blaðið - 14.06.2006, Qupperneq 8
8IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöið
t • j-'~yt
www.bilamarkadurinn.is
Smiðjuvegur 46-e
s: 567-1800 ©MILdiœi
NÝR HÚSBÍLL FORDTRANSIT125T
350NÝRHÚSBÍLLTD
Svefnaðst. Fyrir 6, Vel Búinn
Húsbflll!
PEUGEOT 2061400 XTSJÁLFSK.
09/99 Ek.80 þ.k V.690,- Lán 240,-
VOLVO S 70 2,5 20V sjálfsk.
03/97 ek.117 Toppbfll.
FIAT DUCATO CLIPPER 20 HÚSBÍLL
03 ek 22þ.kmV 3450,-Lán 2500,-
HYUNDAISANTA FE 4WD SJÁLFSK.
05/01 ek.88 þ.kmV.1690,-
FORD F2S0 HARLEY DAVIDSON.
Árg.04 Ek.13þ.m Sklpti Ó/D
VOLVO CROSS COUNRTY 4x4
4/02 ek.94 þ.k UMBOÐSBÍLL
EINNMEÐÖLLU VOLVOV90
SJÁLFSK. 05/98 Ek.175þkm
LINCOLN NAVIGATOR LTD
Árg.99 Ek.120 þ.m. Góður Bíll
NISSAN PATROL SE+ 35"03/99
Ek.197þk V.1950 Lán 1190,-
A/lótorhjólakappar
ATHUGIÐ
Bitt og skraðu það og láttu t
nynd. Einnig verðum við m
I sérsvæðlsalfyrirallaö lOhjól.
i erum með
semannastsöluá
n. Mótorhjólin verða ■
i nprimj 0g í blóðum. |
Óvissuástand á helstu
fjármálamörkuðum
Fjárfestar óttast enn frekari vaxtahækkanir sökum verðbólguþrýstings. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn segir ástand alþjóðahagkerfisins gott þrátt fyrir að blikur séu á lofti.
Verðlækkanir héldu áfram á helstu
hlutabréfamörkuðum heims í gær.
Fjárfestar losuðu sig við hlutabréf á
mörkuðum vegna ótta um að verð-
bólguþrýstingur í Bandaríkjunum
og Bretlandi verði til þess að seðla-
bankar þessara landa grípi til frekari
vaxtahækkana. Einnig er búist við
að Seðlabanki Evrópu haldi áfram
að hækka vexti á evrusvæðinu. Fjár-
festar óttast meðal annars að frekari
vaxtahækkanir í stærstu hagkerf-
unum verði til þess að draga úr hag-
vexti annars staðar í heiminum.
Ástandið á fjármálamörkuðum
hefur að undanförnu einkennst af
áhættufælni og óvissu um framtíðar-
horfur meðal fjárfesta. Fleimsmark-
aðsverð á olíu hefur verið í sögulegu
hámarki undanfarið og það hefur
meðal annars leitt til verðbólguþrýst-
ings í hagkerfum flestra ríkjum. Sá
þrýstingur hefur gert að verkum
áð fjármagnskostnaður í helstu hag-
kerfum heims fer hækkandi með
neikvæðum afleiðingum fyrir verð
hlutabréfa. En vaxtahækkanir hafa í
för með sér að fjárfestar kjósa frekar
að festa fé sitt í skuldabréfum frekar
en hlutabréfum.
Óttast er að mælingar á verð-
þróun á næstunni í löndum eins
og Bandaríkjunum muni staðfesta
þessa þróun og eru hlutabréfamark-
aðir nú þegar teknir að bregðast
við þeim væntingum að bandaríski
seðlabankinn muni hækka vexti í
lok þessa mánaðar.
Fjárfest í dollurum
Óvissuástandið á fjármálamörk-
uðum kemur ekki síst niður á hag-
kerfum sem fjárfestar skilgreina
sem „ný hagkerfi” (e. emerging
markets). Bera tók á flótta fjárfesta
frá þessum mörkuðum síðdegis
á mánudag en þá tóku hlutabréf
og gjaldmiðlar ríkja í Rómönsku-
Ameríku að falla. Síðan þá hefur
svipaðra áhrifa gætt í hagkerfum
Suðaustur-Asíu og í Austur-Evrópu.
Það að dollarinn heldur áfram að
styrkja sig eftir langt veikingartíma-
bil bendir til þess að fjárfestar telji
óvissutíma og vilji festa fé sitt á
tryggasta markaðnum í alþjóðahag-
kerfinu - Bandaríkjunum.
