blaðið - 14.06.2006, Page 16

blaðið - 14.06.2006, Page 16
16 I MATUR Blaöiö/Frikki Oít var þörí en nú er nauðsyn Eyðum ekki óþarflega miklu í mat Greiningardeild KB banka segir að meginskýringin á mikilli hækkun vísitölunnar í júnímán- uði sé hækkun matvælaverðs, sem hækkaði um 3,7% í mánuðinum. Verð á grænmeti hefur hækkað um 6,6%, 10,6% á ávöxtum og mjólkurvörur hafa hækkað um 6,6% í júní. Síðastliðna 12 mánuði hefur matvælaverð hækkað um 12% og það er ekki lítið. Bent hefur verið á að þessi hækkun matvæla viðhaldi verðbólgunni. En hvað geta neytendur gert til að stemma stigu við þessu? Hvaða brögðum getum við beytt til að koma í veg fyrir að útgjöld heimilisins fari alveg úr böndunum þegar það kemur að því að kaupa í matinn? Sérfræðingar Blaðsins hafa tekið saman nokkur sparnaðarráð sem geta hjálpað til við að halda niðri verðbólgunni á sama tíma og pressa er sett á smásala að halda verðinu skikkanlegu. Viltu skera þetta fyrir mig? Það er margt sem meðvitaðir neyt- endur geta tekið til bragðs. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Verslunareig- endur bjóða ýmsan varning á upp- sprengdu verði sem engin þörf er á að kaupa fyrir háar upphæðir. Til að mynda eru niðurskornir ávextir seldir dýrum dómum í flestum versl- unum. Væri ekki þjóðráð að kaupa sér heldur heila melónu og biðja svo afgreiðslufólkið að skera hana niður og deila melónunni með vinum? Ávextir missa næringargildi sitt því lengur sem þeir eru látnir standa. niðurskornir og þar með missir neyt- andinn af þeim gæðum sem varan ætti að bjóða uppá. Það sama má segja um grænmeti. Salatið Einn bakki af litlum, íslenskum sérrý tómötum kostar tæplegar fjögurhundruð krónur á meðan lít- ill bakki af úrvali úr salatborðinu kostar 369 krónur. Því er það þjóðráð að sækja sér fetaostinn, sérrý tómatana, hne- turnar og mozarellakúlurnar i sal- atborðið, kaupa svo poka af góðu káli og gera þannig flott sumarsalat í stað þess að kaupa t.d. einungis tómatana á tæpar fjögurhundruð krónur og allar hinar vörurnar (sem endast ekki lengi) fyrir aldeilis upp- sprengt verð! Með þessu móti má fá gott salat fyrir fjóra til sex á um það bil átta hundruð krónur og eiga enga af- ganga í stað þess að horfa upp á ósköpin öll af grænmeti skemmast í ískápnum og borga kannski fyrir það tæplega tvöþúsund krónur. Sparað í hádeginu Og talandi um afganga. Ef eitthvað verður eftir af kvöldmatnum má iðulega gera góðar samlokur úr kjöt- metinu og bæta við smávegis osti eða taka restina með í litlu plastíláti í vinnuna næsta dag, hita það í ör- bylgjunni og borða svo með bestu lyst. í dag tíðkast það víða að fólk skreppi á veitingastaði í hádeginu til að fá sér hádegismat sem kostar, með kaffi, yfirleitt um 1500 krónur. Einnig er algengt að fólk kaupi sam- lokur á um þrjú til fimmhundruð krónur í verslunum. Ef nokkrir vinnufélagar sameinast um að kaupa brauð og álegg má leggja sömu upp- hæð út en niðurstaðan verður sú að hver og einn er kannski að greiða um hundrað krónur fyrir góðan há- degisverð. Kaffið er svo jafn gott í vinnunni og á kaffihúsinu og ef vel viðrar er miklu skemmtilegra að sitja úti á palli eða stétt í hádeginu og fá örlitla sól í andlitið og ferkst loft í lungun. margret@bladid.net GRILLAÐ MEÐ HEREFORD GUÐNIÁ HEREFORD Grillaður lax með sítrónu-koriander olíu 720 gr laxaflök 2 bollar sítrónu olía 1 búnt fersk koriander 1 skræld sítróna steinhreinsuð og skorin f litla bita Pillið koriander blöðin af stilkunum og saxið og blandið ásamt sítrónubitunum út í sítrónuolíunaffæst í heilsuhúsinu). Skerið laxaflakið í 4 jafna bita og þerrið kryddið með salt og pipar pensli með ólifuolíu og grillið í c.a. eina minútu á hvorri hlið á mesta hita. Færið síðan á efri grindina í c.a. 2-3 minútur. Borið fram með sítrónu- korianderolíunni, bakaðri kartöflu og steiktri grænmetisblöndu að eigin vali v Blaðtö/Frikki 5 i Heimurinn Það er Ijóst að mannanna börn búa við misjafnar aðstæður í þessu lífi. A þessum fréttamyndum frá Reuters má sjá ávaxtasala sofa undir borðinu sínu á lestarstöð í Mumbai sem áður nefndist Bombay á Indlandi og fátækar konur taka á móti matargjöfum bandaríkjamanna í Jakarta á Indónesiu, en f þeirri milljóna- borg búa margir við bágar aðstæður. Er þér heitt? Skrifstofu- og tolvukœlar [íshúsið ehf S: 566 6000 Æmmmk Æmam

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.