blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 22
30 MIÐVIKURDAGUR 19. JÚLÍ 2006 Maðiö folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ertu að missa af strætó, Gísli? ,,/n, því miðnr virðast ofmargir borgarbúar vera að ntissa af strætó, því ágæta samgöngutæki. Því viljnm við breyta." Gísli Marteiuu Baldursson, formaður uiiihvcrfismðs Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja ekki útiloka að Reykjavíkurborg dragi sig út úr byggðasamlaginu Strætó enda sé leiðakerfið ekki nægilega vel heppn- að og mikið tap á rekstrinum. Smáborgarinn HANN VAR ÓÖRUGGUR ÍÆSKU (fyrradag byrjaði nýr þáttur í ríkissjónvarpinu, Glæpahneigð (Criminal Minds), sem Smáborg- arinn horfði spenntur á enda fjallaði hann um raðmorðingja og sérþjálfaða deild innan alríkislög- reglunnar bandarísku. Þátturinn var svona í anda Silence of the Lambs nema það er engin Clar- ice Sterling heldur miðaldra karl sem kennirafbrotafræði. Ef einhver hélt að greiningar- deild KB-banka væri spennandi þá missti Smáborgarinn vatnið við það eitt að horfa á þetta mæta fólk. Ekki síðan í CSI hefur komiðjafnfrámunalega klártfólk sem nánast veit alit og skilur allt. Með þeim takmörkuðu upplýs- ingum sem aðalsöguhetjan fékk (hendurnar tókst henni að segja deili á morðingjanum, frá áföllum I barnæsku til hvaða rakspíra hann notar. Gamalt borðspil sýndi fram á að árásarmaðurinn væri óvenju árásargjarn, hann upplifði áfall í æsku, hann væri áhugamaður um gelísku og svo framvegis. Af svona innsæi er Smáborgarinn hrifinn enda er ýmislegt sem fer fram hjá honum vegna þess að hann er oft utan við sig. Smáborgarinn hefur séð ófáa sjónvarpsþætti um ævina en aldrei hefur hann séð þátt þar sem jafnmikið er reynt að sýna fram á hvað hann höfði mikið til vitsmunanna.Áfimm mínútna fresti kom einhver frasi sem Oscar Wilde eða Nietzche eða Yoda áttu að hafa sagt við eitt- hvert sögulegt augnablik. Sakamálin voru ekki sérlega djúpstæð og þónokkrar sál- fræðiklisjur sem fengu að fljóta með hinu ofurklára FBI-teymi. Gáfulegu frasarnir voru aftur á móti það sem gerði þáttinn óþolandi. Fólk mátti ekki fá sér brauðbeyglu án þess að einn Wilde-frasi félli ekki með myisn- unum.Smáborgarinn hugsaði með sér hvernig lífið væri ef fólk talaði svona eins og tamdir apar. „Teningunum er kastað," segir félaginn og telurtíu áfram I Mata- dor. „Þeir geta tekið líf okkar en þeir munu aldrei taka frelsi okkar," segir formaður samtaka um bætta byggð á Miðnesheiði. Af hverju að tala eðlilega þegar þú getu talað I misgáfulegum frösum. Gríptu tækifærið, gríptu daginn, gríptu Kit Kat. Blaölö/FMi Saknar þess að vera ekki skammaður Ásgeir Hannes Eríksson, veitingamað- ur á Blásteini í Árbænum setur hljóðan þegar hann er spurður út í ástríðu sína. Eftir svolitla þögn og vangaveltur seg- ir hann „Fyrir nokkrum árum hefði ég hreint örugglega svarað því til að ástríða mín væri matur en ég held að ég hafi ekki ástriðu fyrir neinu í dag.“ Það er erfitt með að trúa því að mað- urinn með umdeildu skoðanirnar geti ekki hugsað sér neitt sem kemur blóð- inu á hrey fingu en hann er fyrsta kastið alveg viss um að hafa ekki meiri ánægju af einu fremur en öðru. Maðurinn sem hefur undanfarin ár skotið samfélaginu á skjön með yfirlýsingum sem hafa far- ið alveg öfugt ofan í margan manninn hlýtur þó að hafa sérlega gaman af líf- legum umræðum. „Gott rifrildi hleypir blóðinu alltaf á gott flæði ef maður nær sér á strik,“ segir Ásgeir. „Ég var í tæp ellefu ár með vikulega pistla í blaðinu Tímanum og