blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 8
8 I FRÉTTIR fj MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaöið Grundartangi: Eldur var laus í álverinu Slökkvilið og lögregla voru kölluð að álverinu á Grundar- tanga um hádegisbilið í gær vegna elds í mölunarsamstæðu. Talið er að of heitt efni hafi fyrir slysni verið sett inn í sam- stæðuna með þeim afleiðingum að kviknaði í hlífðarplasti. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi gekk greiðlega að slökkva eldinn og var tjón minniháttar. Marel græðir: 115 milljónir á hálfu ári Marel-samstæðan hagnaðist um 115 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt 6 mánaða uppgjöri fyrirtækisins. Þetta er töluvert minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra en þá nam hann tæpum 350 milljónum króna. Skýrist það fyrst og fremst af því að hlutbréf í hollenska fyrirtækinu Stork N V voru færð að markaðs- virði og kom það fram í tapi í hlutdeildarfélagi. Þá jókst sala um 24% milli ára og nam hún 6,7 milljörðum á fyrstu sex mánuðum þessa ár. Hvalfjarðargöng: 391 var á of miklum hraða 391 ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur í Hvalfjarðar- göngunum um síðustu helgi. Umferðarlagabrotin náðust öll á hraðamyndavélar sem þar eru staðsettar og eiga ökumenn sekt yfir höfði sér. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík var 51 öku- maður tekinn fyrir hraðakstur annars staðar í umdæminu um helgina og fimmtán fyrir ölvunarakstur. ■rrE!t - fer: tttá'iL Tölvugerður nöturleiki Eins og sést með þvi að bera myndirnar saman þá er búið ýkja afleiðmgar sprengjuárásarinnar Mið-Austurlönd: Olmert segir tillögur Líbana „áhugaverðar” ■ Líbönsk stjórnvöld reiöubúin að senda 15 þúsund hermenn til suðurhlutans ■ Afvopnun Hizballah skilyrði fyrir brotthvarfi ísraela Hugað að vopnum Israelskir hermenn huga aö vopnum sínum á meöan tekist erá um hvernig eigi aö standa aö vopnahiéi á vettvangi Sameinuöu þjóöanna Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net Ehud Olmert, forsætisráðherra ísra- els, sagði í gær að tillögur líbanskra stjórnvölda um að senda 15 þúsund manna herlið til þess að halda uppi lögum í suðurhluta landsins væru .áhugaverðar” og „þess virði að skoða nánar” en ít- rekaði að sllk útfærsla þyrfti að fara saman við upprætingu Hizballah á svæðinu. Líbönsk stjórnvöld geta ekki sætt sig við þá ályktun sem Bandaríkja- menn og Frakkar hafa komið sér saman um að leggja fyrir öryggisráð Sameinuðuþjóðanna.Ályktuninfelur meðal annars í sér að fjölþjóðaher gæti landamæra ísraels og Líbanons og kveður jafnframt á um að báðar stríðandi fylkingar láti af aðgerðum. Hún gerir hinsvegar ekki þá kröfu að ísraelski herinn yfirgefi suðurhluta landins. Stjórnvöld í Beirút eru mót- fallin skrefum í átt að vopnahléi sem fela ekki í sér brotthvarf ísraelska hersins frá landsvæði þeirra. Á mánu- dag samþykkti stjórnin að senda 15 þúsund manna herlið til landamær- anna að því gefnu að Israelsmenn yfirgefi svæðið. Hermennirnir eiga að framfylgja afvopnun Hizballah á svæðinu. Er þetta í fyrsta sinn frá ár- inu 1982 sem líbönsk stjórnvöld reyna að framfylgja fullveldi sínu í þessum hluta landsins en vígamenn hafa ráðið lögum og lofum á svæðinu. Það þykir auka á trúverðugleika ákvörð- unarinnar að fulltrúar Hizballah í ríkisstjórn landsins greiddu atkvæði með henni. Fulltrúar helstu ríkja Ar- ababandalagsins voru í New York í gær og reyndu að afla stuðnings við því að ályktun Bandaríkjamanna og Frakka yrði breytt þannig að kveðið yrði á um brotthvarf ísraelska hers- ins frá suðurhluta Líbanons. Faraekki fyrren að fjölþjóðalið kemur Þrátt fyrir að Olmert hafi lýst því yfir í gær að útfærsla líbanskra stjórn- valda væri áhugaverð sagði hann að stjórnvöld þyrftu að skoða hana nánar og fara yfir hversu raunhæf hún er og hvenær væri hægt að hrinda henni í framkvæmd. Forsætisráðherrann sagði að því fyrr sem ísraelskir hermenn gætu yfirgefið Líbanon því betra, ekki síst efþeir ná markmiðum stjórn- valda um að uppræta vígstöðvar skæruliða Hizballah. Hann sagði enn- fremur að ísraelsmenn myndu ekki kalla herlið sitt yfir landamærin fyrr en fjölþjóðlegt lið væri komið á stað- inn til þess að styðja við bakið á her- mönnum líbanskra stjórnvalda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.