blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 19
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 27 Því aáfaöri sem maður er, því fleiri frumlega menn finn- ur maður. Venjulegt fólk sér engan mun á fólki. Afmælisborn dagsms GEORGE MCGOVERN STJÓRNMÁLAMAÐUR, 1922 EDGAR DEGAS LISTMÁLARI, 1834 kolbrun@bladid.net Orgelleikur á há- degistónleikum FimrnTudaginn 20. júlí leikur Douglas A. Brotchie, organistiHá- teigskirkju, á hádegis- tónleikum tónleika- raðarinnar Alþjóðlegs orgelsum- ars í Hall- grímskirkju. Tónleikarnar, sem byrja kl. 12, hefjast á Korn- elíusarmarsi eftir Felix Mend- elssohn upphaflega skrifaður fyrir hljómsveit árið 1841. Næst á eftir leikur Douglas Prelúdíu og fúgu í G-dúr eftir J. S. Bach. Þriðja verkið er Mozart Chan- ges eftir ungverska tónskáldið Zsolt Gárdonyi sem hann skrifaði fyrir Mozart-tónlistarhá- tíðina [ Oklahoma árið 1996. Þar vinnur hann með stef úr einum píanókonserta Mozarts á mjög skemmtilegan hátt. Tónleik- unum lýkur með einu þekktasta orgelverki franska orgelskólans Adagio og Tokkötu úr 5. orgel- sinfóníu Charles-Marie Widor. Andlit norðurs- ins í Vestmanna- eyjum I sumar gefst Vestmanney- ingum og gestum þeirra tækifæri til að virða fyrir sér Ijósmyndir Ragnars Axels- sonar sem komið hefur verið fyrir utan á salthúsi ísfélags Vestmannaeyja við Kirkjuveg og Strandveg. Sýningin Andlit norðursins verður formlega opnuð föstudaginn 21. júlí kl. 15.00 með ávarpi bæjarstjóra, Elliða Vignissonar. Sýningin er sú sama og Edda útgáfa með stuðningi KB banka setti upp á Austurvelli í Reykjavík sumarið 2005 og hátt í 200.000 manns sáu. Myndirnar eru úr bókinni Andlit norðursins sem komið hefur út á fjórum tungumálum og hlaut frábærar viðtökur bóka- kaupenda auk þess sem kápa bókarinnar var valin besta kápa ársins 2004 í vali prentsmiðj- unnar Odda. Douglas A. Brotchie. ia Hákon i géðmm félagsskap Með Paul Cézanne og Andy Warhol ulda Hákon myndlist- arkona vinnur nú að sérstöku verki, stórri lágmynd af nöktum konum. Hollenskur listsafnari sem býr á Spáni, sterkur fjármálamaður, pantaði myndina sérstaklega frá Huldu. Hollending- urinn safnar nektarmyndum og fyrirhugar sýningu viðs vegar um Evrópu á hundrað nektarmyndum úr eigu sinni. Meðal myndlistar- manna sem eiga verk á sýningu list- safnarans ásamt Huldu eru Paul Cézanne, Andy Warhol, André Derain, Raoul Dufy, Marlene Dum- as, Lucio Fontana, Sam Francis, Francis Picabia, Thomas Ruff, Stephan Balkenhol, George Segal og Karel Appel. Mynd eftir pöntun Hulda Hákon segist lítið vita um hollenska listsafnarann og kemur sér undan því að gefa upp nafn hans. „Ég hef ekki haft samskipti við hann og hef bara einu sinni hitt hann,“ segir hún. „Hann er með mann í vinnu hjá sér sem heit- ir Gus og ég hringi bara í Gus ef mig vantar upplýsingar. Þessi lista- verkasafnari sá verk eftir mig sem er í lobbýinu á hótel 101 og sýnir kraðak af fólki. f framhaldinu bað hann mig um að vinna fyrir sig nektarmynd. Ég skila henni í ágúst og í haust eða vetur hefst síðan far- andsýning á nektarmyndunum. Ég veit ekki hvar