blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 blaöiö KB-banki: Segja ásakanir með öllu tilhæfulausar ■ Ekki borist fyrirspurnir frá lögreglunni. ■ Kærandi krefst leiðréttingar á umdeildu skjali Þær ásakanir á hendur innri endurskoðanda KB-banka sem nú sætir lögreglurannsókn eru með öllu tilhæfulausar samkvæmt yfir- lýsingu sem bankinn sendi frá sér í gær. Hvorki KB-banki né innri endurskoðandi bankans hafa bor- ist fyrirspurnir frá lögreglunni vegna málsins. Kærandi segist ekki hafa haft önnur úrræði en að kæra málið til lögreglu eftir að bank- inn neitaði að verða við tilmælum Fj ármálaeftirlitsins. Hefur ítrekað höfðað mál Samkvæmt yfirlýsingu sem KB- banki sendi frá sér í gær eru ásak- anir Þorsteins Ingasonar á hendur innri endurskoðanda bankans með öllu tilhæfulausar. Bankinn bendir á að Fjármálaeftirlitið hafi haft málið til skoðunar og ekki tahð tilefni til að aðhafast í þvi. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að hvorki bankanum né innri endurskoðanda hafi borist fyrirspurnir frá lögreglunni vegna málsins. Þá segir bankinn ekkert því til fyr- irstöðu að ágreiningur milli hans og Þorsteins Ingasonar verði til lykta leiddur fyrir dómstólum. Þorsteinn hafi margítrekað höfðað slíkt mál gegn bankanum en jafnan fallið frá málsókn að eigin frumkvæði. Eins og greint var frá í Blaðinu í gær sætir innri endurskoðandi KB- banka nú lögreglurannsóknar FRJALST.ÓHÁÐ & ÓKEYPIS mnrt andurtkoðandi KB-banka Sætir lögreglurannsókn vegna reiknikúnsta ____■ "«***• UrMnlna* i nxbtapl ■ Sogiatt lut. t.pai rúmum «5 mWiónum. ^jj pfggpl ...! Forsíða Blaðsins í gær. vegna ætlaðra brota hans er lúta að refsiverðum viðskiptaháttum. Rannsóknin snýst um notkun á skjali þar sem reiknað var vaxtatap bankans vegna viðskipta við fyrir- tæki Þorsteins á 9. áratugnum. Fjár- málaeftirlitið gerði athugasemdir við útreikninga bankans og i kjölfar þeirra lagði Þorsteinn fram formlega kæru á hendur innri endurskoðanda bankans. Krefst skaðabóta Málarekstur milli Þorsteins og bankans hefur staðið yfir í fjölmörg ár. Telur Þorsteinn að bankinn hafi með ólögmætum aðgerðum stuðlað að því að fyrirtæki hans hafi orðið gjaldþrota árið 1988 og krafist skaða- bóta vegna þess. Bankinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi orðið fyrir verulegum skaða vegna viðskiptanna. Hefur bankinn vísað í áðurnefnt skjal máli sínu til sönnunar. f bréfi sem Fjármálaeftirlitið sendi Þorsteini á síðasta ári kemur fram að eftirlitið telji skýringar bankans á útreikningum meints vaxtataps ófullnægjandi. Eftirlitið segist þó ekki hafa það hlutverk að úrskurða um ágreining aðila um sönnun máls- atvika eða sannleiksgilda gagna. Bendir eftirlitið Þorsteini því á að leita til lögregluyfirvalda telji hann stjórnarmenn bankans hafa gerst brotlegir við almenn hegningarlög. Að sögn Þorsteins var honum ómögulegt að halda málarekstri áfram á meðan skjalið fékkst ekki leiðrétt. „Ég þurfti að fella niður málið því ég tel mig ekki geta rekið það með röngum skjölum. Það þurfa vera réttar upplýsingar fyrir dómnum. Þar sem bankinn brást ekki við athugasemdum Fjármálaeft- irlitsins hafði ég ekki önnur úrræði en að kæra til lögreglunnar.