blaðið - 28.06.2006, Page 4

blaðið - 28.06.2006, Page 4
4IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 biaöió Blaðið/SteinarHugi Ljóðskáld ætlar að synda yfir Ermarsundið mun ekki notast við blautbúninga eða annarskonar útbúnað. í för með Benedikt verður kvik- myndalið sem mun festa förina á filmu og gera í kjölfarið heimildar- mynd um sjósund á íslandi. Bene- dikt sem er skáld segir að hann muni einnig skrifa bók um reynslu sína. Benedikt hefur verið ötull í bók- menntalífi Islands en hann hefur gefið út fjölda bóka ásamt því að standa fyrir vikulegum ljóða- kvöldum þar sem hin ýmsu skáld troða upp. Aðspurður hvort hann sé eina skáldið sem dýfir sér í sjóinn segir hann nokkur vera í sjósundfélagi Islands og þar á meðal rithöfundur- inn Stefán Máni. Benedikt segist vera í hörkuformi til þess að takast á við þetta krefjandi verkefni en bendir á að reynslan vegi hvað þyngst í sjósundinu. „Þetta er Mount Everest sjógarps- ins,“ segir Benedikt aðspurður hvort það sé ekki gríðarlega erfitt að synda yfir Ermarsundið sem hann áætlar að taki um sólarhring. Benedikt segist ekki vera orðinn afhuga venjulegum sundlaugum eftir sjósundið heldur fari þvert á móti mikill hluti æfinganna fyrir Ermarsundið fram í sundlaugum Reykjavíkur. valur@bladid.net Eftir Val Grettisson Ljóðskáldið og sjósundkappinn Benedikt S. Lafleur ætlar sér að synda yfir Ermarsundið í ágúst til þess að mótmæla mansali. Áður en hann leggur í þá svaðilför mun hann synda Reykjavíkursund en þá mun hann synda í kringum Reykja- vík í lok júlí ef veður leyfir. Hann segir að Reykjavíkursundið sé um 20 kílómetrar og mun það taka hann um 12 klukkutíma. Björgun- arsveitin Ársæll mun fylgja honum þegar hann syndir í Reykjavík en breskt félag mun fylgja honum yfir Ermarsundið. „Ég mun synda algjörlega ósmurður," segir Benedikt en hann Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond VSTRÖÍTO Sumarsteikin fullkomnuð! Oriental BBQ-marinerin? meiitara flryentínu komin í venlanir Oriental BBQ-marinering meistara Argentínu steikhúss hefur notið gríðarlegrar hylli gesta staðarins I 16 ár. Nú er þessi úviðjafnanlegi kryddlögur fáanlegur I verslunum svo að eldklárir grillmeistarar heimilanna geta nýtt sér hann til aukinna vinsælda í sumar. Gatnamótin við Kringluna eru enn þau hættulegustu Slösuðum hefur fjölgað eftir að breytingar voru gerðar á gatnamótum Kringlumýrar og Miklubrautar. Tjónum hefur hins vegar fækkað. Þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar teljast þau enn vera hættu- legustu gatnamót landsins. Dregið hefur úr alvarlegum tjónum á gatnamótunum en slösuðum hefur hins vegar fjölgað. Þetta segir Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi hjá Sjóvá-Almennum. Sé ekki unnt að draga úr umferðinni um gatna- mótin verður að gera frekari breyt- ingar á þeim. Fleiri yfir á rauðu og afta- nákeyrslum fjölgar Einar segir að þær breytingar sem gerðar hafi verið hafi fyrst og fremst miðað að því að draga úr vinstri- beygjutjónum. „Það hefur skilað ár- angri,“ segir Einar og eru það gleði- fréttir að hans sögn. „Reyndar hafa þau óhöpp verið mjög sjaldgæf í gegnum tíðina. En þau sem hafa átt sér stað hafa verið alvarleg.