blaðið - 14.06.2006, Side 20

blaðið - 14.06.2006, Side 20
28 I FJÖLSKYLDAN MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöið a , ':j % 3 <\ . , JL_' Böri 1 Herdís L. Storgaard Forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúsið Barnagœlan í sumar Á þessum tíma árs má sjá auglýs- ingar víðsvegar um land frá ungum stúlkum sem bjóða fram þjónustu sína að gæta barna. Sumar þessara stúlkna eru mjög ungar, allt niður í ío ára gamlar. Barn undir 12 ára aldri hefur ekki þroska til að forðast slys vegna þess að líkaminn er ekki nægilega þrosk- aður og andlegur þroski er þannig að við getum ekki gengið frá því vísu að barnið bregðist rétt við. Börn gæta barna Samkvæmt vinnuverndarlöggjöf barna þá flokkast barnagæsla undir starf sem börnum undir 15 ára er ekki heimilt að stunda. Á íslandi er löng hefð fyrir því að börn séu að gæta barna en sem betur fer er þessi hugsunarháttur að breytast. Það er mikil ábyrgð að gæta barna og það er óforsvaranlegt að leggja jafn mikla ábyrgð á ungar herðar. Það er mikilvægt að foreldrar íhugi hvað geti komið fyrir ef það til dæmis stendur í barninu. Getur barnapían losað aðskotahlutinn og hringt á sjúkrabíl? Ef barn dettur getur barn- apían greint hvort barnið er með ein- kenni höfuðhöggs og brugðist við því? Þessar spurningar þarf foreldri að spyrja sjálft sig áður en tekin er ákvörðum að ráða barnapíu sem er undir lögaldri. Atriði sem þarf að fara yfir með barnapíunni. 1. Kann hún/hann skyndihjálp 2. Kann hún/hann neyðarnúm- erið 112 og hvað á að segja þegar hringt er á sjúkrabíl 3. Ef barnapía er að gæta barns- ins heima fyrir veit hún/hann hvernig bregðast á við ef það kemur upp eldur 4. Ef barnið verður fyrir slysi eða 140m2 verslun full af vönduðum fötum beint frá Danmörku. Stelpu gallabuxur Str.2-12 ára Margargerðir 900 kr. Stk. Jogging gallar 900 kr. Stk. Dömu pils Margargerðir Frá 1295 kr. Stráka gallabuxur Str.2-14 ára Margar gerðir 1200 kr. Stk. Kjólar úlpur 2995 kr. Stk. Margir litir 1000 kr. Stk. ..... Bolir Str.4-12 ára Margir litir 795 kr.Stk. Gallapils 750 kr.Stk. Barnafötfrá Pippi og Claire Verðfrá 100 kr.Stk. G-strengir Ein staerð 1 stk. 200 kr. 2 stk 1000 kr. Dömu peysur Frá 1295 kr. Núna Allt að 75% á útvöldum vörum ICETREND OUTLET Síðumúla 34 OPIÐ:Virka daga 11-18 laugardaga 11-16 verður veikt getur hún/hann metið hvernig á að bregðast við 5. Hvað má hún/hann gera með barninu og hvert má hún/hann fara. 6. Mikilvægt að hún/hann hafi öll símanúmer foreldra og til vara númer hjá nánum ættingja. Hér hafa einungis verið talin upp nokkur atriði en foreldrar þurfa að gera lista yfir atriði sem þeir telja nauðsynlegt að hafa á hreinu þegar gengið er frá samkomulagi við barnapíuna. Herdís L. Storgaard forstöðumaður Sjóvá Forvarnahúsið herdis.storgaard@sjova.is Snuð bjarga lifum barna í nýjum leiðbeiningum sem landlæknir hefur sent frá sér um aðgerðir til varnar skyndidauða ungbarna, er mælt með að ung- börn noti snuð í vöggunni. Síðast voru slíkar leiðbeiningar gefnar út árið 1994, en í ljósi nýrrar þekk- ingar hafa leiðbeiningarnar verið endurskoðaðar og sendar öllu heilbrigðisstarfsfólki sem sjá um ungbarnavernd. Skyndidauði ungbarna, öðru nafni vöggudauði, er skilgreindur þannig að ungbarn, oftast á aldr- inum tveggja-fjögurra mánaða, deyr í svefni, án undanfarandi veikinda og vönduð krufning með viðeigandi rannsóknum leiðir ekki í ljós dánarorsök. Tíðni vöggudauða hér á landi hefur verið með því lægsta sem þekkist í nálægum löndum. Meginbreytingin frá leiðbein- ingunum árið 1994 er sú að í ljósi ofannefndra rannsókna er nú mælt með notkun snuðs á svefn- tíma ungbarna, þó ekki fyrr en brjóstagjöf er komin vel á veg enda er brjóstagjöfin einnig talin vera mikilvæg vörn gegn vöggu- dauða. Aðrar breytingar eru að aukin áhersla er nú lögð á að ung- börn sofi á bakinu. Ef það reynist af einhverjum ástæðum erfitt er mælt með að því að þess Sé gætt að börnin geti ekki oltið á grúfu. Að öðru leyti er foreldrum ráð- lagt að ekki sé reykt á heimilum ungbarna eða þar sem þau dvelja, að ungbörn sofi jafnan í eigin rúmi og séu höfð á brjósti ef þess er nokkur kostur. Þá skal forðast að nota kodda undir höfuð ung- barna og að ofdúða þau. Að hjóla ergóð skemmtun Á hlýjum sumardögum er fátt skemmtilegra en að storma með alla fjölskylduna út í hjólatúr um borgina. Iðjan sú er ákaflega um- hverfisvæn, felur í sér hreyfingu sem er holl fyrir okkur öll og hjól eru einnig prýðileg samgöngu- tæki. Á tímum okurverðs á bens- íni er kærkomið að geta komið sér á milli staða með líkamsorkunni einni saman. Hjólreiðar eru fremur ódýrt sport en flestir ættu að geta fengið hjól við sitt hæfi, notað eða nýtt, á viðráðanlegu verði. Vitanlegaþarf að huga vel að helstu öryggisat- riðum áður en haldið er af stað, t.d. eiga öll höfuð að vera vel varin af viðurkenndum hjálmum og gott er að skella hnéhlífum á börnin. Ungir sem aldnir geta notið úti- veru saman, fengið holla hreyf- ingu og rjóðar kinnar. Er hægt að biðja um mikið meira?

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.