blaðið - 28.06.2006, Side 17
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
FJÖLSKYLDAN I 25
Auðveldara að tjá
sig í gegnum list
Pauline McGee er listmeðferð-
arfræðingur sem er með mikia
reynslu sem og menntun á sviði
listmeðferðar. Hún sérhæfir sig í
að vinna með börnum sem hafa
verið beitt kynferðislegu ofbeldi
og flytur fyrirlestur á listmeðferð-
arráðstefnu sem hefst á morgun í
Kennaraháskóla íslands.
í upphafi lýsir Pauline ánægju
sinni með listmeðferðarráðstefnuna
og segist vonast til að hún leiði til
frekari listmeðferðar á Islandi. „Ég
hef unnið með börnum sem voru
misnotuð kynferðislega lengi og mér
finnst sem það sé auðveldara fyrir
þau að tjá sig í gegnum list því oft geta
þau ekki rætt reynslu sína. Stundum
kunna þau ekki að nefna misnotkun-
ina og ef þau voru misnotuð kynferð-
islega þegar þau voru ung að aldri
getur það orðið að hversdagslegri
reynslu." Pauline viðurkennir þó að
hún hafi ekki áttað sig strax á því
hve auðveld leið listmeðferð væri
þar sem það tók börnin einhvern
tíma að aflijúpa það kynferðislega of-
beldi sem þau urðu fyrir. „Þá áttaði
ég mig á að þetta væri mjög auðveld
leið fyrir þau að tjá sig um hvað hafði
gerst. Hluti af því var traustið sem
myndaðist í meðferðinni."
Hrædd um að uppljóstra
leyndarmáli
„Mörg forðast það algjörlega vegna
þess að þeim hefur oft verið sagt að
þetta sé leyndarmál,“ segir Pauline
þegar hún er innt eftir því hvort börn
teikni mjög grafískar myndir af of-
beldinu sem hefur átt sér stað. „Þau
eru mjög hrædd um að uppljóstra
leyndarmáli, stundum vegna þess
að móður þeirra eða systkini hefur
verið hótað. Barn finnur leið svo það
myndskreyti ekki nákvæmlega hvað
kom fyrir það. Frekar tjáir barnið sig
í gegnum myndlíkingar og segir jafn-
vel sögu af einhverjum öðrum, bara
til þess að segja hve hræðileg og trufl-
andi þessi reynsla er.“
Pauline segir að barn geti gefið
eitthvað til kynna í einni teikningu
og svo í tímanum þar á eftir teiknað
aðeins ítarlegri teikningu. Hluti
þess er til að athuga hvernig listmeð-
ferðarfræðingurinn bregst við. „Ef
barninu hefur verið sagt að leynd-
armálið sé hræðilegt og geti skaðað
einhvern þá mun barnið gæta þess
að segja ekki nokkrum frá. Barnið
leitar því viðbragða hjá listmeðferð-
arfræðingnum og kannar hvort það
sér merki áfalls, hættu eða ótta. Ef
fræðingurinn sýnir eitthvert þess-
ara viðbragða þá er hætta á að barnið
dragi söguna til baka og minnist jafn-
vel ekki á þetta í einhvern tíma. Oft
talar fólk ekkert um ofbeldið fyrr en
það er komið á fullorðinsaldur og
finnur fyrir öryggi.“
Hvert barn tjáir sig á ólíkan hátt
Pauline leggur áherslu á að það séu
engin tákn eða litanotkun í teikn-
ingum barna sem segi til um hvort
að sé beitt kynferðislegu ofbeldi.
Bretlandi gætum við þess sérstak-
lega að leita ekki eftir táknum eða
litum sem gefa til kynna að barnið
sé beitt kynferðislegu ofbeldi. Það er
erfitt að benda á einn lit frekar en
annan því litur getur merkt hvað
sem er fyrir tiltekinn einstakling.
Hvert og eitt barn tjáir sig á ólíkan
hátt. Slíkt er því hægt að oftúlka
og þá er verið að leita að einhverju
sem er jafnvel ekki til staðar,“ segir
Pauline og bætir við að hún telji að
það sé ekki nokkur leið til að kom-
ast að því hvort barn hafi verið beitt
kynferðislegu ofbeldi ef það vill fela
það. „Ef barn uppljóstrar að það hafi
verið beitt kynferðislegu ofbeldi þá
tel ég að það gerist ekki skyndilega,
heldur frekar á löngum tíma, þegar
barnið finnur fyrir öryggi. Börn
geta til dæmis fundið fyrir öryggi í
meðferð, þar fá þau tækifæri til að
tjá sig um líf sitt og finna að þau eru
viðurkennd."