“ hoskuldur@bladid.net Léttar, sykurlausar uppskriftir ogfróðleikur Falleg - sterk - náttúruleg ^'xSTRÖND Suöurlandsbraut 10 Slmi 533 5800 www.simnet.is/strond FANGAÐU AUGNABUKIÐ Minni þyrla Gæslunnar, TF-SIF, á björgunaræfingu Hún er af gerðinni Eurocopter SA-365N Dauphin og getur flutt átta farþega eða fjórar sjúkrabömr. Hámarks flugdrægni er um 400 sjómílur hámarksflugþol þrír og hálfur tími. Dómsmálaráðuneytið: Ný þyrlusveit ■ Þrjár nýjar björgunarþyrlur keyptar ■ Þyrlur leigðar fyrst um sinn ■ Puman seld Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörg- unarþjónustu á fslandi. Þar er lagt til að keyptar verði þrjár stórar og langdrægar björgunarþyrlur en að auki verði ein skammdrægari þyrla til taks. Miðað er við að ákvörðun um útboð á nýju þyrlunum verði tekin þegar í haust. Þyrlubjörgun- arsveitin á áfram að vera undir for- ræði Landhelgisgæslunnar. í vor ákvað dómsmálaráðherra að eflaþyrlusveitLandhelgisgæslunnar í áföngum, fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágranna- þjóðir en síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. f lok maí samþykkti ríkisstjórnin svo að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú en þeir samningar taka gildi í haust. Næsta vor bætist þriðja leiguþyrlan við, full- búin Super Puma björgunarþyrla. í skýrslunni, sem dóms- og kirkjumálaráðherra hefur nú ^ kynnt, er eins og áður sagði fjallað um það hvernig þyrlum Landhelgisgæsla j Islands skuli búin til lang frama og er megintillagan að með útboði verðileitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum, langdrægum björg- unarþyrlum en auk þess verði Daup- hin-þyrlan áfram í rekstri. Á hinn bóginn er talið að nýjar, fullnægj- andi þyrlur fáist ekki afgreiddar fyrr en á næsta áratug. Verður það bil því brúað með leiguþyrlum. Gert er ráð fyrir að Super Puma þyrla Gæslunnar (TF-LIF) verði seld en að rætt verði við norsk stjórn- völd um samstarf við kaup á hinum nýju þyrlum; stórum, sérhönnuðum björgunarþyrlum og verði útboðs- auglýsing birt eins skjótt og kostur er. Eins að unnið verði að nánu sam- starfi þjóða við Norður-Atlantshaf umsamvinnuíleit og björgun á hafinu, þar á meðal ð samnýt- inguá þyrlu- kosti. Björn Bjarnason Þyrlusveitin a að fá á sig mynd með haustinu. A mBBL Fíkniefni: Gæsluvaröhald staðfest Gæsluvarðhald var staðfest yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ætlað að dreifa fimm- tán kílóum af amfetamini og tíu af hassi. Mennirnir voru handteknir í april síðastliðnum þegar þeir vitj- uðu BMW-bifreiðar sem þeir létu ferja yfír til Islands frá Rotterdam í Hollandi. Lögreglan fann bílinn þegar hann var fluttur hingað. I stað þess að gera bílinn upptækan lét hún koma fyrir hlerunarbún- aði og áframsendi bílinn til þeirra aðila sem nú sitja í gæsluvarðhaldi. A.m.k. einn aðilinn hefur áður orðið uppvís af stórfelldu fíkniefnabroti. Málið mun vera afar umfangsmikið og er enn í rannsókn hjá fikniefna- lögreglunni í Reykjavík. Mennirnir þrír munu sitja í gæsluvarðhaldi til 25 ágúst. OLYMPUS mju720SW með OLYMPUS Tilvalin í útivistina! Einstök hönnun • Stál hús - þolir fall úr allt að 1.5 metra hæð • Þolir þrýsting sem jafnast á við 3 metra dýpi ■ BrightCapture Technology sem auðveldar skoðun mynda og að taka myndir án flass I lltilli birtu. 7.1 milljón pixlar 2.5" LCD skjár • 3 x optikal aðdráttur (38-1 Mmm) ■ 24 tökustillingar Verð kr. 36.900 FÆST EINNIG I: * FRlHÖFNlNNl Flugstöð Leifs Eirftssonar -i* Arvirkjanum Eyrarvegi 32, Sdlossi, s: 4601160 ! . PIXLAR Suðurlandsb 52, Reykja., s: 588 3700 GEISLA Flötum 29, Vestm.eyjum, s: 481 3333 4t MODEL Stillholti 16-18, Akranesi, s:431 3333 ♦ BÓKAVERSLUN PÓRARINS Garösbraut 9, Húsavlk, s: 464 1234 SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 I SMÁRALIND ■ Sími 530 2900 I KEFLAVÍK ■ Sími 421 1535 I AKUREYRI • Simi 461 5000 | S1Á NÁNAR: www.ormsson.is ORMSSON

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.