öllum þeim blöðum sem leidd voru af honum þar til DV varð til. Þar fékk ég góða útrás með pistlaskrif- um þar sem ég valdi mér venjulega að skamma einhvern. Ég man nú fyrst og fremst eftir því frá þessum tíma að það voru engir sem vildu svara mér. Ég beið og beið en sárafáir svöruðu. Þá sjaldan sem það gerðist var það bara eitthvert Kvennalista- og Alþýðubandalagskvapp sem allir eru löngu orðnirleiðir á. En ég sakna þess að vera ekki skammaður." Ásgeir segir þó dögum rifrilda síður en svo lokið. „í dag rífst ég mikið við kúnnana yfir borðið á Blásteini, bara um allt á milli himins og jarðar, en samt koma þeir allir aftur. Þeir koma til að fá sinn skammt af rifrildi með matnum enda er hér oft mjög glatt á hjalla. Maður ríður þó ekki feitum frá þeim viðskiptum enda er að venju tekið hraustlega á móti,“ segir Ás- geir. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 4 S 8 2 6 9 3 7 1 6 9 7 3 4 1 2 5 8 1 2 3 5 7 8 4 6 9 9 4 6 1 8 3 5 2 7 5 3 1 9 2 7 6 8 4 7 8 2 4 5 6 9 1 3 8 1 4 6 9 5 7 3 2 2 7 5 8 3 4 1 9 6 3 6 9 7 1 2 8 4 5 Gáta dagsins: 3 2 4 8 8 7 4 7 6 9 1 3 4 6 1 7 9 3 9 4 8 1 2 5 1 4 7 9 5 3 Þessi svampur er handónýtur, allt vatnið er horfið. HEYRST HEFUR... Flesta daga fæst Össur Skarp- héðinsson við stjórnmál og skrif, sem njóta á má á vefnum (ossur. hexia.net). En hann sinnir fleiri hugðar- efnum og þar ber sjálfsagt hæst starf hans í SPES-sam- tökunum, en þar er hann formaður. Markmið samtak- anna er að hlúa að börnum í þriðja heiminum. í gær héldu þrír vinir, þeir Gísli Hvann- dal Ólafsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson og Dagbjartur Ingvarsson, af stað í hljólreiða- ferð eftir hringveginum til styrktar SPES, en allir geta vitaskuld lagt samtökunum lið með því að fara á vefinn (www.spes.is) og skrá sig í þau... Fyrir skemmstu var auglýst eftir nýjum bæjarstjóra á Bolungarvík og sótti fríður flokkur manna um starfið. Það voru þau Glúmur Baldvinsson, blaðamaður með meiru, Grímur Atlason, tónleikahaldari, Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vest- fjarða, HlynurÓmarSvavars- son, framhaldsskólakennari, Indriði indriðason, viðskipta- fræðingur, Kristján Jón Guð- mundsson, hjá Atlantsskipum, Róbert Örvar Ferdinandsson, framhaldsskólakennari, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, viðskipta- og iðnrekstrarfræð- ingur, Torfi Jóhannsson, við- skipta- og rekstrarfræðingur, og Tryggvi Harðarson, fyrrum bæjarstjóri á Seyðisfirði. í Víkinni eru menn himinlifandi yfir þessum mikla áhuga og er talað um að verið sé að snúa atgervisflóttanum við... Sem kunnugt er hélt Björn Ingi Hrafnsson i langþráð frí á dögunum, enda vafa- laust kominn tími til þess að hlaða geymana eftir heldur drjúgar tarnir síðustu mán- uði og misseri. En fríið hefur þó ekki reynst fullkomlega áreynslulaust fyrir Björn Inga, því undir lok Kanarí- eyjadvalar hans mölbraut hann vinstri höndina í fótbolta. Björn Ingi kom heim í gær og lét það verða sitt fyrsta verk að fara á bráða- móttökuna til þess að huga að höndinni, en hann snýr til starfa á morgun, enda Villi Vill á leið í frí... Hvíslað er um það við Austurvöll að ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðis- flokksins, Bjarni Bendiktsson, kunni að láta af stjórnmálaþátttöku fyrr en varir. Er rætt um að eftir honum sé sóst til þess að taka að sér að leiða stórfyrirtæki en ljóst má vera að Bjarni er ekki metnaðar- laus á vettvangi viðskiptalífs- ins, eins og hann á kyn til... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.