blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 19
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 27 Sippaðu. Að sippa í tiu mínútur brennir ósköpunum öllum af hitaeiningum. Svo er mjög einfalt mál að koma sippubandinu fyrir ofan i tösku. IVIeð pví geturðu stundað hreyfingu hvar sem er og hvenær sem er. Ekki gott að vigta sig oft Flest erum við (eða eigum ein- hvern nákominn í sömu stöðu) að vinna í því að missa nokkur kíló. Bestu leiðirnar að því göfuga markmiði eru eins og allir vita; hreyfing, fituskert mataræði og mikil vatnsdrykkja. Árangurinn af þessu brölti mæl- ist svo einna best á því að fötin sem voru hætt að passa eru aftur orðin eins og sniðin. En flestir sem eru að taka á þessum málum A eru líka ----duglegir að stíga á vigt- i n a . Það er gott og blessað, en það má samt ekki ofgera því. Best er að vigta sig alltaf á sama tíma, þ.e. á morgn- ana eftir að búið er að fara á klósettið. Að sama skapi er heppilegt aðlátaalltaf nokkra daga líða á milli þess sem maður vigtar sig. Þannig er þetta marktækast. Til að komast að því hvort þú sért í kjörþyngd er tilvalið að fara á Netið og heimsækja vefsíðu Manneldisráðs www.lydheilsu- stod.is. Þar er að finna mikinn og gagnlegan fróðleik um allt á nilli himins og jarðar, en einnig forrit sem sker úr um hvort holdafar þitt sé enn á góðu róli, eða komið undir eða yfir strikið. Vigtaðu þig á morgnana en ekki oftar en tvisvar í viku. Sjö ráð til að koma í veg fyrir að augun þreytist Augun mín og augun þín 1 dag vinna fleiri fyrir framan tölvur en í fiski. Þetta kallar fram annarskonar heilsufarsvanda en sinaskeiðabólgur og þreytta fætur. Til dæmis getur það verið vont fyrir augun að horfa á skjáinn allan dag- inn. Eftirfarandi eru hollráð til að halda augunum heilbrigðum við slíkar aðstæður: 1. Hafðu tölvuskjáinn beint fyrir framan þig og rétt neðan við beina sjónlínu. 2. Ekki láta skjáinn vísa að glugga eða í átt að mikilli birtu. 3. Reyndu að forðast að vinna fyrir framan tölvu í myrkri. Það ætti alltaf að vera kveikt á lampa, en ljósið frá honum má ekki vera bjartara en það sem kemur af tölvuskjánum. 4. Notaðu skjá sem kemur í veg fyrir endurkast og gljáa. 5. Hafðu lampa með lampaskermi á borðinu til að nota við lestur pappíra, en sjáðu til þess að ljósið frá honum endurvarpist ekki á skjáinn. 6. Stækkaðu letur til að koma í veg fyrir að augun þreytist við lesturinn. Svartur texti á hvítum grunni er alltaf bestur aflestrar. Til að stækka letur er hægt að halda niðri Ctrl takkanum og renna svo skífunni á miðju músar- innar upp eða niður (á við um PC tölvur). 7. Sumum gæti hentað að nota mildari gleraugu til að lesa af tölvuskjá því almenn lestrargler- augu gætu verið of sterk. Augn- læknar ættu svo að geta gefið upplýsingar um hvaða gleraugu er heppilegast að nota þegar fólk þarf að sitja langtímum saman fyrir RÝMINGARSALA Verslunin Völusteinn Hættir 2. til 15.ágúst að Bæjarlind 14-16 Mikið affallegri föndurvöru á frábærum tilboðum VOLUSTEINN fyrlr flm o fingur BÆJARLIND14-16 / Sími 588 9505 / www.volusteinn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.