blaðið - 01.08.2006, Page 35
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006
Sigur Rós 12 ára
Sigur Rós stofnuð í ágúst 1994 af þeim Jóní Þór Birgissyni
(Jónsa), Georgi Hólm, Ágústi Ævari Gunnarssyni. Sama dag og
sveitin var stofnuð fæddist systir Jónsa sem hlaut nafnið Sigur-
rós og þaðan er nafn hljómsveitarinnar komið.
15.000 manns Gríðarlegur fjöldi
fólks lagði leið sírta á tónleika Sigur
Rósar á sunnudagskvöld.
Kátar stúlkur Gestir tón■
leikana voru á öllum aldri.
Hljómsveitin Sigur Rós hefur
undanfarna daga heillað lands-
menn með sinni seiðandi tónlist og
hafa þeir nú þegar tyllt niður tá á
Isafirði og í Öxnadal. Á sunnudags-
kvöldið bauð hljómsveitin íbúum
höfuðborgarsvæðisins á stórtón-
leika. Tónleikarnir þóttu takast
með eindæmum vel. Gestir voru
prúðir og þrátt fyrir mannfjöld-
ann gekk umferð vel. Það var mik-
il spenna og eftirvænting í loftinu
þegar hljómsveitin Sigur Rós steig
á svið á Klambratúni á en þá hafði
stúlknahljómsveitin ljúfa Amiina
leikið fyrir gesti góða stund. Veðrið
iék við borgarbúa og talið er að um
15.000 manns hafi hlýtt á töfrandi
tóna hljómsveitarinnar. Víða mátti
sjá tár blika á hvarmi og gæsahúð-
in hríslaðist upp eftir ótal bökum
meðan seiðandi tónlistin ómaði
um svæðið og hauströkkrið lagðist
yfir borgina.
Sigurður Guðmundsson hljómborðsleikari og
söngvari í hljómsveitinni Hjálmum:
„Égsá seinni hluta tónleikanna ogvar nokkuð hrifinn. Þetta var
skemmtilegt upplifun, veðrið frábært og allt eins og best verður á
kosið. Mérþótti fyrsta plata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, undur og
stórmerki þegar hún kom út og ég hlustaði töluvert á þá plötu.
1 seinni tíð hefur áhugi minn á tónlist Sigur Rósar dalað talsvert.
Mérþætti gaman efráðamenn borgarinnar hefðu í huga að halda
tónleika á túninu oftar. Éggæti sjálfur alveg hugsað mér að stíga
á svið á Klambratúni við slíkar kringumstœður. Það var tnjög vel
staðið að öllu og ótrúlega gaman að sjá svona margt fólk saman
komið. “
Hulda Vilhjálmsdóttir listamaður:
„Mér fannst þetta yndislegir tónleikar og það var einhver sér-
stökfriðsæld sem lagðistyfir borgina þetta kvöld. Viðfjölskyldan
skemmtum okkur prýðilega og það var gaman hversu vel þetta
tókst allt saman. Það var eitthvað ótrúlega heillandi við það að
vera stödd á Sigur Rósar-tónleikum á þessu fagra sumarkvöldi.
Strákarnir mínir, átta og ellefu ára, voru líka mjög kátir með
þetta allt saman. Sigur Rós leikur sérstaka tónlist sem hugnast
mér að mörgu leyti vel. Amiina var á kvenlegri nótunum og þær
voru ákafleva hugljúfar.“
Chili Peppers og
Shakira í aðalhlut-
verki á MTV í ár.
Rokkbandið fjöruga Red Hot Chili
Peppers og poppdívan Shakira
hafa hlotið sjö tilnefningar hvor fyrir
glæsileg myndbönd sín en þetta
Hommi í
líkama konu l
Ana Matronic, söngkona hljóm-
sveitarinnar Scissor Sisters,
er sannfærð um að hún sé
samkynhneigður karlmaður
sem sé fangi í líkama konu.
Hún var alin upp af samkyn-
hneigðum föður og telur það hafa
gert sér gott. „Ég komst í kynni við
hina viðkvæmu hlið mína strax í
barnæsku. Ég fell alls ekki inn í hið
hefðbundna kvenhlutverk og ég hef
alltaf verið innan um samkynhneigt
fólk.“ Matronic segir New York
frábæran stað fyrir samkynhneigða
og hlakkar hún til að taka þátt í því
lifandi samfélagi sem þar þrífst.
var tilkynnt á sjónvarpsstöðinni
MTV um helgina. Þau munu etja
kappi við Christinu Aguilera, Mad-
onnu og Panici. Madonna, Shakira
og Aguilera eru einnig tilnefndar fyr-
ir besta myndbandið í flokki kvenna
ásamt þeim Kelly Clarkson og Nelly
Furtado.
Kappinn Nick Lachey hlaut tilnefn-
ingu fyrir besta myndbandið
H í flokki karla en það mynd-
bandið við lagið What's
- ~ ■ Left of Me fjallar um átak-
anlegan skilnað hans
Ife. og Jessicu Simpson.
n ( þeim flokki eru
■ einnig James Blunt
■ og Kanye West, Tl
H og Busta Rhymes
útvaldir.
Stórtónleikar Sigur Rósar á Klambratúni
Seiðandi tónlist í
snemmbúnu hau
Tilfinningaflóð Tónleikar Sigur Rósar voru griðarlega vel JL heppnaðir jjfl m ' \ VK;. , m . ' JB
^ . .r., v 1*1 \ ; ' \ <* • ~?*r • •• " ■_ » /- ’ . *• .* , S; #' ' ' . 4. m.