blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 20
28
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaðið
heimilið
heimilid@bladid.net
Klassisk þægindí
Hinn þekkti Paulistano-stóll var hannaður af brasiliska mó-
dernistanum Paulo Mendes da Rocha árið 1957 og hefur
notið mikilla vinsælda æ siðan. Stóllinn er einfaidur, fagur
og þægilegur. Tilvalinn á hvert heimili i upphafi 21. aldar.
Góð ráð fyrir
heimiliö
■ Kryddjurtir í matargerð
Flestir sem reynt hafa eiga erfitt
með að vera án þess að eiga
ferskar kryddjurtir í eldhúsglugg-
anum. Sumir eru það myndar-
legir að sá fræjum snemma vors
og fylgjast svo með jurtunum
skjóta upp kollinum eftir nokkrar
vikur. Síðan er hægt að nota
jurtirnar í matargerð fram eftir
hausti við góðan orðstír. Þeir
sem ekki voru þetta fyrirhyggju-
samir geta keypt kryddjurtirnar í
pottum f verslunum, keypt potta
og mold og umpottað jurtunum
í stærri pott þar sem ræturnar
hafa nóg pláss til að athafna sig
og stækka. Kryddteg-
undirnar eru mis-
meðfærilegar
en ef þær fá
næga birtu
og vatn
ættu þær að
geta gagn-
ast eigendum
sínum fram í
haustið.
■ Tæki á hjólum
Til þess að auka þægindin á
heimilinu er tilvalið að grípa til
þess ráðs að skrúfa hjól undir
helstu heimilistæki, svo sem
ísskáp, þvottavél og þurrkara.
Þetta einfaldar til muna þrif og
gott getur verið að geta rúllað
tækjunum til og
frá við hinar ýmsu
aðstæður. Þetta
er ákaflega einfalt
í framkvæmd og
þarf aðeins borvél
og sæmilega
voldug hjól til
verksins.
■ Aukinn glæsileiki í
matarboðið
Fátt er skemmtilegra en að
bjóða góðum vinum heim í kvöld-
verðarboð. Til þess að auka
eilítið glæsileikann yfir annars
hversdagslegu boði er tilvalið að
fjárfesta í taumunnþurrkum eins
og brúkaðar eru á fínni veitinga-
húsum. Þær kosta ekki mikið og
hægt er að skella þeim í þvotta-
vélina að kvöldverði loknum.
Svo eru þær miklu
umhverfisvænni en * ,,s-
hinar hefðbundu „
papprírsser- » ^
véttur. --T'', *
■ Fagurtfjörugrjót
Víða í fjörum
landsins má
finna sjóbarða
steina. Þegar
fjölskyldan fer
í sína árlegu
fjöruferð er
tilvalið að taka með sér slíka
steina og skreyta með þeim
heimilið. Til dæmis má setja
nokkra steina í fiskabúrið eða
fylla glervasa með þeim og
stinga reykelsum þar á milli. Ein-
falt, fallegt og ódýrt.
■ Heimilislegur ilmur
Síðustu vikurnar hefur fasteigna-
markaðurinn róast eilíltið og
eignir seljast ekki eins fljótt og
áður. Benda má seljendum sem
taka á móti væntanlegum kaup-
endum í híbýlí sín á það að fátt
gefur heimilislegra yfirbragð en
bökunarilmur. Þvi er tilvalið að
skella í eina formköku eða eina
plötu af smákökum þegar von
er á gestunum. Ilmurinn mun
heilla þá upp úr
skónum og
þeir munu
festa kaup
á eigninni
um hæl.
Hátt til lofts Blóm-
um skrýtt veggfóður
fer prýöilega á ein-
um vegg. Sérstak-
lega kemurþað vel
út við fallega loftlista.
Einnig er gaman að
velja púða ístíl og
jafnvel rúmteppi líka.
Hlýlegt einfalt
Það er ekki eins flókið og umfangsmikið verkefni og margir halda
að veggfóðra. Það er tilvalið á haustdögum að gera heimilið eilítið
hlýrra með því að veggfóðra einn vegg eða fleiri í íbúðinni. Sérstak-
lega hentar veggfóður híbýlum þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja en
þá nær mynstrið að njóta sín til fulls. Veggfóður af ýmsum gerðum má
finna í mörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fá rómantísk
veggfóður með smágerðu mynstri í anda Viktoríutímans sem gætu komið
vel út í svefnherbergi með ljósu yfirbragði en einnig er hægt að fá djarfari
mynstur í anda áttunda áratugarins, og nánast allt þar á milli. Einnig er
margt skemmtilegt í boði fyrir barnaherbergin til að lífga upp á tilveru
yngstu fjölskyldumeðlimanna.
ódýrt
Samspii Ijóss
og skugga Hér er
rósrauð birta notuð
til þess að varpa
skemmtilegum skugg
um á líflegt vegg-
fóðrið
> ■ f Y',..
Rómantík í rökkrinu
Fyrir þá sem eiga sum-
arbústaö er tilvalið að
útbúa rómantískt svefn-
herbergi. Þarkemur
veggfóður í góðar þarfir.
Slfkt svefnherbergi
myndi líka sóma sér
prýðilega innan borgar-
markanna.
' ' fí
■
9L
r\,jr1
' ' p
Keramikvasar vinsælir sem aldrei fyrr
Tískan fer í ótal hringi - hvort
sem um er að ræða í klæðnaði eða
húsbúnaði. Nú um stundir eru ker-
amikvasar frá sjöunda og áttunda
áratugnum ákaflega eftirsóttir
og má víða sjá þeim bregða fyrir í
tímaritum sem fjalla um húsbúnað
og innanhússhönnun.
Vasarnir eru oftar en ekki lit-
skrúðugir í meira lagi og munstrin
geta verið ansi fjölbreytt.
Vasar á borð við þessa leynast án
efa í mörgum geymslum og löngu
gleymdum skúmaskotum en nú er
sko sannarlega tíminn til þess að
seilast eftir þeim og koma þeim
fyrir á vel völdum stað í stofunni.
Fyrir þá sem ekki luma á slíkum
vasa er tilvalið að svipast
um i Fríðu frænku
á Vesturgötu, Góða
hirðinum eða Kola-
portinu. Einnig
leiddi óskipuleg
rannsókn á undra-
vefnum Ebay í Ijós
að þar er um auð-
ugan garð að gresja
í þessum efnum.
Þar er því ekki úr
vegi að nýta rign-
ingardaga sumars-
ins til þess að koma
höndum yfir einn
glæsilegan kerami-
kvasa frá árinu 1968.