blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 22
30 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaðiö íþróttir ithrottir@bladid.net „Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, var maðurinn á bak við kaup félagsins á Michael Carrick. Það var svo sannarlega ekki þessi franski stjóri, Jacques Sant- ini. Hann hefði ekki getað þekkt í sundur Michael Carrick og Michael Jackson.“ - Harry Redknapp um kaupTottenham á Michael Carrick frá West Ham fyrir tveimur árum. Spurs seldi Carrick svo til Manchester United á dögunum fyrir 18,6 milljónir punda Skeytin inn Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen er að öllum líkindum á leið frá Real Madrid. Umboðsmaður hans, John Sivbæk, segir að lið frá Þýskalandi, Ítalíu og Hollandi hafi sýnt honum áhuga en helst vilji Gravesen leika á Englandi. Sivbæk sagðist þó ekki eiga von á að málin myndu skýrast fyrr en að lokinni æfingaferð Real Madrid til Banda- ríkj- anna. Gravesen var keyptur til Madridar- liðsins frá Ever- ton í janúar 2005 fyrir 2,5 milljónir punda. Hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu og lék aðeins sjö leiki með liðinu í fyrra. Villarreal er reiðubúið að selja brasilíska miðjumanninn Marcos Senna til Manchester United ef félagið fær gott tilboð í kappann. Alex Ferguson, stjóri United, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að fá Senna til liðsins. „Við höfum áhuga á Senna en við höfum líka áhuga á — fleiri leikmönnum. Við viljum styrkja miðjuna hjá okkur og Senna ætti að reynast okkur góður liðstyrkur," sagði Ferguson. Villarre- al er talið vilja fá um fjórar milljónir punda fyrir Senna, sem er þrítugur að A aldri. Stephen Carr, varnarmaður Newcastle, ætlar að halda áfram að leika með írska landsliðinu. Carr ákvað að hætta að leika með írum eftir að þeim mistókst að tryggja sér sæti á HM í sumar, en segist hafa snúist hugur og að nú verði ekki aft- ur snúið. Steve ~ Staunton, lands- liðsþjálfari íra, var hæstánægð- ur með ákvörðun kappans og sagði hann færa mikla reynslu inn í liðið. Ribery vill burt ■ Lyon, Arsenal og Real Madrid líklegustu Bruno Heiderscheid, umboðs- maður franska landsliðsmannsins Franck Ribery, segir að Lyon, Ar- senal og Real Madrid séu þau þrjú félög sem berjist harðast um að fá kantmanninn í sínar raðir. Ribery vakti athygli stórliða Evrópu eftir frábæra frammistöðu á HM í sum- ar og hefur beðið um að verða seld- ur frá Marseille. Fjölmiðlar á Bret- landseyjum greindu frá því í gær að Arsenal væri að ná samkomulagi við franska liðið um að greiða 13,5 milljónir punda fyrir kappann en Arsene Wenger, stjóri Skyttanna, vís- aði þeim fullyrðingum hins vegar til föðurhúsanna. Stuðningsmenn Marseille eru æfareiðir út í Ribery fyrir að vilja fara frá félaginu og á mánudag réð- ust þeir að bifreið hans þegar hann ók frá æfingasvæði liðsins. Heiderscheid sagði það hafa ver- ið kornið sem fyllti mælinn og nú séu engar líkur á að Ribery geti hugsað sér að vera áfram hjá Mar- seille. „Franck líður mjög illa. Eftir að stuðningsmennirnir móðguðu hann var hann við það að bresta í grát. Ég veit að hann elskar enn- þá Marseille en hann þarf að fara til liðs þar sem hann getur haldið áfram að bæta sig,“ sagði Heider- scheid. 13. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA miö. 09. ágúst kl. 19:15 KR - Keflavík fim. 10. ágúst kl. 19:15 ÍA-Valur fim. 10. ágúst kl. 19:15 FH - Fylkir fim. 10. ágúst kl. 19:15 Grindavík - Breiðablik fim. 10. ágúst kl. 19:15 Vikingur - IBV 12. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA fös. 11.ágúst kl. 19:15 Valur-KR fös. 11.ágúst kl. 19:15 Stjarnan - Fylkir fös. H.ágúst kl. 19:15 FH - Keflavík Tryggöu þér miöa á betra verði á landsbankadeildin.is eöa ksi.is Landsbankinn Banki allra landsmanna í 120 ár MTKLW ÚRVALf Mourinho segist gjalda fyrir HM: Leikmenn þungir og hægir Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir eigi langt í land með að ná fyrra formi sökum þátttöku þeirra á heims- meistaramótinu í sumar. Chelsea er nýkomið frá Bandaríkjunum, hvar liðið var í æfingaferð, en Mourinho seg- ir að liðið þurfi að leika sjö leiki í viðbót áður en það verður að fullu reiðubúið fyrir titilvörnina. „Eftir fyrsta æfingaleikinn okkar er auðvelt að sjá að við eigum enn langt í land. Við gjöldum fyrir að svo margir leikmanna okkar tóku þátt í HM,“ sagði Mourinho, en Chelsea tapaði á laugardaginn fyrir banda- Tómstundahúsiö, Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is ríska liðinu MLS All Stars með einu marki gegn engu. „Leikmenn mínir voru þungir, hægir og ekki beittir. Við þurfum augljós- — lega a leggja m j ö g hartað okkur n ú n a ogleika fleiri æf- ' ^ ingaleiki," sagði Mo- u r i n h o ennfremur. Jose Mourinho Er margt til lista lagt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.