Erfitt að byggja upp traust
Pauline talar um að þegar barn
sem hefur verið beitt kynferðislegu
ofbeldi komi í meðferð hjá henni
þá treysti það engum. Hún segir að
það sé því mjög erfitt að byggja upp
traust. „En listmeðferðarfræðingar
verða að eyða tíma með barninu og
bjóða upp á öruggt athvarf. Það er
ekki hægt að byrja á því að spyrja
barnið spurninga heldur snýst þetta
um að barnið sé öruggt. Það er erf-
iðast að fá barnið til að treysta ein-
hverjum aftur, sérstaklega ef það
var misnotað af einhverjum sem
það elskaði. Jafnvel þó barnið hafi
þegar sagt frá að það hafi verið beitt
kynferðislegu ofbeldi þá tekur það
öílum fullorðnum með varúð. Ef og
þegar barnið finnur fyrir öryggi þá
snýst meðferðin um að byggja upp
sjálfstraust barnsins að nýju.“
Dregur sig úr daglegu lífi
Samkvæmt Pauline er sjálfsmat
stærsti hluti meðferðarinnar. „Ég
held að þegar barn verður hrætt þá
dragi það sig úr daglegu lífi. Við
sjáum mikið af börnum sem segja
ekki frá og þegar þau verða ung-
lingar, sem er mjög ruglingslegur
tími, þá skaða þau sjálf sig, drekka
eða neyta eiturlyfja. Ef einstaklingar
skaða sjálfa sig er það oft merki þess
að einhvers konar ofbeldi hefur átt
sér stað. En samt sem áður vita ekki
allir sem skaða sjálfa sig að þeir hafi
orðið fyrir ofbeldi. Aðalatriðið er
því að byggja upp sjálfsmat og ég
held að ef barn er ánægt með sig þá
getur það byggt upp varnir í framtíð-
inni. Þannig líður því betur og hefur
stjórn á lífi sínu í stað þess að verða
fullorðið og lenda í fleiri ofbeldis-
fullum aðstæðum,“ segir Pauline að
lokum.
svanhvit@bladid. net
Pauline McGee:„l Bretlandi gætum viö þess sérstaklega aö leita ekki eftir táknum eöa
litum sem gefa til kynna aö barnið sé beitt kynferðislegu ofbeldi."
Bakkað yfir böm
Bílafloti landsmanna hefur tekið
miklum breytingum á liðnum
árum. Það er meira um háa og
stóra bíla en nokkru sinni fyrr.
Þeim fylgir ákveðin hætta sem
ekki hefur verið mikið til um-
ræðu hér á landi þrátt fyrir að eitt
barn hafi látist.
1 Bandaríkjunum eru þessi slys
nokkuð tíð og hafa yfirvöld og for-
eldrar sem misst hafa börn sín á
þennan sviplega hátt tekið höndum
saman um að reyna að koma í veg
fyrir þau. Það er því ærin ástæða til
að fjalla nánar um þessi slys hér á
landi ef umræðan getur komið í veg
fyrir að slíkt endurtaki sig.
Mikilvæg atriði til að koma í veg
fyrir að bakkað sé yfir börn.
1. Ekkilátasmábörnveraeinútiað
leika sér nálægt innkeyrslum.
2. Ef innkeyrslan er aðgengileg frá
garðinum er öruggast að setja
upp girðingu sem hindrar að
lítil börn geti komist þangað.
3. Þegar bakkað er úr stæði er
mikilvægt að hafa tölu á öllum
börnum sem eru þar i kring.
4. Ef þú ekur á stórum upphækk-
uðum bíl er mikilvægt að nota
framlengingarspegla til að geta
séð betur hvað er fyrir aftan
bílinn.
5. Ekki skilja bílinn eftir í gangi í
innkeyrslunni.
6. Öruggast er að bakka inn í
innkeyrsluna, það dregur úr
hættunni.
7. Ef þú ert eini fullorðni einstak-
lingurinn heima fyrir og þarft
að færa bílinn úr innkeyrslunni
er öruggast að hafa börnin í
bílnum hjá þér á rneðan.
Kennið börnunum að umgangast
innkeyrsluna sem venjulega umferð-
argötu, þar sem ekki má leika sér.
Herdís L. Storgaard herdis.storga-
ard@sjova.is
Forstöðumaður Forvarnarhúss Sió-
vár www.forvarnahusid. is
VILTU SKJOL A
VERÖNDINA?
Dalbraut 3, 105 Reykjavík * Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
MARKISUR
www.markisur.com