blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 30
38 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaðið folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ætlar þú á fiskidaginn mikla á Dalvík? „Nei, það ætla ég ekki að gera. Mér finnst óskiljanlegt að fólk skuli ætla sér að halda hátíð og safnast sainan undir þessari yfirskrift. Ég get ekki íntyndað. mér að það verði fjölmennt þarna." Ri m sj Gunnar Helgi Kristinsson, prófessnr ogfiskihátari. Gunnar Helgi gaf út fyrir nokkru bókina „Fiskveisla fiskihatarans" og er yfirlýstur fiskihat- ari.. Fiskidagurinn verður haldinn 12. ágúst næstkomandi Spes hjólreiðamenn Þeir Dagbjartur Ingvars- son, Gísli HvanndaI Ólafsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson loka hringnum á sunnudag, en þeir hjóia og haida tónleika umhverfis landið til styrk- ar Spes-samtökunum, en þau byggja barnaþorp í Afríku fyrir munaðarleysingja. Þekktum ekki erfiði ^^rSmáborgarinn ÚTIHÁTÍÐIR Smáborgarinn átti góða daga í höfuðborginni um liðna helgi. Ástæðan? Stór hluti borgarbúa var úti á landi og hírðist í tjöldum sínum og tjaldvögnum, yfirleitt með tilheyrandi vosbúð og kulda. Smáborgarinn er ekki fyrir útihá- tíðir, eða réttara sagt, hann þolir þær ekki. Hann er a þeirri skoðun að þar safnist saman dreggjar þjóðfélagsins á einum og sama staðnum. Hann hefur engan áhuga á því að deila tjaldsvæði með óþolandi iiði sem kyrjar „Stál og hníf“ sí og æ á falskan kassa- gítar ofurölvi. Þegar smáborgarinn lenti í þessháttar aðstæðum síð- ast stóð hann sig að því að vonast eftir að heyra hina kassagítarklass- íkina „Hjálpaðu mér upp“. Ekki af því að honum fyndist hann vera að drukkna, sem var þó ekki fjarri lagi, heldur til þess að fá örlitla til- breytingu frá útjaskaðasta Bubba- lagi sem fyrirfinnst hér á jörð. Ekki af því að honum fyndist hann vera að drukkna, sem var þó ekki fjarri lagi, Pistlahöfundur á Rás 2 sem líki stemningunni á útihátíð við ástandið í flóttamannabúðum hitti naglann á höfuðið. Ef maður vill fá svoleiðis stemningu beint í æð er miklu gáfulegra að skrá sig hjá Rauða krossinum, skella sér til Sýrlands eða Darfur og láta gott af sér leiða um leið og maður hírist í tjaldinu. Það er hægt að taka kassagítar með sér og það sem meira er, þar hefur enginn heyrt „Stál og hníf“. En það er Ijós punktur á þessu fyrirbæri, útihátíð- inni. Hann er sá að um verslun- armannahelgi tæmist borgin af þessu liði sem fyllir tjaldsvæði landsins. Stemningin í Reykjavík verður á sama tíma allt önnur og betri. Maður getur labbað niður Laugaveginn á laugardagsnóttu og verið nokkuð öruggur um að hálfvitinn sem ella hefði barið mann í hausinn með bjórflösku eða bitið af manni eyrað er víðs fjarri. Hann er í Eyjum eða á Akureyri þar sem hann er best geymdur. Þar safnast dreggjarnar saman og mynda einn risastóran drullupoll og fréttir berast allt í einu frá þessum kyrrlátu útnárum sem hljóma eins og fréttaritarinn sé staddur í Beirút en ekki í „höf- uðstað Norðurlands". „Það er að styttast í þessu hjá okkur, við rennum inn á Blönduós í kvöld og komum aftur í bæinn um helgina. Ef allt gengur vel,“ segir Gísli Hvann- dal Ólafsson í samtali við Blaðið. Hann lagði ásamt þeim Guðjóni Heiðari Valgarðssyni og Dagbjarti Ingvarssyni land undir reiðhjól fyr- ir um þremur vikum til styrktar samtökunum Spes, en þau byggja upp og reka þorp fyrir munaðarlaus börn í þróunarlöndunum. „Ég skal alveg játa að leiðin er lengri en við héldum þegar við vor- um að ráðgera ferðina," segir Gísli. ,En það þarf ekki að vera verra, við höfum öðlast allt aðra sýn á landið fyrir vikið. Á korti og í bíl verða allar vegalengdir afstæðar, en á hjóli eða fótgangandi verða þær nærtækari.“ Gísli segir að ferðin hafi sóst hægar en þeir ætluðu, en það eigi sér ýms- ar skýringar. „Við erum ekki aðeins að hjóla hringinn og markmiðið var ekki að setja neitt hraðamet. Á leiðinni höfum við svo gert stans víða um land, dregið upp gítara og skemmt fólki með spilamennsku, ljóðaupplestri og uppákomum. Og auðvitað látið baukinn ganga til styrktar Spes. En síðan höfum við líka átt lengri stopp, bæði á Egils- stöðum og Akureyri. Við vorum í höfuðstað Norðurlands um verslun- armannahelgina, enda þótti okkur ástæðulaust að vera að ana áfram þjóðveginn á hjólum þessa mestu ferðahelgi ársins.