blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 9

blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 FRÉTTIR I 9 Bensínverðiö: 20 prósent frá áramótum mbl.is Verð á eldsneyti hefur breyst yfir þrjátíu sinnum það sem af er þessu ári, oftast til hækkunar. Frá því í ársbyrjun hefur verð á bens- íni með fullri þjónustu hækkað úr 114,80 kr. á lítrann um 23 krónur, sem er 20 prósent hækkun. Á sama tíma hefur verð á dísilolíu hækkað úr 112,80 kr. í 130,30 kr. á lítrann, sem er 15,5 prósent hækkun. Hefð- bundið er að bensín hækki meira en olía yfir sumarmánuðina vegna mik- illar eftirspurnar þegar ferðatíminn fer í hönd samkvæmt upplýsingum olíufélaganna. Hitabylgja Sólin sest bak við há- spennumöstur í Leicesterskiri í miðhiuta Englands. Hitabylgja í Englandi: Vegirnir bráðna Ekkert lát virðist vera á hitabylg- unni sem geisað hefur í Englandi undanfarna daga. Á mánudag fór hitinn upp í 32,7 gráður við He- athrow og er það hæsti hiti sem mælst hefur í landinu. Veðurfræð- ingar spá því að hitinn muni halda áfram að hækka og fara upp í um 37 gráður í lok vikunnar. 1 gær var tjara á vegum farin að bráðna víðs vegar um landið sökum hitans og voru fjölmargir vörubílar sendir út til að dreifa möl á vegina. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til að hafa vatn meðferðis hvar sem þeir fara, einkum ef þeir ferðast með neðanjarðarlestum. íslendingar: Ekki nógu duglegir íslendingar eru latir við að inn- leiða reglur Evrópusambandsins samkvæmt nýlegri könnun. Af þeim 28 ríkjum sem nú tilheyra hinu evrópska efnahagssvæði er Island í 17. sæti hvað varðar innleiðingu til- skipana Evrópu- sambandsins. Samkvæmt könnuninni eru Danir langdugleg- astir að þessu leyti en í öðru sæti koma Norðmenn. ítalar og Lúxem- borgarar skipa tvö neðstu sætin. Þá kemur fram að málum gegn íslendingum vegna meintra brota á EES-samninginum hafi fjölgað úr 30 í 39 á síðustu sex mánuðum. Grænland: Hrókurinn heldur áfram skáklandnámi Flugfélag íslands og Hrókurinn, í samvinnu við fleiri aðila, standa að skákhátíð á Austur-Grænlandi dag- ana 31. júlí til 7. ágúst. Efnt verður til fjölda viðburða og mörg þorp heimsótt en hápunkturinn verður IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótsins í Tasiilaq (Angmagssalik) 5. til 6. ágúst. „Markmið okkar er þríþætt," segir Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins. „Við viljum útbreiða skáklistina, við viljum treysta vina- böndin við okkar næstu granna og við viljum ýta undir hollt tóm- stundastarf fyrir börn og unglinga á Grænlandi." Hrafn hamrar á því að skákin sé ekki aðeins tómstundaiðja; sýnt hafi verið fram á að krakkar, sem leggi stund á skák, taki miklum náms- framförum og öðlist félagsþroska mun hraðar en aðrir. „Skákin veitir mönnum marga lærdóma, sem nýt- ast vel í lífinu, og góðir skákmenn þurfa að temja sér gott minni, rök- hyggju, þolgæði, fyrirhyggju og æðru- leysi,“ segir Hrafn. Hrókurinn og FI hafa staðið saman að landnámi Teflt á torginu Börn að tafti á aðattorginu ÍTasiilaq. Mynd/ómaróskmsson. skáklistarinnar á Grænlandi síðan þrjú ár höfum við Hróksmenn lagt 2003, þegar fyrsta skákmótið i sögu sérstaka áherslu á að kynna skák- Grænlands var haldið í Qaqortoq ina meðal næstu granna okkar á (Julianeháb) í Austurbyggð við suð- Austur-Grænlandi, en þær byggðir urodda Grænlands. „En undanfarin eru margar afar einangraðar". 1. flokks upplifun Verð frá kr. 2.790 þús. Eyðsla aðeins 9,1 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri Nýr Grand Vitara er alvöru jeppi af réttri stærð fyrir nútíma fólk sem gerir miklar kröfur um hagkvæman rekstur, aksturseiginleika og öryggi. Undir glæsilegri yfirbyggingu leynist sterkbyggð grind, aflmikil vél og fullkomið fjórhjóladrif með háu og lágu sídrifi með læsingu á milli fram- og afturhjóla. Það skiptir ekki máli hvort þú ert í borgarumferðinni, eða uppi á fjöllum, hagkvæmni og einstakir aksturseiginleikar Grand Vitara gera aksturinn ánægjulegan. $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BfLAR HF. SKEIFUNNI 17. SlMI 568 51 00. www.suzikibllar.is / / ,, ! NÝR GRAND VITARA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.