blaðið - 28.06.2006, Qupperneq 12
12 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 blaðiö
KlaAiA
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
MIKILVÆGUR AFANGI
Igær gengu í gildi lög sem leiðrétta réttarstöðu samkynhneigðra hér á
landi. Fagna ber því að samkynhneigðir muni framvegis njóta sama
réttar að lögum og hinir gagnkynhneigðu. Með lögum þessum hefur
ísland skipað sér í hóp þeirra ríkja sem gengið hafa alla leið til að bæta rétt-
arstöðu homma og lesbía. Það er vel.
í raun vekur furðu að svo langan tíma skyldi þurfa til að leiðrétta réttar-
stöðu samkynhneigðra Islendinga. Ríkisvaldið hefur engan rétt til þess að
stjórna því hvernig fólk kýs að verja lífi sínu og með hverjum svo fremi sem
ákvarðanir viðkomandi valda ekki sannanlegum skaða í samfélaginu. Á ís-
landi viðgengst lífsháttastjórnun sem fyrir löngu er gengin út yfir það sem
hóflegt getur talist. I barnfóstrusamfélaginu er skipulega unnið að því að
svipta menn ábyrgð á eigin lífi. Það sama á við um þá lífshætti sem frjálsir
borgarar í landinu kjósa sér.
Nú þegar gengin eru í gildi lög þess efnis að samkynhneigðir skuli í einu
og öllu njóta sama réttar og gagnkynhneigðir leitar hugurinn til þess hug-
rakka fólks sem hóf þessa baráttu. Gífurlegs hugrekkis og sjálfstrausts var
þörf til að geta komið fram í svo íhaldsömu samfélagi sem ísland var og
gengist við kynhneigð sinni. Jafnframt krafðist það mikils sálarstyrks af
viðkomandi að krefjast viðurkenningar og jafnréttis í samfélagi sem engan
veginn var undir slík umskipti búið.
Nú hefur blessunarlega orðið mikil breyting á samfélagi íslendinga. Skoð-
anakannanir hafa leitt í ljós að umburðarlyndi fer vaxandi á Islandi. Þær
hafa einnig sýnt að meirihluti Islendinga tekur því fagnandi að samfélagið
sé orðið fjölbreyttara og opnara en áður.
I umræðu þeirri sem fram hefur farið um nauðsyn þess að leiðrétta rétt-
arstöðu samkynhneigðra hefur athygli manna eðlilega beinst að kirkjunni
og afstöðu þeirra sem þeirri stofnun ráða. Því er iðulega haldið fram að best
fari á því að kirkjan sjálf komist að niðurstöðu varðandi kirkjuleg hjónabönd
samkynhneigðra en sæti ekki þrýstingi. Sú virðist hafa orðið niðurstaða
umræðunnar hér á landi. Á íslandi nýtur kirkjan hins vegar stuðnings og
verndar ríkisvaldsins. Telja ýmsir af þessum sökum stofnunina „ríkiskirkju“
fremur en „þjóðkirkju". Vegna þess hversu nátengd kirkjan er ríkisvaldinu
má eðlilegt telja að samfélagið hafi skoðun á afstöðu ráðamanna hennar til
hjónabanda samkynhneigðra. Ætla má að umræða um kirkju og samkyn-
hneigð fari vaxandi nú þegar nýju lögin eru í gildi gengin.
Mikilvægum áfanga á sviði mannréttinda hefur verið náð á Islandi.
Ásgeir Sverrisson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur
• 25%affólksb(ladekkjum
low profile.
'• 15% afsl.af vinnu i
V við smur. L
»« 1000 kr. bætiefni
V»fylgir frítt með smuri,
Ath.þvottatilboð.
Smurþjónusta
Peruskipli
Rafgpymar*
• pjOFUU. £R
ver ta h
BÍJN EÍN SpTvíNÍliMÍia Tmrt VFíR^^t'TÚ^UL-eGrí
iP^DöMSGff^f GnEtNiG/fRPFi LM Éa/VKaM/A...
úúúú...tyviK4Wili(vn>) Mumi LfcKKA LÁAIsUlutíAlL
IBU-&ALAVA, VÍVUP. TyR.ifLl5% OG, í KjoL-fflfUhP
M(/?v feo-p^Vfrl-p a Hcífu^^orCarSv'æpíNí/
I Sta-P JA^NVeL
L/tKKA...
Illdeilur og skítkast
fyrir allra augum
Það er ekki ofsögum sagt að tilkoma
internetsins og rafrænna boðskipta
hafi haft umtalsverð áhrif á hvernig
fólk hefur samskipti sín á milli. Þá er
ég ekki aðeins að tala um tölvupóst,
msn og netsíma sem eru allt ágætar
uppfinningar heldur einnig spjallvef-
ina og bloggsíðurnar.
Þegar ágætur kunningi minn bjó í
útlöndum hélt hann um tíma úti vef-
siðu til að vinir og vandamenn gætu
fylgst með því sem hann hefði fyrir
stafni. Síðan átti þv( öðrum þræði að
vera eins konar fréttaveita sem myndi
spara honum ómakið að skrifa hefð-
bundinn tölvupóst. Einnig hafði sitt
að segja að fáeinir vinir hans og kunn-
ingjar héldu úti svipuðum síðum og
hann þekkti því ágætlega til þessa
samfélags.
Samskipti við ókunnuga
Ekki hafði síðan verið lengi í loft-
inu þegar kunninginn var búinn að
komast í kynni við fjöldann allan
af fólki sem hann kunni engin deili
á fyrir. Hann var jafnvel 1 meiri dag-
legum samskiptum við þetta fólk
en marga sem stóðu honum nær.
Gegnum bloggsíður átti hann í reglu-
legum samskiptum við fólk úti í bæ,
fylgdist með daglegu Hfi þess og átti
við það orðastað jafnt í gamni sem
alvöru. I fæstum tilfellum vissi hann
hvernig þetta fólk sem hann „um-
gekkst“ svo mikið leit út. Stundum
vissi hann ekki einu sinni hvað það
hét í raun og veru.
Spjallsvæði á internetinu eru ekki
síður forvitnilegur afkimi netheima.
Þau gera fólki sem á sameiginleg
áhugamál eða hugðarefni kleift að
skiptast á skoðunum og efla kynni sín
á milli. Gildir einu hvort áhugamálið
er ljósmyndun, frímerkjasöfnun,
verndun hálendisins eða eitthvað allt
annað. Með nýju tækninni er unnt að
skiptast á skoðunum á fljótari og auð-
veldari hátt en áður og hún sameinar
jafnframt fólk sem á sitthvað sameig-
inlegt en hefði að öðrum kosti hugsan-
lega ekki kynnst.
Einar Kárason
Bylur hæst í tómum tunnum
Ég hef svolítið fylgst með sumum
þessara spjallsvæða, ekki síst vinnu
minnar vegna. Þar er misjafn sauður
í mörgu fé og oft hefur mér sýnst
að þeir leggi mest til málanna sem
minnst hafa að segja. Það bylur hæst í
tómu tunnunum í netheimum eins og
í raunheimum.
3*
€
Það sem gerirþéssi samfélögeinnigsér-
stök er að þar fara skoðanaskipti fram
fyrir allra augum. Af þeim sökum eru
flestir frekar varfærnir í yfirlýsingum
og hugsa sig vel um áður en þeir sleppa
hugsunum sínum lausum á netið. Þó
eru alltaf einhverjir sem ekki gera
sér grein fyrir því hvað er við hæfi að
birta opinberlega og hvað ekki. Sumir
reyna jafnvel allt hvað þeir geta til að
koma af stað deilum og illindum og
það er með hreinum ólíkindum að
lesa þær svívirðingar og sleggjudóma
sem fólk sem felur sig bak við dulnefni
skilur eftir sig á netinu.
Þrátt fyrir þá galla sem fylgja sam-
skiptum á internetinu finnst mér
þetta samskiptaform í sjálfu sér ekki
slæmt. Það er fyrst og fremst dálítið
sérstakt og kannski dæmigert fyrir þá
tíma sem við lifum á. Menn standa
í illdeilum og skítkasti við fólk sem
þeir hafa ekki hugmynd um hvað
heitir eða hvernig lítur út. Það gæti
þess vegna verið nágrannar þeirra,
vinir eða ættingjar. Þátttakendur í
þessu samfélagi kynnast hver öðrum
ágætlega upp að vissu marki. Þeir vita
jafnvel ýmislegt hver um annars fjöl-
skylduhagi, matarvenjur og áhugamál
svo nokkuð sé nefnt. Þrátt fyrir það
þekkjast þeir stundum ekki betur en
svo að þeir myndu ekki bera kennsl
hver á annan ef þeir mættust úti á
götu eða úti í búð.
Höfundur er blaðamaður
Klippt & skorið
Hiö ágæta flugfélag lceland Express
býður farþegum sínum upp á ýmsa
lesningu til sölu um borð í vélum
sínum og stundar meira að segja bóksölu i há-
loftunum, en það er bókin Draumalandið eftir
Andra Snx Magnason sem ein íslenskra
bóka nýtur þess heiðurs. (
sætisvasanum má líka finna
þykkan bækling frá félaginu
og þar ritar Birgir Jónsson,
framkvæmdastjóri lceland
Express eins konar leiðara
þar sem stuðningi er lýst
við málflutning Andra Snæs,
enda segir Birgir hagsmuni félagsins að „nátt-
úra (slands haldist eins óspillt og hægt er." Það
er sjálfsagt rétt athugað, en klippara finnst
það samt eilítið skrýtin prédikun ( hinum
vængjuðu álrörum félagsins.
Islenska útrásin hefur haldið áfram þrátt
fyrir blikur á himni íslensks efnahags-
lífs. Umsvifamestur á þeim vettvangi er
vafalaust Björgólfur Thor Björgólfsson, en
hann ástundar víking sinn undir merkjum fjár-
festingafélagsins Novators. Nafnið erþó engan
veginn einstakt og geta menn víða um veröld
fundið ýmis fyrirtæki undir því
nafni, t.d. umsvifamikinn fram- mmr' U
leiðanda loftvarnaflugskeyta I
í Úkraínu. Fari menn á vefinn B
og slái inn novator.com birtist Laa■MSÍ1
síðan ekki vefur okkar manna,
heldur fyrirtækis á sviði vefviðskipta (Toronto
og er lítið um það að segja út af fyrir sig, en
óneitanlega vekur merki fyrirtækisins athygli.
Það er nefnilega alveg sláandi svipað merki
annarra íslenskra útrásarfursta, nefnllega vina
okkar og velgjörðarmanna hjá Baugi.
Félagi Reynir Traustason, ritstjóri
Mannlífs, skjalar
orðróma á vef
tfmaritsins (www.mann-
lif.is) og skrifar nú af mik-
illi velþóknun um fyrstu
verk Gísla Marteins
Baldurssonar sem for-
manns Umhverfisráðs
Reykjavíkurborgar, því hann hefur lagt fram
tillögu um afnám banns við hundahaldi í borg-
inni og ýmsar tilslakanir gagnvart hundaeig-
endum aðrar. Reynir er greinilega ánægður
með Villa og hans fólk í borgarstjórn, en
ennþá ánægðari eru sjálfsagt þær Ylfa (2) og
Lena (1), hreinræktaðar amerískar Cocker-tfkur
ritstjórans.
Andres@bladid.net