blaðið - 28.06.2006, Page 16

blaðið - 28.06.2006, Page 16
24 I FJÖLSKYLDAN MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 blaðiö Myndmálið talar öðru máli en tungumálið Listmeðferð (art therapy) hefur hjálpað þúsundum að ná tökum á þunglyndi, yfirstíga kynferðislegt ofbeldi eða vinna á öðrum vanda. Myndræn tjáning gerir listmeðferð sérstaka þar sem myndmálið talar öðru máli en tungumálið. Táknmál þess opnar því aðrar víddir í innri veruleika mannsins. Næstu daga verður haldin norræn listmeðferð- arráðstefna (art therapy) í Kennara- háskóla íslands. Yfirskrift ráðstefn- unnar er: Listmeðferð og lífsrýmið, Áhrif myndsköpunar á heilastarf- semina, þar sem einblínt verður á taugavísindi og listmeðferð. Ráðstefna á 10 ára fresti Ráðstefnan stendur frá 29. júní -1. júlí og fyrirlesarar eru allir list- meðferðafræðingar sem munu fjalla um listmeðferð frá ýmsum sjónarhornum í máli og myndum. Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á að fá innsýn í listmeðferð og það má segja að þetta sé einstakt tækifæri því ráðstefna sem þessi hefur verið haldin á 10 ára fresti á ís- landi. Fyrsta norræna listmeðferðar- ráðstefnan var haldin á íslandi árið 1975. Síðan þá hefur ráðstefnan verið haldin á tveggja ára fresti í einu af Norðurlöndunum. Helmingsafsláttur fyrir námsmenn Þegar litið er á fyrirlesarana má sjá að þar er glæsilegur hópur listmeð- ferðarfræðinga, hver á sínu sérsviði. Pauline McGee, Skotlandi, sérhæfir sig í áföllum, sérstaklega kynferð- islegu ofbeldi gagnvart börnum. Anita Forsell, Svíþjóð, er verkefna- stjóri á dagdeild fyrir fólk með áunninn heilaskaða og hún leggur áherslu á ný viðhorf í endurhæfingu. Kerry Kruk frá Bandaríkjunum mun kynna rannsókn sína á heila- starfsemi á meðan á myndsköpun stendur. Noah Hass-Cohen frá Bandaríkjunum kemur til með að fjalla um framfarir í taugavísindum og tenginguna við listmeðferð. Daniela Seeskari frá Finnland mun fjalla um rannsóknir í listmeðferð og taugaþroskaröskun. Ráðstefnan fer fram á ensku og námsmenn fá helmingsafslátt af ráðstefnugjaldi. Skráning og frekari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá hennar má finna á www.iceart.org Logandi kvöl: Mynd eftir unga konu sem var að fást við tilfinningar sínar tveimur árum eftir að hún komst út úr vímuefnaneyslu og vændi. Listmeðferð nálgast hlutina frá öðru sjónarhorni Listmeðferð er tiltölulega ungt meðferðarform á íslandi en hefur vakið athygli. í listmeðferð er myndsköpun notuð til að vinna úr tilfinningareynslu eins og áföllum. Meðferðin getur verið áhrifarík þar sem kafað er í undirmeðvitund fólks. Listmeðferð hentar börnum oft sérstaklega vel þar sem þau hafa ekki sömu forsendur og fullorðið fólk til að lýsa tilfinningum sínum og skoðunum í orðum. íris Ingvarsdóttir er menntaður listmeðferðafræðingur og hún féllst á að fræða Blaðið um hvað listmeðferð er og af hverju hún sé eins áhrifarík og hún er. Listmeðferð byggir á því að nota myndsköpun sem tjáningarleið í meðferð. Sálfræðingar beita viðtalsmeðferð þar sem þeir nota orð. Fólk hefur tilhneigingu til að forðast að tala um það sem er því erfitt tilfinningalega. Myndsköpun virkjar aðrar heilastöðvar og nær miklu dýpra í undirmeðvitund fólks. Þannig fást upplýsingar sem tengjast frekar tilfinningaþáttum sem geta verið viðkvæmir." Iris segir að þetta snúist þó ekki um að það sé auðveldara að vinna í myndsköpun en að tala um hlutina. Hins vegar snúist listmeðferð frekar um að nálgast vandamálið frá öðru sjónarhorni. „Listmeðferð getur verið áhrifarík