blaðið - 01.08.2006, Side 22
22 I BÖRN
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaðið
Rafmagnsbílar fyrir börnin
I verslunum Leikbæjar fæst gríðarlega gott úrval af
margs konar leikföngum. í sumar er upplagt að festa
kaup á rafmagnsbíl fyrir börnin en nú fást í fyrsta
skipti á íslandi skemmtilegir rafmagnsbílar í fjölda-
mörgum útgáfum sem börn frá tveggja ára aldri ráða
vel við að keyra. Um er að ræða pandabirni og kanín-
ur sem börnin klifra upp í og keyra með einföldum
pedala og stýri. Einnig eru til bílar með svokölluðum
foreldrafjarstýringum sem gera foreldrum kleift að
grípa inn í ef borðstofuborðið er skyndilega í hættu.
Bílarnir eru skemmtilega hannaðir og á viðráðanlegu
verði.
Umbun
Mestu verðlaunin sem börnin fá eru
athygli foreldranna, hrós ásamt ást
og umhyggju. Sælgæti og leikföng
eru ekki nauðsynleg þegar verið
er að umbuna börnum. Stjörnugjöf
getur líka verið sniðug til þess að
viðhalda góðri hegðun eins og t.d.
þegar barnið er duglegt að fara að
sofa á réttum tíma eða tekur til í her-
berginu sínu.
Samkvæmni
Þegar reglur hafa verið settar ætti
ekki að víkja frá þeim til þess að lé-
tta sér lífið. Ekki gefast upp til þess
að létta þér lífið um stund. Barnið
þarf að venjast því að reglur séu
reglur. Foreldrar þurfa líka að gæta
þess að vera samstíga í uppeldinu
þannig að barnið fái sömu skilaboð
frá báðum aðilum.
Rútína
Viðhaldið ákveðinni rútínu. Farið á
fætur, hafið kvöldmat á sama tíma
á hverju kvöldi og komið barninu í
rúmið á sama tíma. Þegar búið er
að setja ákveðinn ramma utan um
daglega lífið þá er hægt að vera
sveigjanlegur af og til.
Agi
Til þess að viðhalda ákveðnum aga
þarf að leggja línurnar en foreldrar
þurfa að hafa í huga að agi snýst
ekki um hörku eða refsingar, hagi
barnið sér illa. Því ætti frekar að
setja ákveðnar reglur sem barnið
skilur og gera því Ijóst að ekki verði
vikið frá þessum reglum.
Reglur
Mörgum foreldrum finnst erfittt að
halda uppi aga á heimilinum. Margir
fá samviskubit þegar þörf er á að
aga barnið en um um leið og barnið
finnur að það hefur stjórnina í sínum
höndum reynir það að ganga eins
langt og það getur. Börnum líður líka
mun betur þegar reglurnar á heimil-
inu eru skýrar.
Sparaðu
á morgnanna
Taktu til þá hluti sem fjölskyldan þarf að hafa me
ferðis kvöldið áður. Settu ofan í leikskólatöskur,
láttu börnin ganga frá skólatöskunum sínum og
þ.h.
Settu töskur og annað slíkt á ákveðinn stað og
láttu fjölskyldumeðlimi vita hvar þeir finna dótið
sitt og hvar þeir eiga að ganga frá því.
Geymið þá hluti sem til þarf á kommóðu eða öðru
nálægt útidyrunum eða hengdu upp nokkra snaga
fyrir hvern og einn. Taktu frá tíma á hverju kvöldi
þar sem þú gengur frá öllu því sem þarf að gera
fyrir næsta dag. Eins og t.d ef það þarf að ganga
frá því að fylla út eyðublöð og annað;
Skipuleggið tíma síðdegis þar sem börnin gers
heimaverkefnin sín og látið þau ekki draga j
fram eftir kvöldi.
Farðu tímanlega á fætur. Settu v
hvert svefnherbergi og kenndu
Vendu þig á að fara á fætur á same
morgni.