“ En nú hafa veðrin verið með ýmsu móti og þau hljóta að setja strik í reikninginn. „Jú, maður lendir sjaldnast í of góðu veðri, en fyrst og fremst er það nú mótvindurinn, sem reynist erfiður. Og það er eins og hann hafi elt okkur hringinn í kring- um landið!" Gísli játar að ferðin hafi stundum verið erfið. „Hann Guðjón segir að þetta hafi ekki verið erfið- ara en hann átti von á, vandinn hafi verið að hann hafi ekki vitað hvað erfiði var áður,“ segir Gísli og hlær, en þeir Guðjón og Dagbjartur voru alls óvanir hjólreiðum áður en þeir lögðu í hann. „Þeir segja nú líka að þeir séu að uppgötva vöðva - og þá ansi bólgna - sem þeim var ókunn- ugt um að væru til fyrr en líða tók á ferðina.“ Vegna þessa reynsluleys- is ákváðu þeir að fara Suðurlandið fyrst, svo líkaminn væri sæmilega stæltur þegar erfiðustu kaflarnir og brekkurnar tækju við. En hvernig hafa viðtökurnar ver- ið og hefur mikið fé safnast? „Við höfum yfirleitt fengið alveg sérstak- lega góðar viðtökur, bæði hvað varð- ar spileríið og fjársöfnunina. Ætli það láti ekki nærri að við höfum fengið hátt í hundrað þúsund krón- ur í klinki, en ég veit ekki hvað hef- ur komið í gegnum vefinn spes.is þar sem má heita á okkur. Svo hafa fengist vilyrði frá ýmsum fyrirtækj- um og síðast á mánudag, þegar við komum inn á Sauðárkrók, tók Ólaf- ur Sigmarsson hjá Kaupfélagi Skag- firðinga höfðinglega á móti okkur og afhenti okkur 200.000 króna ávísun frá Kaupfélaginu." Og hvenær áætla þeir svo að koma aftur í bæinn? „Við munum koma hjólandi inn á Ingólfstorg kl. 16.00 næsta sunnudag og bindum enda á hringinn með tónleikum þar. Það verður gott.“ andres.magnusson@bladid.net SUDOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers n(u reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 9 5 8 4 2 1 6 7 3 6 1 3 7 9 5 8 2 4 2 4 7 6 3 8 9 5 1 4 8 9 2 6 7 1 3 5 1 3 6 5 8 4 2 9 7 5 7 2 9 1 3 4 6 8 3 2 1 8 7 9 5 4 6 7 6 5 1 4 2 3 8 9 8 9 4 3 5 6 7 1 2 Gáta dagsins: 9 3 8 2 9 5 4 7 6 1 6 8 2 9 9 6 7 3 4 2 6 6 1 5 3 5 1 4 2 2 4 7 eftir Jim Unger Ég held að hann sé búinn með súkkulaðidýfuna. 10-12 © Jim Unger/dist. by Uniled Media, 2001 HEYRST HEFUR... Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, er tekinn til við að blogga (www. bjorningi.is) á nýjan leik og virð- ist það ekki há honum að hafa handarbrotnað í fótbolta í sumarfríinu. Fyrsta færslan eftir fríið er um fjöl- skylduhátíðina í Galtalæk, en Björn Ingi segir að stemningin þar hafi verið frábær, eins og marka megi af því að þaðan hafi ekki borist fréttir af nauðg- unum eða fíkniefnamálum. Skildist Binga að stærsta málið sem upp hafi komið, hafi verið þegar hinn síkáti unglingur Hermann Gunnarsson hafi týnt lesgleraugum sínum, en eftir víðtæka leit hafi þau fund- ist og leitarmenn snúið til síns heima... Framboðsmál sjálfstæðis- manna í Reykjavík hafa ýms- um verið hugleildn, en sumir hafa áhyggjur af því að nýliðun kunni að verða með minnsta móti. Enginn núverandi þing- manna hefur gefið til kynna að hann hyggist draga sig í hlé, tumaðSólveig nenni í prófkjör. En einmitt i því ljósi hafa margir sjálfstæðismenn áhyggjur af því að fáttverðiumfína drætti á Reykjavíkurlistunum þegar kemur að kvenpeningn- um. Ásta Möller mun vafalaust sækja í sig veðrið, en hún mun ekki blanda sér í toppbaráttuna. Er því mikið um það rætt hvort ekki megi finna einhverjar dugmiklar konur, sem vilji taka þátt í stjórn landsins... Af lestri Morgunblaðsins und- anfarna daga þykjast glögg- ir menn sjá, að þar á bænum hafi menn a.m.k. fundið eina konu, sem sómi væri að á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðusambands íslands og for- maður Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna, var þar tekin í mikið hefðarviðtal síðastliðinn fimmtudag, sem síðan varð efniviður í forystugrein Mogga daginn eftir, en hún talaði þar umbúðalaust um launaþróun í landinu og ofurlaun í viðskipta- lífinu. Ingibjörg hefur áður tekið sæti á lista sjálfstæðis- manna í ReykjaVtk, feWþaðvafí þingkosningunum 1991... Fari Ingibjörg og fleiri öflugar konur fram í prófkjöri sjálfstæðismanna getur það hæglega breytt listanum veru- lega og haft áhrif á framgang annarra. Þeir Geir H. Haarde, formaður flokksins og forsætis- ráðherra, og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, haggast tæpast úr efstu sætum listans, en þetta gæti truflað metnað manna eins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Illuga Gunnarssonar, sem talið er að muni báðir sækjast eftir þing- sætum í grennd við toppinn og teljast að öðru jöfnu líklegir til þess að hreppa þau... andres.magnusson@bladid.net þó sumir efi Pétursdótti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.