blaðið - 01.08.2006, Side 2
2 I FRÉTTZR
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaðið
blaöiðHHi
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Olíutankar í Örfirisey:
Fer olían
í Hvalfjörð?
Borgarráð Reykjavíkur hefur
sett á laggirnar starfshóp sem
ætlað er að vinna áhættugrein-
ingu og áhættumat vegna
núverandi staðsetningar olíu-
birgðastöðvarinnar í Orfirisey.
Ennffemur er hópnum ætlað að
vinna samsvarandi mat ásamt
kostnaðargreiningu fyrir nýja
staðsetningu, en rætt er um að
flytja birgðastöðina í Hvalfjörð.
Hópurinn verður skipaður Jón
Viðari Matthíassyni, slökkviliðs-
stjóra, Jóni Þorvaldssyni, frá Faxa-
flóahöfnum, Ellý K. Guðmunds-
dóttur fyrir Reykjavíkurborg og
Gesti Guðjónssyni fýrir hönd
olíufélaganna.
Miðnesheiði:
Aðalhliðinu
lokað
Aðalhliðinu inn á varnar-
svæðið á Miðnesheiði var lokað
í gær og mun öll umferð inn á
svæðið fara um Grænáshliðið
héðan í frá. Aðeins er liðlega ár
liðið síðan hlið þetta var opnað
eftir kostnaðarsamar fram-
kvæmdir við það, sem námu um
132 milljónum króna. Tryggilegar
var þá gengið frá girðingum
og umbúnaði hliðsins, meðal
annars með tilliti til hryðjuverka-
ógnar, en eins voru byggð ný
varðskýli og vegabréfaskrifstofa.
Kærður fyrir frelsissvipt-
ingu Ásgeir Þór Davíðsson,
ásamt fimm öðrum mönnum,
hefur verið kærður fyrir frelsis-
sviptingu BlaM/MnarHugi
Ásgeir Þór Davíðsson á Goldfinger:
Kærðurfyrir
frelsissviptingu
■ Innheimti leigu ■ Færðir á lögreglustöð ■ Áður átök á Bóhem
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Ég var bara að drekka með
nokkrum strákum og við ákváðum
að fara á Bóhem,“ segir Ásgeir
Þór Davíðsson, oftast kenndur
við Goldfinger, sem slapp úr varð-
haldi lögreglunnar um fjögur í gær.
Hann og fimm aðrir menn, sem
hann hitti fyrr um kvöldið, hafa
verið kærðir fyrir frelsissviptingu
eftir að hafa skipt um lás á útidyra-
hurð strippstaðarins Bóhem. Þeir
voru handteknir um hálfþrjúleytið
aðfaranótt mánudags en að sögn
Ásgeirs mun sérsveitin hafa verið
kölluð til við handtökuna.
„Ég fór að röfla um vanskil á
leigu,“ segir Ásgeir en hann heldur
því fram að hann eigi húsnæðið
sem Bóhem er í. Ásgeir fullyrði að
hann hafi eignast það fyrir hálfum
mánuði síðan. f kjölfarið hafi hann
ákveðið að innheimta leiguna með
þessum sérstæða hætti.
Að sögn lögreglunnar fóru gestir
að týnast út hægt og rólega þar til
staðurinn var orðinn tómur. Um
tvöleytið mun Ásgeir hafa skipt um
læsingu á staðnum með þeim afleið-
ingum að hringt var á lögregluna.
Starfsfólk var þá inni á staðnum,
bæði þjónar og dansarar.
Lögreglan þurfti að brjóta niður
hurðina með nýja lásnum og hand-
tóku þeir sexmenningana.
„Þetta var svolítið eins og í bíó-
mynd,“ segir Ásgeir en sérsveitin
var kölluð til sem og sex lögreglu-
bílar til þess að handtaka þá.
Allir voru þeir færðir niður á
lögreglustöð þar sem þeir fengu að
sofa úr sér og voru í kjölfarið yfir-
heyrðir. Þeim var sleppt síðdegis í
gær. Samkvæmt lögreglunni hafa
þeir verið kærðir fyrir frelsissvipt-
ingu en tveggja ára refsivist liggur
við því broti.
„Við sviptum engan frelsi," segir
Ásgeir og neitar þessum ásökunum
með öllu. Hann segir að aldrei hafi
nokkur maður óskað eftir því að yfir-
gefa staðinn og vel virðist hafa farið
á með honum og barþjóninum.
Ásgeir segist sjá eftir atburðinum
og bætir við að hann sé nú ekki
stoltur af gjörðum sínum.
„Það versta var að sofa úr sér á
óþægilegum stað,“ segir Ásgeir og
hlær eftir snautlega nótt í hirslum
lögreglunnar.
Þetta mál mun ekki vera í fyrsta
sinn sem Ásgeir er bendlaður við
upphlaup á Bóhem en fyrir hálfu
ári síðan réðust þrír ofbeldismenn
á dyravörð staðarins sem eitt sinn
vann hjá Ásgeiri. Sá maður sagði að
Ásgeir hefði staðið á bak við árás-
ina en aldrei hefur tekist að sanna
það. Mennirnir náðust aldrei en
dyravörðurinn sat uppi með brotna
hönd.
Hörður Jóhannesson yfirlögreglu-
þjónn segir málið í rannsókn og ít-
rekar hann ofbeldi hafi ekki verið
beitt við meinta frelsissviptingu.
Hann segir ásakanirnar alvarlega
enda ekki heimilt að skipta um lás
á fyrirtæki fyrirvaralaust og skerða
þar með tekjumögleika þess.
Á förnum vegi
Eru íslendingar of
feitir?
Bergrún Ósk Jónsdóttir,
nemi
„Nei, ég held að það sé allt í lagi með
holdafar íslendinganna."
Inga Dóra Gunnarsdóttir,
versunarstjóri
„Alls ekki. Það er búin að vera allnokk-
ur vitundarvakning og svo reddar
íþróttaálfurinn restinni."
Ester ísleifsdóttir,
Kennari
„Fólk þarf að huga meira að mataræð-
inu. Maður á að borða hollan mat og
hreyfa sig.“
Jóhanna Elíasdóttir,
nemi
„Já, mér finnst íslendingar vera að fitna.
Sérstaklega tekur maður eftir því að
yngri kynslóðin er að bæta á sig.“
Vera Knútsdóttir,
nemi
„Við erum að fara í svipaða átt og
Bandaríkjamaðurinn. Gæti orðið mikið
vandamál í framtíðinni ef við gætum
okkar ekki.“
Varnarsamstarf:
Fundur á morgun
Næsti fundur samn- upplýsingum frá forsætisráðu-
inganefnda íslands og neytinu fer Albert Jónsson,
Bandaríkjanna um sendiherra, fyrir fyrir ís-
varnarsamstarf ríkjanna lensku samninganefnd-
verður haldinn í Washing- ^ jxflM inni en hún er skipuð
ton, höfuðborg Bandaríkj- m—1 n 1 f fulltrúum úr forsætis-,
anna, dagana 3. og 4. ágúst ■mamœtsmw utanríkis-, fjármála- og
næstkomandi. Samkvæmt dómsmálaráðuneyti.
MÝR VAU08TDBÁ )
Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600
www.transport.is • transport@transport.is
0 Heiöskírt Léttskýjað ■. A. Skýjaö Alskyjíið 22...:^ Rigning, lítilsháttar'~-“^ Hitining ST/i* Súlcl - Snjokoma . siydda Snjóéi ■' S
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Dublin
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Vín
Þórshöfn
JS&Á5L
Á morgun
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands