blaðið - 28.06.2006, Síða 11

blaðið - 28.06.2006, Síða 11
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 MATUR I 11 Kann að meta papaja- ávöxtinn Sem áhugamanneskja um heilsusam- legt mataræði þá les ég flest sem á vegi mínum verður um það efni. Ég hafði íeinni bókinni lesið um papaja fyrir meira en 20 árum. Hversuhollur hann væri o.s.frv. Égbjó erlendis og fann þennan ávöxt í lítilli exótískri kjallarabúð innan um kókoshnetur og kardimommur. Ég kunni ekkert á hann - keypti hann grænan og óþroskaðan og fannst lítið til koma og endaði þarna skyndilega áhugi minn á papaja Kynni mín af ávextinum endurnýj- uðust fyrir alvöru ío árum síðar þegar ég var á einu námskeiðinu erlendis. Þá fékk ég papaja í des- ert, vel þroskaðan, sætan og safa- ríkan. Þessi ávöxtur lætur lítið yfir sér, hann fellur vel inn í grænmeti- skörfur stórmarkaðanna, það lítur út fyrir að hann hafi alltaf verið þarna og muni alltaf verða. 1 útliti er hann eins & blanda af avókadó & mangó, liturinn er gulur & út í rautt þegar hann er fullþroskaður en óþroskaður er hann grænn. Ég hreifst mjög af þeim undraverðu eiginleikum sem þessi látlausi en næringarríki ávöxtur bjó yfir. Inni- heldur meira a-vítamín en gulrótin & meira c-vítamín en appelsínan! Stútfullur af andoxunarefnum, sér- lega e-vítamínríkur auk þess að innihalda kalk, járn & ýmis b-vít- amín. Svo er hann stútfullur af melt- ingarensímum (meltingarhvötum) sagði kennarinn fullur af lotningu. En aðalatriðið er eftir: Þið nuddið hýðinu innanverðu á andlitið ykkar eða hvar sem er á kroppinn og þar er á ferðinni eitt besta og ódýrasta yngingar/endurnýjunarefnið fyrir húðina, líka hægt að nota á sól- bruna og skrámur. Ef þetta höfðar ekki til ykkar þá hlakka ánamaðk- arnir í safnhaugnum til að fá hýðið því þeir eru sagðir verða stórir og bústnir á mettíma (athugandi fyrir veiðimenn...). En hvar og hvernig notum við papaja? Hann er frábær í salöt, bæði græn- metis-, ávaxta-, bauna- og korn- salöt. Nokkrar sneiðar af honum á kjötsneið gera hana meyra og fína, skorinn niður í teninga með öðrum ávöxtum og grænmeti er hann frábært salsa með kjöt-, fisk og grænmetisréttum. Einn og sér með nokkrum klökum er hann mjög svalandi og gómsætur morgun- og millimálahristingur. Steinarnir úr honum eru í miklu uppáhaldi hjá mér, ég þurrka þá og nota út á salat. Þeir eru á bragðið eins og blanda af piparrót og kapers. Og verðið? Fjórum sinnum ódýrari í dag en fyrir 5 árum... Svo ég hvet alla til að prófa! Fleiri fróðleiksmola úr búri Sollu „himnesku“ má finna á www.him- neskt.is. Sólveig Eiríksdóttir GRILLAÐ MEÐ HEREFORD GriUuð hrefnusteik Hvalkjöt er mjöggott á grillið. Þegar kjöt er sett í mjólk verður hún til þess að lýsisbragðið síast inn í allan bitann og því gerir þetta illt verra. Hver steik er sirka 180 grömm. Við veltum steikinni upp úr olíu og muldum pipar (t.d. svörtum og grænum) og grillum á háum hita í sirka 30 sek- úndur á hvorri hlið og látum steikina hvíla í nokkrar mínútur. Hrefnupiparsteik. Til að byrja með skerum við þunnt lag utan af steikinni til þess að ná lýs- isbragðinu burt í stað þess að setja kjötið í mjólk eins og amma gerði. Stir fry grænmeti Notið wok-pönnu ef hún er til í eld- húsinu, annars þá stærstu sem völ er á. Grófskerið gulrætur, kúrbít, rauða papriku, blómkál og brokkólí, Blaöiö/Frikki eitt stykki af hverju og hálfan vönd af kínakáli. Setjið það á heita pönn- una. Kínakálið steikt í stutta stund ásamt heilum chili, hálfu engifer og 6 hvítlauksgeirum sem er skorið fínt og sett ásamt 1 'A dl. sojasósu og 'A dl. af vatni. Hágæða /TlG-Pð sláttutæki Collector 45 sláttuvél 4 hestafla B&S mótor 55 Itr. grashlrðlkassi Combí 45S sláttuvél meö drifi 4 hestafla B&S mótor 55 Itr. grashirðikassi Carden Combi sláttutraktór 12,5 hestafla, sjálfskiptur B&S mótor 170 Itr. grashiröikassi Estate Pro 22 sláttutraktór 22 hestafla, sjálfsklptur B&S mótor 300 Itr. grashiröikassi Vetrarsól ehf. Askalind 4 k'ópavogi Sinii 564 1864

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.