blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006
21
deiglan
deiglan@bladid.net
Arbæjarsafn
Sýningin Diskó & Pönk er nú i gangi í Árbæjarsafni.
Á sýningunni er fjallað um menningu ungs fólks i Reykjavik á
árunum 1975-1985 og er diskó og pönk haft í forgrunni.
I tilefni af útgáfu bókarinnar Inside
Reykjavík - The Grapevine Guide
aetlar Reykjavík Grapevine og
Edda útgáfa að halda útgáfuteiti. í
bókinni er fjallað um Reykjavík á
persónulegan máta en bókin er víst
drepfyndin og fræðandi í senn.
Teitið fer fram í dag í verslun Máls
og menningar, Laugavegi 18, og
hefst stundvíslega kl. 17:00 og
stendurtil kl. 20:00. Þar munu
koma fram tónlistarmennirnir Silla
og Moongoose og Reykjavík! Allir
eru velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
í lok teitisins verður boðið upp á
ferð um Reykjavík í tveggja hæða
rútu sem hefur ekið ferðamönnum
síðustu misseri. Þannig gefst
gestum kostur á að kynnast Reykja-
vík með augum ferðamanna sem
er vel við hæfi miðað við tilefnið.
Ferðin mun taka um 1 klukkustund
og lagt verður af stað frá Arnarhóli
um kl. 20:00.
Hvað e
að geras
MIÐVIKUDAGURINN 19. JÚLÍ
KL. 8:30 SÝNING
Svanf ríður Sigurþórsdóttir myndlist-
arkennari heldur myndlistarsýningu
í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru
16 myndverk sem unnin eru undir hug-
hrifum frá náttúrunni. Viðfangsefnið
eru þúfur og blóm sem unnin eru með
akrýl- og olíumálningu á striga. Einnig
eru mósaíkmyndir á sýningunni sem
lýkur sunnudaginn 31. júlí.
KL. 20:00 FUNDUR
í kvöld verður kvennafundur Al-Anon
i húsi Félags islenskra hljómlistar-
manna, Rauðagerði 27.
KL. 20:30 LEIKLIST
i kvöld verður leikritið How do you like
lceland? i Iðnó. í sýningunni er farið á
vitrænan, upplýsandi og gamansaman
hátt i gegnum íslandssöguna. Benóný
Ægisson er höfundur verksins.
Á morgun verður verður sýning á
Footloose í Borgarleikhúsinu. Sýn-
ingin samanstendur af mögnuðum
dansatriðum og lögum, í útsetn-
ingu Þorvalds Bjarna, sem slógu í
aegn á 9. áratugnum.
Isýningunni má meðal annars
heyra lögin Footloose, Holding
Out For A Hero, Almost Paradise
og Let s Hear It For The Boy. Tón-
listina þekkja flestir enda komust
mörg lögin á topp 40-listann í
Bandaríkjunum á sínum tíma.
Hvalskoðunarferð Alþjóðahússins:
Hnúfubakar og hnísur
Gaman Fólk hefur verið ánægt með ferðir Alþjóðahússins að sögn Helgu Ólafs.
Amorgun verður farið í
hvalaskoðunarferðávegum
Alþjóðahússins en ferðin
er hluti af sumardagskrá
hússins. Nú þegar er fullt i ferðina en
rúmlega 300 sæti eru í boði.
Helga Ólafs upplýsingafulltrúi
segir að skráningin hingað til hafi
gengið vonum framar. „Ég hafði
samband við Hafsúluna og þeir
hafa ljáð sinn bát þannig að við
verðum með tvo stóra báta en hvor
þeirra tekur um 145 manns eða 290
i heildina. Síðan er annar bátur líka
sem tekur 38,“ segir Helga.
Ferðirnar hafa verið vel sóttar og
í síðustu viku mættu 85 manns í
Viðeyjarferð þrátt fyrir rigningu og
leiðinlegt veður. „Ég hélt að það yrði
töluvert brottfall en ég pantaði tvær
rútur. Síðan kom það á daginn að
það voru einungis fimm aðilar sem
skiluðu sér ekki af þeim sem höfðu
skráð sig. Mér fannst það bara með
ólíkindum og verulega gaman en við
Hvalskoðun Farið verðurmeð skipinu
Hafsúlunni á morgun.
vorum öll rennandi blaut þegar við
komum til baka,“ segir Helga.
1 næstu viku verður boðið upp á
menningarrölt um miðbæinn með
leiðsögn Birnu Þórðardóttur en
frekari upplýsingar um ferðirnai
má finna á heimasíðu Alþjóðahúss:
www.ahus.is
Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar
Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð
víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst.
Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir
klukkustundar langan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur
þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku.
Vinsamlegast hafið samband í síma 5691440 eða
sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is.
*Miðað við að 65 eintökum af Morgunbiaðinu sé dreift í 30 skipti.