fyrsta sýningin verð- ur haldin. Ég veit svo lítið um þetta, Hluti af lágmynd Huldu Hákon. Mynd- in verður sýnd viðs vegar í Evrópu. að gera þetta. Ég ákvað að vinna inn í þá goðsögn að íslenskar konur séu fallegar. Égheld að það sé tvær ástæð- ur fyrir því að sú saga er svo langlíf. í fyrsta lagi kurteisi erlendra gesta og síðan markaðssetning íslenskra ferðamálafyrirtækja. En af því við búum á hjara veraldar þá er ágætt að orna sér við eitthvað og við get- um ornað okkur við hugmyndina um fegurð íslenskra kvenna. Ég ákvað að hafa þær allar í passlegum holdum og með stór brjóst. Brjóstin verða næstum því jafn mikilvæg og andlitin. Svo ætla ég að reyna að gera þær allar sætar.” Þegar Hulda er spurð hvort hún fái ekki vel borgað fyrir verkið seg- ir hún: „Þótt svona mynd sé dýr þá tekur mig tvo mánuði að gera hana. Mér finnst allt í Iagi að fá greitt eins og dönsk hjúkrunar.kona.“ Hulda Hákon. Hollenskur listsafnari, sem safnar nektarmyndum, pantaði mynd eftir hana sem hún vinnur nú að. treysti því bara að þetta verði allt fínt. Nú er ég að einbeita mér að því að gera nektarmyndina." Fyrsta nektarmyndin Þetta er fyrsta nektarmyndin sem Hulda Hákon gerir á ferlinum. „Ætli það sé ekki bara út af almenn- um teprugangi sem ég hef ekki lagt i það áður. Nú stendur það allt til bóta,“ segir hún. „Fyrstu viðbrögð mín við tilboðinu voru að nektar- myndir væru kannski ekki mínar ær og kýr en svo finnst mér gaman menningarmolinn Jane Grey steypt af stóli Á þessum degi árið 1553 var hin fimmtán ára gamla Jane Grey steypt af stóli eftir níu daga valda- setu sem drottning Englands. Hún var tekin af lífi ári seinna. Jane var barnabarnabarn Hinriks VII og var snemma talin afburða gáf- uð. Hún giftist Guildford Dudley sem var sonur Johns Dudleys eins valdamesta manns Englands. John Dudley notaði tengdadóttur sem peð í valdatafli sínu og þegar hinn ungi Játvarður VI, konungur Eng- lands, lá fyrir dauðanum fékk Dudl- ey hann til að gera Jane að arftaka sínum. Þegar hann lést varð Jane drottning. Blóð-María, hálfsyst- ir Játvarðs og fylgismenn hennar, steyptu Jane af stóli eftir níu daga. Jane og eiginmaður hennar voru hálshöggvin árið 1554. Árið 1833 gerði málarinn Paul Delaroche mynd af aftöku Jane Grey sem nú er í National Gallery. Stígöu inn I birtuna! Þú tekur fleiri myndir í lélegu Ijósi en þú gerir þér grein fyrir. Myndir sem eru engum til ánægju. Finepix F30 tekur frábærar myndir f frábærum skilyrðum og einstakar myndir f lélegum skilyrðum. Því hún er með einstakt Ijósnæmissviö IS0100-3200,1 fullri upplausn, sem er meira en nokkur önnur vél, auk þess aö vera með ótrúlega rafhlöðuendingu - 580 skot á hleöslu! F30 er búin "Real Photo Technology" sem er blanda af myndflögu, linsu, örgjörva og hugbúnaði sem saman gefa flottustu Fujifilm vélunum forskot á keppinautana. Láttu myndgæöm ráða og veldu Finepix F30! 7IPA 200G TIPA véJársíns 2006 ®il FUJIFILM ©3 OFFiciflL imeGins spoosor GCRrKSrnr Skipholti 31, sími S68-0450 Ijosmyndavorur.is BSztffl MYNDlKI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.