þjóðaratkvæðagreiðslu Þótt Hamas fari nú fyrir ríkisstjórn Palestínu á hreyfingin í hatrammri baráttu um völdin við Mahmoud Abbas, forseta. Abbas hefur ákveðið að 26. júlí fari fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Palestínu um myndun sjálfstæðs ríkis palestínsku þjóðar- innar innan skilreindra landamæra. Þessi nálgun felur í sér óbeina viður- kenningu á tilverurétti Ísraelsríkis. Hamas-hreyfingin er því andvíg þjóð- aratkvæðagreiðslunni og funduðu þeir Abbas og Haniyeh um málið í gær. Hamas hefur 74 af 132 sætum á þingi Palestínu og beinist viðleitni hreyfingarinnar einkum að því að hefta framgang yfirlýsingarinnar á þingi. Ljóst er að yrði slík yfirlýsing samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það enn veikja stöðu stjórnar Hamas sem sætir einangrun á al- þjóðavettvangi sökum afstöðunnar til fsraelsríkis. SjödrepniráGaza Hamas-hreyfingin lýsti yfir því á föstudag að vopnahléið væri úr gildi fallið. Yfirlýsingin var birt eftir að ísraelski herinn hafði drepið sjö Palestínumenn, þar af þrjú börn, á Gaza-svæðinu. fsraelar segja að mis- tök hafi verið gerð og hafa harmað dauða fólksins. Herinn hefurþó ekki tekið á sig ábyrgð og sagt er að málið sé í rannsókn. Frá því þetta gerðist hafa liðsmenn hernaðararms Hamas skotið tugum eldflauga á ísrael. Þessara árása hefndu ísraelar í gær þegar loftárás var gerð á bíl sem að sögn ísraela bar eldflaug sem í ráði var að skjóta yfir landamærin frá Gaza-svæðinu. Pal- estínskir læknar og vitni sögðu að sjö manns hefðu týnt lífi í þessari árás og ekki færri en tíu særst. Fullyrt var að ísraelar hefðu skotið tveimur flug- skeytum að bifreiðinni en hvorugt þeirra hefði hæft skotmarkið. Vorum að fá glæsilegan By-Torinn barnafátnað frá Noregi I Sumarfatnaður Hátiðarbúningar Prinsessukjólar 'MnuS Janusbúðin Opð: mán-fös kl 10-18 laugard. K1 10-14 Janusbúðin - við erum komin í sumarskapiö • Barnónsstíg 3, 101 Reykjavík • Síini: 552-7499

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.