blaðið - 14.06.2006, Side 22

blaðið - 14.06.2006, Side 22
Túnis - Sádí-Arabía KI.16 Leikstaður: Allianz-leikvangurinn í Munchen. Veðbankarnir: Sigur Túnis á HM: 500/1 Sigur Sádí-Arabíu á HM: 750/x Heimslisti FIFA: Túnis: 21 Sádí-Arabía: 34 Þýskaland - Pólland KI.19 Leikstaður: Westfalen-leikangurinn í Dortmund. Veðbankarnir: Sigur Þýskalands á HM: 15/2 Sigur Póllands á HM: 400/1 Heimslisti FIFA: Þýskaland: 19 Pólland: 29 Spánn - Úkraína mmmmm mmmmm H-riðill mmmmmM U * KI.13 Leikstaður: Zentralstadion í Leipzig. Veðbankarnir: Sigur Sj)ánar á HM: 14/1 Sigur Ukraínu á HM: 66/1 Heimslisti FIFA: Spánn: 5 Ukraína: 45 Tímaspursmál hvenær Eiður skrifar undir Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að aðeins væri tímaspursmál hvenær Eiður Smári Gudjohnsen gengur til liðs við Barcelona. Fjöl- miðlar segja að íslenski landsliðsfyr- irliðinn muni gera þriggja ára samn- ing við spænsku meistarana sem þurfa að greiða átta milljónir punda fyrir kappann. Þrátt fyrir að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafi margoft lýst ánægju sinni með Eið, hann kallaði hann á sínum tíma ,hinn ljóshærða Maradona,” varð ljóst eftir kaupin á Michael Ballack, frá Bayern Munchen, og Andriy Shevchenko, frá A.C Milan, að hann myndi ekki fá mörg tækifæri með félaginu. Eiður kemur til með taka sæti sænska framherjans, Henrik Lars- sons, hjá Barcelona. Larsson hefur ákveðið að halda aftur til föður- landsins og leikur með Helsingborg á næsta keppnistímabili. (TALSKA LEIKAÐFERÐIN? Richard Kingston markvörður Ghana litur eftir Italska sóknarmanninum Vincenzo laquinta. Meiðsli laqunita voru ekki al- varleg enda skoraði hann annað mark Itala f leiknum undir lok leiksins. (talir sigruðu með tveim mörkum gegn engu og koma sterkir til leiks í E-riðli. 30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöiö ,Manolo el del bombo" fórnaði öllu fyrir landslið sitt Þráttfyrir að spœnska landsliðið valdi alltafvonbrigðum á stórmótumfylgir maðurinn með trommuna þeim hvert á land sem er. Ogþráttfyrir að konan hafifariðfrá honum er hann hamingjusamurþví að Spánverjar elska hann. Manola með trommuna á barnum sínum í Valencia. Barnum lokar hann þegar fer á landsleiki. Allir þeir sem hafa fylgst með fleiri en einni heimsmeistarakeppni í sjón- varpi vita að það er hægt að ganga að nokkrum hlutum vísum þegar sýndar eru nærmyndir af áhorf- endum á leikjum. í fyrsta lagi er hægt að ganga út frá því að sjá nærmynd af þokkadís á áhorfendapöllunum sem er að styðja brasilíska landsliðið, í öðru lagi er alltaf sýnd nærmynd af annaðhvort Pele eða Platini að horfa á einhvern leik og í þriðja lagi er sýnd mynd af feitlögnum stuðningsmanni spænska landsliðsins að berja á trommu. Fæstir vita að spænski trommuleikarinn er ávallt hinn sami, Manolo Caceres, og hann hefur helgað líf sitt spænska landsliðinu og misst fjölskylduna fyrir vikið. Hann gengur undir nafninu „Man- olo el del bombo” eða Manolo með stóru trommuna. Manolo hefur mætt nánast á alla leiki spænska landsliðs- ins frá því 1978 með trommuna sína og farið fyrir stuðningsmönnum með bumbuslætti. Þegar heimsmeist- arakeppnin var haldin á Spáni, 1982, ferðaðist hann á puttanum um allt land til þess að komast á leiki lands- liðsins. Hann ferðaðist samanlagt um 15.800 kílómetra. Hvert sem hann fór var honum tekið fagnandi og ókunn- ugir hýstu hann og gáfu honum að eta og drekka. Vegna þessa gríðarlega áhuga er hann elskaður af Spánverjum. En frægðin hefur verið dýrkeypt. Man- olo hefur nánast misst allt. í dag er hann 57 ára og hefur lítið annað að lifa fyrir en fótboltann og bumbu- sláttinn. Kona hans yfirgaf hann með börnin árið 1987 á meðan Man- olo barði bumbuna á landsleik í Aust- urríki. Hann kom að tómu heimili þegar hann snéri aftur. Auk þess hefur hann eytt óheyrilegum pen- ingum í það að elta landsliðið um öll heimsins horn. Manolo á lítinn bar sem er við hliðina á leikvangi knattspyrnuliðs- ins Valencia en sökum þess að hann lokar alltaf barnum þegar hann er á ferðalögum er reksturinn engin gróðralind. En þrátt fyrir fórnirnar er Manolo ánægður með hlutskipti sitt í lífinu. Hann segist að þrátt fyrir fjölskyldumissinn hafi hann eignast ást heillar þjóðar. Heimspeki hans er einföld: hamingjan felst í góðri heilsu og gera það sem manni þykir skemmtilegt. Hann segist hafa þessa tvo hluti i lífi sínu en njóti einnig þess þriðja: hann hjálpar fólki við að skemmta sér á knattspyrnuleikjum. Manolo hefur farið gegnum tíu trommur á ferli sínum sem erkistuðn- ingsmaður spænska landsliðsins. Hann týndi einni þegar hann var í Kostaríka og gaf aðra í Venesúela. Fyrir nokkrum árum hrifsuðu bos- nískir pörubiltar af honum fyrir leik- inn. Hann gerði dauðaleit að tromm- unni en fann hana loks í ruslatunnu fyrir utan leikvanginn rétt áður en flautað var til leiks. Manolo er með sjö heimsmeistara- keppnir undirbeltinu. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir þá tólftu en þá verður hann orðinn 77 ára gamall, það er að segja takist Spánverjum alltaf að komast í lokakeppnina. Það væri í anda kaldhæðni örlag- anna ef spænska landsliðið færi loks að leika eftir getu þegar Manolo el del bombo hverfur af sjónarsviðinu. Svipmyndir úr lífí„Manolo el del bombo"

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.