blaðið - 01.08.2006, Side 8
8IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaðiö
Afkoma fyrirtækja:
fjármálafyrirtæki skila mest-
um hagnaði hlutfallslega.
Bankar högnuðust
mest allra fyrirtækja
Bankar og önnur fjármálafyrir- enda listans og var tap þeirra 45
tæki högnuðust mest allra af reglu- prósentum meira en sem nam
legristarfsemisinniárið2004sam- tekjum þeirra. Tap þeirra er í
kvæmt samantekt Hagstofunnar. algjörum sérflokki fyrir heila at-
Hagnaður þeirra var 49 prósent vinnugrein eftir skilgreiningum
af tekjum. Næst á Hagstofnunnar. Næstmest
eftir þeim komu ,., «« .>< tap varð afrekstri hótela
tryggingafélögin og veitingahúsa, tvö
með hagnað * prósent, en þriðja
sem nam 37 pró- og síðasta atvinnu-
sentum af tekjum greinin til að vera
og veitufyrirtæki : , rekin með tapi var land-
með 31 prósents hagnað. búnaður með tæplega eins
Fiskeldisfyrirtæki eru á hinum prósents tap.
Flugumferð:
Flugumferð tafðist
vegna manneklu
■ Flugumferðarstjórar neyddir til að vinna áfram eftir að vakt lýkur
Vegatollur:
Bílum fækkar
í miðborginni
mbf.is Bílaumferð í miðborg
Stokkhólms hefur dregist
saman eftir að vegatollur
var tekinn upp í miðborg
inni fyrir hálfu ári.
Að sögn borgaryfir
valda hefur þessi
tilraun tekist vel
og leitt til þess að
umferð hafi dreg-
ist saman um 20% á
helstu álagstímum og allt að
25% á öðrum tímum.
,'>47,,. Berlingske Tidende segir,
að íbúar Stokkhólms liti
þrengslaskattinn,
eins og gjaldið er
nefnt, jákvæð-
ari augum nú
en í upphafi.
Sérstök at-
kvæðagreiðsla
verður í Stokkhólmi
í september um hvort
halda eigi áfram að inn-
heimta gjaldið.
Allar gerðir festinga
fyrir palla og grindverk
ð lager
ÁrtnúH 17, 103 Reykjavík
síml: 533 1334 fax-. 55B 0439
WWW.ISOl.IS
BYGGINGAVINKLAR
..það lem
fagmaðurinn
nntar!
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Verulegar truflanir urðu á flugþjón-
ustu flugumferðarmiðstöðvarinnar
í gær vegna manneklu Draga þurfti
úr þjónustu flugvéla á leið yfir út-
hafssvæði íslenskrar flugumferðar-
stjórnar og þá þurftu vélar til og frá
Islandi að fljúga undir hefðbundinni
flughæð. Er þetta í annað skiptið á
stuttum tíma sem álíka þjónusturask-
anir eiga sér stað. Formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra segir
menn hafa verið neydda til að vinna
umfram vaktsamninga.
Fámennt á vakt
„Ég hef fengið mjög alvarlegar
fréttir af mínu fólki sem er á vakt í
dag. Það er verið að neyða menn til
þess að vinna lengur en þeir áttu
að gera samkvæmt vaktsamningi.
Maður sem átti að fara heim um há-
degi var skipað að vera lengur,“ segir
Loftur Jóhannsson, formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra.
Flugmálastjórn þurfti i gær að
aLoftur Jóhanns-
son, formaður
Félags islenskra
flugumferðarstjóra.
skerða flugþjónustu á íslenska flug-
umferðarsvæðinu vegna manneklu
í annað skiptið á stuttum tíma. Sam-
kvæmt sérstakri tilkynningu sem
flugmálastjórn sendi flugfélögum
í gær var varað við því að vélar til
og frá íslandi gætu þurft að fljúga
undir umbeðinni flughæð. Þá máttu
vélar einnig búast við því að flug-
leiðum yrði breytt og þjónusta yrði
takmörkuð.
Um 300 flugvélar fóru í gegnum ís-
lenska flugstjórnarsvæðið í gær og er
það nokkuð yfir meðaltali. Að sögn
Lofts voru níu flugumferðarstjórar á
vakt sem er frekar fámennt miðað við
umferð. Hann segir Flugmálastjórn
bregðast við þessu með því að neyða
menn til að vinna lengur. „Þetta
hefði ekki þurft að gerast. Flugmála-
stjórn hefði getað séð fyrir að það
yrði mannekla og brugðist við því. í
stað þess eru þeir að neyða menn til
aðvera lengur eftir að vöktum lýkur.“
Slæmáhrifáorðspor
Loftur segir raskanir af þessu tagi
vera nýjar á nálinni og í beinu sam~
hengi við hið nýja vaktakerfi sem
Flugmálastjórn tók upp einhliða í
síðastliðnum marsmánuði. „Það er
mjög óvenjulegt að þurfa setja tak-
markanir á þjónustu og umferð á ís-
lenska flugumferðarsvæðinu vegna
manneklu og hefur ekki gerst hér
fyrr en nýja vaktafyrirkomulagið
var tekið upp. Þetta hefur mjög slæm
áhrif á orðspor þeirrar þjónustu sem
við veitum.“
Eins og fram hefur komið urðu
miklar tafir á millilandaflugi í
síðustu viku vegna manneklu hjá
flugumferðarstjórn. Þurftu vélar Ice-
landair m.a. að fljúga undir umbeð-
inni flughæð sem þýddi aukinn elds-
neytiskostnað fyrir félagið. Ihugar
það nú skaðabótmál á hendur ríkinu
vegna þessa.
Ræningi handtekinn í Hafnarfirði og annars leitað:
Ræningi náðist eftir
flóttatilraun
Myndir/frikki
Stökk út um glugga Ræninginn brá á það ráð að stökkva af
annari hæð þegarhann læstist inni íherbergi. Hann missti tals-
vert afgóssinu viö fallið.
fífldjarfa
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Vopnað rán var framið á skrifstofu
Bónusvídeó í Hafnarfirði rétt eftir
hádegi í gær. Ræningi, sem talinn er
vera á þrítugsaldri, var vopnaður bar-
efli samkvæmtþví sem
framkvæmdastjóri
Bónusvídeós segir.
Tvær stúlkur voru á
skrifstofunni þar sem
ránið var framið og
tókst annarri þeirra að
læsa ræningjann inni í
herbergi eftir smávægi-
leg átök.
Skrifstofan er á annarri hæð húss-
ins og tókst ræningjanum að brjóta
glugga í herberginu og stökk hann
niður á Lækjargötu. Fallið er talsvert
en maðurinn meiddist lítið eða ekk-
ert. Við fallið missti hann nokkuð
af ránsfengnum. Tveir vegfarendur
sáu hann stökkva niður og eltu hann
uppi. Þeir náðu honum í bíl rétt hjá,
en sá sem keyrði bílinn og beið ræn-
ingjans komst í burtu. Lögreglan
kom á staðinn örfáum mínútum síðar
og handtók þjófinn. Hann var færður
til yfirheyrslu en hann þarf að dúsa í
fangageymslum lögreglunnar áfram.
Hins mannsins er leitað og ekki er
ljóst hverju var stolið.
Framkvæmdarstjórinn segir að
starfsfólki sé verulega brugðið og að
stúlkurnar tvær hafi leitað aðstoðar á
slysadeild eftir ránið.