blaðið


blaðið - 28.06.2006, Qupperneq 1

blaðið - 28.06.2006, Qupperneq 1
Sérblað um garða fylgir Blaðinu í dag Friálst, óháð & ökeypis! ■ DEIGLAN Nykurinn uppris- inn í miðbænum | SlÐA 10 ■ ÍÞRÓTTIR Hafsteinn Ægir Geirsson vann hið islenska Tour de France | SlÐA 30 Jfamóoryara JJlf/Joc) Safar/áur eícfsieiÁiur 140yr. fcoryari með ioöföícfu ostfayi] fersfu c/rœnmeii oy sósu, fransfar oypepsi. 1.0S0.-Ár. CBaetiu viB: CSeiAon 100. - Ár Sími5777000 - tvrvw. rizzo. is Kaupir FL 23% í Straumi? Samkvæmt heimildum Blaðsins eru samningar í burðarliðnum um kaup FL Group á 22,7% hlut þeirra Kristins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar í fjárfestingarbank- anum Straumi-Burðarási. „Ég hef ekki heyrt þetta,“ var hins vegar svar Magnúsar Kristins- sonar þegar Blaðið innti hann eftir því í gærkvöldi hvort kaupin hefðu átt sér stað. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og kvaðst mundu kynna það á öðrum vett- vangi ef af sölu á hlut sínum yrði. Ekki náðist í Kristin Björnsson til þess að bera þetta undir hann. Að sögn heimildarmanna Blaðs- ins eru samningarnir svo að segja frágengnir og mun FL Group láta hlutafé í sjálfu sér og KB banka fyrir. Verulegar ýfingar hafa staðið milli helstu hluthafa Straums. Þar tókust á þeir Björgólfur Thor Björg- ólfsson í Novator annars vegar og Magnús og Kristinn hins vegar. Mynd/Helgi Garðarsson Sundlaugargestum sinnt. Á fjórða tug gesta var í sundlauginni á Eskifirði þegar klórmengun kom upp í sundlauginni. Lögreglumenn og sjúkrabílar voru mjög fljótir á staðinn og sinntu þeim sem urðu fyrir eitrun. Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir að enn verr færi Tveir iðnaðarmenn sem unnu í kjallara sundlaugar Eskifjarðar urðu fyrir mestri eitrun í gær. Yfir 30 gestir voru í lauginni þegar eitrunin kom upp. Sex fluttir með sjúkraflugi. Eftir Aðalbjörn Sigurðsson „Það gaus upp ógurleg pest sem ekki fór framhjá neinum af gestum laug- arinnar. Fólkið náði vart andanum og hljóp allt strax upp úr sundlaug- inni og inn í búningsklefana. Þaðan var það svo í raun rekið áfram og svo út hinumegin. Vindurinn stóð einmitt þeim megin á sund- laugina þannig að með þeim hætti komust sundlaugargestir út úr eit- urgufunum.“ Þannig lýsir Árbjörn Magnússon, starfsmaður sundlaug- arinnar á Eskifirði, ástandinu þegar ediksýru var fyrir mistök helt í klór tank laugarinnar um klukkan tvö í gær. Tæplega 30 manns urðu fyrir eitrun Á þriðja tug einstaklinga varð fyrir eitruninni, og voru þeir fyrst fluttir á heilsugæsluna á Eskifirði. Þaðan voru flestir fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað. Tveir voru þó þegar fluttir með sjúkra- flugi til Akureyrar og fjórir til Reykjavíkur. Seinnipartinn í gær lá fyrir að enginn þeirra sem andaði eiturgufunum að sér er í lífshættu, en fjórir voru hinsvegar taldir alvar- lega veikir eftir atburðinn. Lögregla, slökkviliðsmenn, læknar og hjúkrunarlið á Héraði auk björgunarsveitarmanna og liðs- manna Rauða kross íslands tóku þátt í aðgerðum i gær. Að auki veitti Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð að- stoð eftir þörfum