“ Einar segir að ekki hafi dregið úr öðrum óhöppum, af völdum aftanákeyrsla og því að ekið sé yfir á rauðu ljósi. „Ef eitthvað er þá hafa þau aukist. Reyndar er lítið að marka svona tölur vegna þess hve stutt er síðan breytingarnar gengu í garð,“ segir Einar en framkvæmdum við breyt- ingarnar lauk í lok ágúst á síðasta ári. Hann hefur þó tekið saman tölur um tjón á gatnamótunum frá lokum ágúst og fram í apríl. „Á því tímabili er aukning á fjölda slasaðra þrátt fyrir að tjónum hafi fækkað á sama tímabili. Þá er ég að bera saman þetta tímabil við sama tímabil á síðustu árum. Það virðist vera að fleiri séu að slasast í afta- nákeyrslum." Einar segir að mögu- lega geti þessi staðreynd stafað af því að til þess að koma fjórða fasa gatnamótanna fyrir, það er að segja beygjuljósum inn á Miklubraut, hafi þurft að stytta tímann þegar grænt er á hverju ljósi fyrir sig. „Mér sýn- ist að menn séu því að keyra meira yfir á rauðu ljósi. Fólk er að reyna að ná græna ljósinu og koma því tiltölulega hratt að gatnamótunum og þurfa því að hemla snöggt niður. Það gæti verið skýringin á auknum aftanákeyrslum.“ Einar áréttar þó að þetta þyrfti að rannsaka betur, en þetta sé hans tilfinning. Fjölförnust og hættulegust Einar segir að samkvæmt talningu Reykjavíkurborgar sé ljóst að þessi gatnamót séu þau fjölförnustu í borginni. Þarna keyri um það bil 46 þúsund bílar um Miklubraut- ina á sólarhring og litlu færri fari Kringlumýrarbrautina eða 42-44 þúsund. „Ein svona ljósagatnamót eru greinilega ekki að anna þessari umferð. Þess vegna hljóta menn að þurfa að gera eitthvað meira þarna.“ Hann segist hafa fullan skilning á þeim sjónarmiðum sem mótmæla byggingu stórra umferðarmann- virkja, en þá verði menn að huga að ástandinu. „Þegar við horfum upp á að fimmtíu manns slasist að með- altali árlega á þessum gatnamótum og árekstrar séu allt að 150 þá er það auðvitað óásættanlegt." Að mati Einars er ljóst, að takist ekki að draga úr umferðinni um gatnamótin þá verði að gera þau örugg með viðeigandi aðgerðum. Gatnamótin eru því að hans sögn enn þau hættulegustu á landinu en hann bendir á að á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar hafi tjónum fjölgað mjög mikið og fylgi þau nú fast á hæla hinna gatnamótanna. Mynd/BrynjarGauti Golf við Gróttuvita Margir nýta sumartímann til aö fara á golfvöllinn til aö lækka forgjöfina eöa spila til gamans. Krían á þaö þó til aö trufla sveiflu kylf- inga þegar leikið er á golfvelli Ness á Seltjarnarnesi. Siglt til Vestmannaeyja á hálftíma árið 2010 Fullkomnaðu grillsteikina að hœtti Argentinu steikhúss! Á ríkisstjórnarfundi í gær kynnti Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, tillögur sínar um samgöngur til Vestmannaeyja, í ljósi loka- skýrslu starfshóps sem fjallaði um framtíðarmöguleika í samgöngum við Vestmannaeyjar. Sturla lagði til að að ferjulægi í Bakkafjöru verði framtíðartenging milli Vestmanna- eyja og lands. I fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu segir að áætlað sé að á næsta ári fari fram umhverfismat, hönnun og öflun annarra leyfa vegna framkvæmdar- innar. Miðað við þær tímaáætlanir á að vera hægt að taka höfnina í Bakkafjöru í notkun árið 2010. „Að teknu tilliti til þeirrar niður- stöðu starfshópsins að ekki sé rétt- lætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir varðandi gerð jarðganga milli lands og Vestmanna- eyja og þess hversu fýsilegur kostur ferjulægi í Bakkafjöru er miðað við þær rannsóknir sem unnar hafa verið, var ekkert því til fyrirstöðu að taka ákvörðun í málinu. Það verður ánægjulegt að sigla milli lands og Eyja á hálftíma árið 2010,” sagði Sturla.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.