blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaöiö blaóiö Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Lögreglan: Sextán Kátir biskupar á Grænlandi Sigurvegari stúlkna í skák Ólafur Kolbeinn Guð- mundsson, forseti Kátu biskupanna, afhendir Jakob ine Mathiassen, sigurvegara stúikna, bikar Kátir biskupar héldu 60 manna skákmót í Kummiuut: ■ Sigldu með ísmanninum ■ Blöðrur vinsælar meðal barnanna ■ Draugur hafði áhrif á ferðaáætlunina líkamsárásir Lögreglan í Reykjavík fékk til- kynningar um 16 líkamsárásir yfir verslunarmannahelgina. Ein líkamsárásin var nokkuð al- varleg en þar veittust þrír menn að einum með þeim afleið- ingum að hann þurfti að leita aðhlynningar upp á Borgarspít- ala. Hann fór heim samdægurs án teljandi meiðsla. Tíu árásir áttu sér stað í mið- bænum en aðrar í heimahúsum víðsvegar um borgina. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Skákfélagið Kátir biskupar hélt tæplega 60 manna skákmót í smábænum Kuummiut á Græn- landi í síðustu viku. Kátu biskup- arnir héldu til Grænlands ásamt Hróknum en fóru á eigin vegum til Kuummiut þar sem þeir glöddu börn með skák og gjöfum. Hrókur- inn hélt mót á sama tíma í Tasiilaq. „Við sigldum með ísmanninum Sigurði Péturssyni til Kummiuut, sem var ævintýri út af fyrir sig,“ segir Ólafur Kolbeinn Guðmunds- son, forseti Kátu biskupanna. Með biskupunum síkátu var Henrik Danielsen í för ásamt Elísbetu Ól- afsdóttur. Hann kenndi börnunum skák ásamt biskupunum. Kuummiut er 300 manna bær, en um 80 krakkar komu á skákmótið til þess að taka þátt. Biskuparnir voru ekki með skákborð nema fyrir 56 manns og því ljóst að færri kom- ust að en vildu, enda áttu þeir ekki von á öðru eins. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé með stærstu barnaskákmótum sem haldin hafa verið á Austur- Grænlandi,“ segir Ólafur Kolbeinn sem er himinlifandi yfir móttök- unum sem þeir fengu. Biskuparnirgáfubörnumblöðrur og nammi og segir Ólafur að hann hafi sjaldan orðið vitni að jafn- miklum vinsældum blöðrunnar og á Grænlandi. Einnig gáfu þeir skák- klukkur og ljósmyndabækur frá Hafnarfirði en þaðan er félagið. „Nokkrir félagar úr Kátu biskup- unum ætluðu að gista í húsi sem ísmaðurinn átti, en slepptu því vegna þess að heimamenn höfðu snúið öllu á hvolf eftir að hafa reynt að fanga draug sem dvelur víst þar,“ segir Ölafur hlæjandi um aðbún- aðinn sem þeir bjuggu ‘við. Hann segir að ísmaðurinn hafi spurt heimamenn hvað þeir hygðust gera ef þeir myndu fanga drauginn og svörin sem hann fékk voru þau að draugurinn yrði sendur beint í fangelsi í Nuuk ef til hans næðist. Biskuparnir síkátu létu því bát ís- mannsins nægja í það skiptið og heimili hans. Eftir vel lukkaða ferð sneru þeir heim á mánudag og segir Ólafur að Kátir biskupar séu langt því frá hættir því þeir muni snúa aftur að ári og halda enn veglegri skákhátíð fyrir börnin. NÝR VALKOSTIIR Á transport"§0Í} toll- og flutningsmiðlun ehf Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is Á förnum vegi Hvernig er að vera íslendingur Vigdís Eva Guðmundsdóttir nemi „Það er stórkostlegt að vera Islend- ingur" Katrín Gunnarsdóttir nemi „Ég fíla það og sérstaklega danssýn- ingamar sem sýndar eru á íslandi." Ásgerður Gunnarsdóttir nemi „Bara fínt, alla vega gott í dag.“ Melkorka Sigríður Magnúsdóttir nemi „Ég er nokkuð sátt.“ undirfataverslun fyrir allar konur Einkaumboðsaðili fyrir Vanity Fairá íslandi Frábær verð og gæði, persónuleg þjónusta mm www.ynja.is Útsölustaðir:EsarHúsavík • Dalakjör Búðardal Hamraborg7, Kópavogi, Sími 544 4088 Heiðsklrt - LéttskýjaöSkýjað Alskýjað«á£i‘Rignlng1lítilsháttar^!^RignlngÍí^Súld - Snjðkoma-áÍL'ii. siydda Snjðél Skúr ilúkjlý Algarve 27 Amsterdam 19 Barcelona 28 Berlín 23 Chicago 19 Dublin 19 Frankfurt 20 Glasgow 15 Hamborg 20 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 22 London 20 Madrid 29 Mallorka 27 Montreal 17 New York 23 Orlando 25 Osló 20 París 21 Stokkhólmur 24 Vín 21 Þórshöfn 12 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.