En þrátt fyrir að bandaríska hag-
kerfið hafi verið að rétta úr kútnum
standa stjórnvöld í Washington
frammi fyrir miklum vanda. Vegna
hins gríðarlega mikla halla á við-
skiptum við önnur ríki auk fjárlaga-
hallans þurfa Bandaríkjamenn að
reiða sig á erlenda fjárfesta til þess
að fjármagna neyslu innanlands.
Þetta ástand kallar meðal annars
á að gengi dollarans þarf að lækka
verulega gegn gjaldmiðlum helstu
viðskiptalanda Bandaríkjanna. Auk
þess telja sérfræðingar mjög mikil-
vægt að Kínverjar leyfi gengi yuans-
ins að falla verulega gagnvart doll-
ara til þess að draga úr óhagstæðum
viðskiptahalla í Bandaríkjunum.
Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum
skapar gríðarlegt misræmi í alþjóða-
viðskiptum og óttast er að jafnvægi
náist ekki í framtíðinni án þess að
því fylgi gengishrun mikilvægra
gjaldmiðla og alvarlegur samdráttur
víðsvegar um heim.
Erfiðir valkostir
Helstu seðlabankar heimsins standa
nú frammi fyrir erfiðum valkostum.
Verðbólguþrýstingurinn kallar á
vaxtahækkanir seðlabanka en á
sama tíma er hugsanlegt að gangi
þeir of hraustlega til verks muni
það draga verulega úr hagvexti í
heiminum. Sumir sérfræðingar á
fjármálamörkuðum telja að hefð-
bundnar vaxtahækkanir hafi lítil
áhrif á verðbólgu þar sem olíuverðs-
hækkanir séu komnar til af öðrum
þáttum en lögmálum framboðs og
eftirspurnar. Þeir benda á að hið háa
olíuverð sé ekki tilkomið vegna mik-
illar eftirspurnar sem myndi hjaðna
við minnkandi hagvöxt. Óvissan
um framþróun deilunnar um kjarn-
orkuáætlun klerkjastjórnarinnar í
Teheran, ótryggt ástand i Nígeríu,
uppreisnarástandið í írak og upp-
risa pópúlískra stjórnmálaafla í
Rómönsku- Ameriku gera fyrst og
fremst að verkum að olíuverðið er
hátt. Fá teikn eru á lofti um að það
muni breytast á næstu misserum.
Sérfræðingar telja því að vandi
helstu seðlabanka heims sé mun
flóknari en ella.
Alþjóðahagkerfið vex
þrátt fyrir blikur á lofti
En þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti
og hræringar á fjármálamörkuðum
undanfarið eru margir þeirrar
hyggju að horfurnar séu ekki
dökkar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
segir að hagvöxtur í heiminum í ár
verði um 5% og litlu minni á næsta
ári. Samkvæmt sjóðnum er þetta
.heilbrigður” vöxtur. Á fundi með
blaðamönnum í Canberra í Ástralíu
í gær sagði aðalstjórnandi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, Rodrigo de Rato,
að fjármálamarkaðir hafi verið að
leiðrétta óraunhæfar væntingar und-
anfarinna ára. De Rato bætti við að
vöxturinn í hagkerfum væri nógu
stöðugur til þess að standa af sér
óvissástandið.
Leyfi fyrir
allt að 50
hrefnum
Gefin verða út leyfi fyrir því að
veiddar verði allt að fimmtíu
hrefnur í vísindaskyni á
þessu ári. Með því verður
alls lokið við veiðar á 150
hrefnum af þeim 200 sem
hvalarannsóknaráætlun Hafra
nnsóknastofnunarinnar gerði
ráð fyrir. Sú áætlun var lögð
fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið
árið 2003. Hún gerir ráð fyrir
veiðar á tvö hundruð hrefnum,
tvö hundruð langreyðum og
eitt hundrað sandreyðum á
rannsóknatímabilinu.
Veiðunum er stjórnað
af Hafrannsóknastofnun.
Framkvæmd hrefnuhluta
áætunarinnar hófst sumarið
2003, en ekki hefur enn
verið ákveðið að hefja
framkvæmd langreyðar- eða
sandreyðarhlutans. Einnig var
ákveðið að taka færri dýr en
upphaflega var gert ráð fyrir.
Unnur Birna á ferð og flugi
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fer víð um þessar mundir enda er fegursta kona heims eftirsótt. Hún var á meðal stuðningsmanna brasil-
íska landsliðsins í knattspyrnu í Berlín í gær. Brasilía lék sinn fyrsta leik á HM í gær en þá öttu heimsmeistararnir kappi við Króata.