blaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 25
24 I BÖRN
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaöið
Stjúpfjölskyldur
Fjölskyldufyrirkomulagið getur verið afar flókið og því þarfað taka sér tíma
í að rækta sambandið við alla aðila.
Fjölskyldur á fslandi eru margar
hverjar samsettar enda ekki að furða
þegar stór hluti hjónabanda endar
með skilnaði. Það er ekki óalgengt að
fólk sem tekur saman eigi bæði börn
úr fyrri samböndum og getur verið
erfitt að sameina fjölskyldur svo að
allt gangi snurðulaust fyrir sig. Hlut-
verk stjúpforeldra getur verið bæði
erfitt og flókið og þá sérstaklega sam-
skipti við þau stjúpbörn sem eru kom-
in á ákveðinn aldur og eiga erfitt með
að sætta sig við breytinguna. Innan
nýju fjölskyldunnar þurfa því allir að-
ilar að vera meðvitaðir um tilfinning-
ar sínar og ætti að reyna að hafa sam-
skiptin opinn og gefa öllum færi á að
tjá sig varðandi nýja fyrirkomulagið.
Reglurnar á heimilinu breytast
gjarnan með tilkomu nýs maka og
þurfa stjúpforeldrar og börn að læra
inn á hvert annað og taka tillit til mis-
munandi óska. Eins getur verið erfitt
fyrir börn að eignast stjúpsystkini
og þarf að gefa þeim góðan tíma f að
kynnast hvert öðru. Samskipti innan
samsettrar fjölskyldu fara að mestu
leyti eftir því hvernig fyrirkomulagi
á heimilinu er háttað. Stundum er
það þannig að börn beggja aðila búa
að staðaldri hjá þeim og þvf þarf
jafnvel að sameina stór heimili. Ef
börn annars makans búa á heimilinu
þarf að gæta þess að þau börn sem
búa hjá hinu foreldrinu fái engu að
síður næga athygli og finni að þau
séu alltaf velkominn inn á heimil-
ið og að það sé líka þeirra heimili.
Tilfinningar
Verið meðvituð um tilfinningar
ykkar. Stjúpforeldrar setja sig gjarn-
an undir þá pressu að elska börn nýja
makans sem sín eigin frá byrjun og
fá mikið samviskubit ef tilfinningarn-
ar eru ekki eins og ætla mætti. Stað-
reyndin er hins vegar sú að það getur
reynst erfitt að bera sömu tilfinning-
ar til stjúpbarna sinna og eigin barna.
Þá er aðallega verið að tala þau stjúp-
börn sem nýi makinn hefur ekki tek-
ið þátt í að ala upp frá því barnið var
ungt. Sömu sögu má segja um barnið
sem ber ekki sömu tfifinningar til
stjúpforeldra sinna og foreldra. Að
sætta sig við þessar tilfinningar getur
létt ákveðinni pressu af öllum og er
þá jafnvel auðveldara að þróa með sér
tilfinningar í garð barnsins.
Þeir sem eiga bæði börn og stjúp-
börn geta átt í mikilli togstreitu á
milli þess að sinna þörfum barnanna
sinna og stjúpbarna og flestir reyna
að gera sitt besta svo að enginn verði
útundan eða upplifi sig afskiptan.
Stjúpmömmur
Rannsóknir hafa sýnt fram á að
hlutverk stjúpmæðra getur verið erf-
iðara að taka að sér en hlutverk stjúp-
feðra. Ástæðan fyrir þessu er að oftar
en ekki eyða mæður meiri tíma með
börnunum en feður þó að þetta sé
að breytast. Samfélagið gerir jafnvel
þær kröfur að til kvenna að þær eigi
að finna sig í foreldrahlutverkinu án
þess að það vefjist fyrir þeim. Konum
getur reynst erfitt að finna sig í stjúp-
mæðrahlutverkinu og sérstaklega
þeim sem eiga ekki börn sjálfar.
Fyrir barnlausar stjúpmæður getur
hin nýtilkomna ábyrgð orðið gífur-
leg. Þær þurfa að gæta þess að fá eins
mikla aðstoð og þær geta frá maka sín-
um og þurfa að fá sinn tíma í kynnast
barninu og venjum þess.
Stjúppabbar
Algengara er að stjúpfaðirinn flytji
inn til nýja makans og barnanna.