leið með börnum af því börn skilja hlutina út frá öðrum forsendum en fullorðna fólkið. Þau setjast ekki niður og ræða um hugsanir sínar og tilfinningar." Lífsakkeri fyrir sum börn Samkvæmt írisi geyma börn sem verða fyrir áföllum minningar sínar um áfallið. Heilinn geymir það sem viðkomandi upplifir sem myndir. Ef áfallið verður fyrir málþroska þá hafa börnin ekki orð yfir það sem hefur gerst. „Ein leið til að ná í þær minningar getur verið í gegnum myndsköpun. Eftir að hafa verið með mörg börn í meðferð finn ég það greinilega að listmeðferð er hálfgert lífsakkeri fyrir sum börnin. Það er svo margt sem hvílir á þeim og mörg þeirra sýna sterka þörf fyrir að mæta í þessa tíma og fá að tjá sig. Þannig geta þau unnið úr því sem þau hafa gengið í gegnum.“ Listmeðferðin getur líka verið gagnleg hjá fullorðnu fólki og íris segir að meðferðin sé einmitt talin áhrifarík vegna þeirrar staðreyndar að orð séu oft ritskoðuð. „Það sem hefur komið í ljós er að fólk segir eitt en síðan getur myndverk speglað allt aðra þætti hjá manneskjunni og gefið aðra sýn á það sem hún er að vinna úr.“ Örugg leiðtilaðtjá sig Að verða fyrir áfalli getur verið yfirþyrmandi lífsreynsla auk þess sem henni getur fylgt skömm. „Það getur verið erfitt að tala um áfallið en það er hægt að tjá sig um það sem gerist innra með sér í gegnum myndsköpunina. Um leið verður til ákveðin fjarlægð á það sem verið er að glíma við. Það er oft auðveldara að tala um það sem maður sér heldur en að tala beint frá sjálfum sér. Það er galdurinn í þessu. Myndmálið sýnir það sem fólk glímir við á annan hátt heldur en orðið. Bæði getur myndverkið sjálft speglað það sem er að gerast innra með manneskjunni en myndverkið getur líka verið brú yfir í að tala um hlutina," segir Iris og bætir við að listmeðferð getur því virkað sem örugg leið til að tjá sig. Ekki nauðsynlegt að kunna að teikna íris segir að þeir sem leiti til hennar þurfi ekkert endilega að kunna að teikna, mála eða vinna í leir. Hver og einn er að skapa út frá sínum forsendum. „Mitt starf sem listmeðferðarfræðingur er að hjálpa einstaklingnum að finna þá leið sem hentar honum best og spegla það sem hann er að gera. Ég skapa öruggar aðstæður og byggi upp traust og tengsl við mína skjólstæðinga. Fullorðið fólk sem ekki hefur teiknað eða málað í mörg ár getur átt erfitt með að byrja á því. Þeim er hjálpað að feta sig áfram og gera tilraunir. Venjulega er unnið þannig að fólk fær frelsi til að setja í myndverk upplifanir sínar og hugsanir. Stundum auðveldar það að fá ákveðið þema til að vinna út frá.“ Ný sýn opnast ,Fólk getur einungis skapað út frá sjálfu sér. Það sem einstaklingur hefur reynt, þekkir og upplifað speglast í myndunum. Þegar teiknað er, málað eða unnið með leir er verið að vinna með ólík efni og þá er líka verið að virkja mismunandi hluta heilans,“ segir íris og áréttar að munur sé þar á. „Til dæmis er teikningin frekar vitsmunalegt ferli en þegar unnið er með liti og málningu flæðir meira sem kallar fram sterkari tilfinningaviðbrögð Leirinn er mjög líkamlegur og það að móta í leir er mjög líkamlegt ferli sem virðist kalla fram enn dýpri tilfinningar. Listmeðferð getur tekið sinn tíma, sérstaklega ef verið er að vinna úr erfiðri reynslu sem fólk hefur lent í. Smátt og smátt púslast lífsreynslan saman. Það getur virkað eins og það opnist einhver ný sýn.“ svanhvit@bladid. net BARNAVAGNAR HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVÁL AF KERRUM OG VÖGNUM

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.