Fylgstu með veðurfrétt
viðeigandi fatnað fyrir
•aklukku í
um á
a á h
kvöldin og hafðu til
íjundaginn.
Taktu til föt á alla fjölskylduna kvöldið áður og venj-
ið eldri börnin á að gera slíkt hið sama.
| Leggðu á borðið fyrir morgunmatinn kvöldið áöur.
Undirbúðu nestið kvöldið áður.
Oft þarfoð aðstoða feimin börn við að virkja félagslega hæfileika sína.
Börn sem eru feimin eiga oft erf-
itt með að blanda geði við önnur
börn og verða gjarnan fyrir aðkasti.
Þeim líður illa í nýju umhverfi og
þurfa góðan tíma tií þess að aðlagast.
Feimnu börnin eru oft svo hrædd
um að verða fyrir höfnun að oft verð-
ur það þeim ógerlegt að eiga eðlileg
samskipti við önnur börn. Mörg
þessara barna eru einmana þar sem
þeim gengur illa að eignast vini og
að stofna til kynna felur í sér hættu á
höfnun og eru því fæst þeirra tilbúin
til þess að taka þá áhættu. Með því að
forðast samskipti við aðra viðhalda
börnin hegðun sinni og félagshæfni
þeirra hlýtur enga æfingu.
Hvað geta foreldrarnir gert?
Til að byrja með þurfa foreldrar
að átta sig á því að barnið er feimið
að eðlisfari og á erfitt með að finna
sig í ókunnum aðstæðum. Til þess
að hjálpa barninu er um að gera að
bjóða skólafélögum í heimsókn og þá
einhverjum sem líklegt er að barnið
eigi samleið með. Það er um að gera
að leita til kennara eða leikskólakenn-
ara sem fylgjast með barninu á hverj-
um degi og sér hvaða börn ná best til
þess.
Eins er gott að undirbúa barnið vel
fyrir samkomur og annað slíkt. Kvíði
barnsins minnkar ef það veit hvað er
í vændum. Hvetja skal barnið til þess
að tala um hvernig því líður og segja
því sögur af eigin reynslu í svipuðum
aðstæðum. Gerðu því grein fyrir því
að allir séu einhvern tímann feimnir
og að það sé ekkert óeðlilegt.
Eins er hægt að fara í hlutverkal-
eiki þar sem barnið getur ímyndað
sér ákveðnar aðstæður og æft þannig
samskiptahæfnina.
Að hjálpa eldri börnum að yfir-
stíga feimnina getur verið flókið. Til
að byrja með er um að gera að hvetja
börnin til þess að heilsa jafnöldrum
sem þau umgangast reglulega og
hafa þannig örlítið frumkvæði að
samskiptum. Því oftar sem þetta er
gert fer það að vera auðveldara fyrir
barnið að hefja slík samskipti og er
það fyrsta skrefið í rétta átt.
Feimnin kemur snemma fram
Svo virðist vera sem feimni sé
að mörgu leiti genabundin og eru
þetta eiginleikar sem ber snemma
á í fari barnsins. Því er um að gera
að vera virkur í að hjálpa barninu
að vinna bug á þessu án þess þó
að þröngva því til eins eða neins.
Um leið og barnið tekur litlu skref-
in verða samskipti við aðra smám
saman auðveldari og ekki eins
flókin og fráhrindandi. Því er um
að gera að grípa snemma í taum-
ana. Þó svo að erfitt geti verið að
,útrýma“ feimninni í fari barnsins
þá er hægt að kenna samskipta-
tækni svo að það standi ekki á
gati þegar að félagslegum þáttum
kemur. Þrátt fyrir þessa eiginleika
eiga flest þessara barna ekki erfitt
með að eiga eðlileg samskipti við
þá sem eru þeim nánastir og inn-
an fjölskyldunnar geta þau látið
ljós sitt skína því er um að gera
að virkja þá eiginleika sem barnið
sýnir innan fjölskyldunar og hvet-
jaþað áfram.