og stýrði meðal annars flutningi nauðsynja til og frá Héraði og flutningi sjúklinga. Aðstoð var þegar send með flugi frá Akureyri og Reykjavík, þar á meðal voru læknar og hjúkrunarlið bæði frá Landspítala Háskólasjúkra- húsi og frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sent austur. Slökkviliðs- menn frá slökkviliði Akureyrar og frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins fóru með flugi með súrefni og búnað til að fást við eiturefni. Erfitt að ná símasambandi Ljóst er að mikið uppnám varð á Eskifirði í gær vegna slyssins. Hús í næsta nágrenni við sundlaugina voru þegar rýmd, þar á meðal leik- skóli staðarins. Opnað var athvarf fyrir aðstandendur þeirra sem í slys- inu lentu í grunnskóla Eskifjarðar og þar fór fremst í flokki Ásta Tryggvadóttir, formaður Eskifjarð- ardeildar Rauða krossins. „Það lamast allur bærinn þegar svona kemur upp. Hér voru allir í sjokki, og þá ekki síst börnin. Það var erfitt að ná gsm-sambandi hér á tímabili því það voru allir að hringja í ættingja og vini til að kanna hvort þeirra börn hafi verið í lauginni. Þó allt hafi verið orðið rólegt seinnipart dagsins þá mun það ekki koma í ljós fyrr en á næstu dögum hvernig fólk kemur út úr þessu andlega," segir Ásta. Um klukkan fjögur í gær var gefin út yfirlýsing þar sem fram kom að komist hefði verið fyrir eiturefnamengunina. Iðnaðarmenn á óheppilegum stað „Ég vil meina að allir hafi brugðist hárrétt við. Ég var reyndar úti þegar ég varð var við eitrunina þannig að ég þurfti að hlaupa hálfan hring kringum húsið, ná í síma og hringja í Neyðarlínuna. Þá var þegar farið að reka fólk upp úr lauginni. Það voru hinsvegar tveir pípulagninga- menn sem ég tel að hafi lent verst í þessu. Þeir voru að vinna í kjallara sundlaugarinnar og þurftu því að koma sér út í gegnum allt svæðið þar sem mest eitrun var, og þá um leið mest hætta,“ segir Árbjörn. „Starfsmaðurinn sem vann við dælinguna áttaði sig strax á hvað hafði gerst og lét mig hringja í slökkviliðið. Það kom mjög fljótt á staðinn, sem og lögreglan sem var mætt nánast um leið. Þrátt fyrir þetta allt var ekki mikið óðagot, því ég held að allir hafi tekið rétta ákvörðun með því að hlaupa inn í sundlaugarbygginguna. Þeir sem voru á sundlaugarbakk- anum næst húsinu og í rennibraut- inni eru trúlega þeir sem verða veik- astir, fyrir utan iðnaðarmennina tvo,“ segir Árbjörn ennfremur. Ekki liggur fyrir hvers vegna edikssýru var hellt í klórtanka sund- laugarinnar. Þeir sem Blaðið ræddi við í gær eystra töldu það hinsvegar líklegt að samskonar tankar væru notaðir til að flytja sýruna og not- aðir eru til að flytja klór. Því hafi annaðhvort vitlaus tankur verið tek- inn og farið með hann að sundlaug- inni eða tankurinn hafi verið rangt merktur. adalbjorn@bladid.net WWW.SVAR.IS 7.900- ACER 2414LMÍ Intel Celeron M 1.6Ghz örgjorfi 512MB DDR2 vinnsluminni 60GB HDD Windows XP Professional svan) •SIÐUMULA 37-SIMI 510 6000 Nettur og þægilegur þráölaus sími frá Panasonic 1280x1024 upplausn 500:1 skerpa 250cd/m2 birta ÁRA ÁBYRGD FRJÁLST blaðiðn

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.