Börn hans úr fyrra hjónabandi búa
oftar hjá móður sinni og er þá hætta
á því að stjúpfaðirinn upplifi sig sem
svikahrapp þar sem hann sér jafnvel
mun meira af stjúpbörnunum en sín-
um eigin. Því geta fylgt flóknar tilfinn-
ingar eins og samviskubit og eftirsjá
og þarf að gæta þess að ræða þessar
tilfinningar sem og að vera duglegur
að rækta sambandið við eigin börn.
Þau þurfa að finna fyrir því að hið
nýja heimili föðurins sé líka þeirra.
Að láta fyrirkomulagið ganga upp
Til þess að láta hið nýja fyrirkomu-
lag ganga upp er um að gera að hafa
raunhæfar væntingar til sambands-
ins og nýja fjölskyldulífsins og hafa
eftirfarandi í huga:
« Best er að setja skýrar reglur
ásamt makanum hvað varðar heimil-
ið og uppeldið svo að ekki komi upp
ágreiningur.
• Reyndu að eyða tíma með stjúp-
börnum þínum án þess að makinn sé
með og hafðu það í huga að það tekur
tíma að byggja upp samband.
• Þróaðu sambandið við stjúpbörn-
in áður en þú ferð að aga þau og taka
að þér foreldrahlutverkið af fullum
krafti.
• Reyndu að taka neikvæðar til-
finningar stjúpbarna þinna ekki of
persónulega. Það eru meiri líkur á því
að bamið eigi erfitt með að sætta sig
breytinguna heldur en að því sé í nöp
við þig persónulega.
• Hvettu börnin til að rækta sam
bandið við báða foreldra sína. Þetta
sýnir þeim að þú virðir það samband
og sért ekki að reyna að koma I stað-
inn fyrir einn eða neinn.
• Hugsaðu vel um sjálfan þig og
reyndu að uppfylla þarfir þínar og
makans.
... e/ns og náttúran ætlaði!
Mikið í húfi!
Rannsóknir hafa leitt í Ijós að upphafsaldur áfengisneyslu hefur mikil áhrif
á notkun og misnotkun áfengis síðar á ævinni.
Því yngri sem börnin eru þegar þau byrja að neyta áfengis þeim mun meira drekka þau
síðar á ævinni og líkur á misnotkun aukast.
Dæmi 1
19 ára ungmenni sem byrja að drekka
13 ára drekka næstum tvöfalt meira en
þau sem byrja að neyta áfengis 17 ára
gömul. <1>
Dæmi 2
Líkur á misnotkun áfengis á
fullorðinsaldri eru 40% hjá unglingum
sem byrja að neyta áfengis 15 ára, 25%
hjá þeim sem byrja 17 ára og 10% hjá
þeim sem byrja eftir tvítugt. <2>
Lægri byrjunaraldur - meiri heildarneysla
13 ára 14 ára 15 ára 16 ára 17 ára 18 ára 19 ára
Byrjunaraldur
< 13 ára
13 ára
14 ára
15-16 ára
17-19 ára
Byrjunaraldurin
Dæmi 3
Viðhorf foreldra til upphafsaldurs áfengisneyslu hafa mikil áhrif á neyslu barna. Börn og
ungmenni foreldra sem veita börnum sínum oft áfengi drekka um það bil þrefalt meira en
börn sem fá aldrei áfengi hjá foreldrum sínum.
ÉG ætla að bíða er landsverkefni í fovörnum sem varð til í samstarfi fjölmargra félagasamtaka sem stóðu að Vímuvarnaviku 2005.
Vímuvarnavikan var í umsjá Samstarfs um forvarnir, en þau samtök sem komu að undirbúningi og framkvæmd vikunnar voru:
Bandalag ísl. skáta, Brautin - bindindisfél ökumanna, Félag íslenskra æskulýðs- og tómstundafulltrúa, FRÆ, Heimili og skóli, lOGT-bindindssamtökin,
íþrótta- og Ólympíusamband íslands, ÍUT-forvarnir, KFUM-K, Krabbameinsfélag Rvíkur, Kvenfélagasamband íslands, Lionshreyfingin (Lions-Quest),
SAMFÉS, Samtökskólamana um bindindisfræðslu, Ungmennafélag íslands og Vímulaus æska/Foreldrahús.
Eftirtaldir aðilar styrkja birtingu þessarar auglýsingar
ó>eGo Ijgife
Ódýrt aldaneyti ♦ Ávtnmngur'
VISA
PÓSTURINN
wwwposluris
ttmm
CASIO
VlN^BÚÐ
Salka
E3JŒSI svait) -
knr
ITT
^HÚSGAGN AVERSLUN
NOROtlRMIÓI K