blaðið

Ulloq

blaðið - 19.08.2006, Qupperneq 2

blaðið - 19.08.2006, Qupperneq 2
2IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 19.ÁGÚST2006 blaðið Ránstilraun: Reynt að ræna ferðamenn Tveir ferðamenn komust naum- lega undan ránstilraun nærri flugvelli Reykjavíkur aðfaranótt föstudags. Ferðamenn- irnir, sem eru þýskir, mættu tveimur mönnum sem voru vopnaðir hníf. Glöggur vegfar- andi á bíl sá ferðalangana, kom þeim til hjálpar og ók þeim á BSl. Þaðan hélt fólkið út á land i gær- morgun. Lögreglan telur mildi að fólkið slapp svona vel. Þjófnaður: Ungmenni stálu veski Þrjú ungmenni eru grunuð um þjófnað á veitingastað á Höfða síð- asta fimmtudagskvöld. Þau talin hafa tekið veski sem kona átti inni á veitingastaðnum. f veskinu voru 20 þúsund krónur í pen- ingum, kreditkort og ávisanir. Auk þessa munu ungmennin hafa stungið af án þess að greiða fjögur þúsund króna reikning sem þau höfðu snætt fyrir. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Drukkinn danskur ferðalangur var handtekinn þegar flugvél Icelandair lenti á Kastrup-flugvelli við Kaup- mannahöfn á fimmtudag. Maður- inn hafði þá áreitt íslenskar stúlkur sem voru meðal farþega og barið þær tvívegis. „Við reyndum að hunsa manninn til að byrja með,“ segir Sigrún Ás- geirsdóttir, sautján ára framhalds- skólanemi, sem lenti ásamt þremur vinkonum sínum í danska flug- dólgnum. Hann var draugfullur að sögn Sigrúnar og áreitti stúlkurnar í sífellu. Sigrún var ásamt vinkonum sínum á leið til Kaupmannahafnar þar sem þær ætluðu að eiga náðuga helgi og versla. „Hann lamdi vinkonu mína í mag- ann þegar við vildum ekki tala við hann,“ segir Sigrún. Stúlkurnar höfðu þá reynt að hunsa manninn en hann lét sér ekki segjast við það. Sigrún segir að sér og vinkonum sínum hafi brugðið þegar maðurinn sló eina þeirra en að höggið hafi þó Stúlkur áreittar af dönskum dólgi Sigrún Asgeirsdóttir hægra megin og Andrea Víglundsdóttir lentu í dönskum flugdólgi ásamt tveimur vinkonum sínum. ekki verið alvarlegt. í stað þess að segja flugáhöfninni frá manninum ákváðu þær að sitja af sér áreitið. „Við sátum aftast og hann var alltaf að fara fram hjá á klósettið og áreita okkur í leiðinni," segir Sigrún. Hún segir að maðurinn hafi verið orðinn svo ofsafenginn að lokum að hann sló aðra vinkonu hennar í höfuðið þannig að hún missti gleraugun sín. „Þá urðum við svolítið hræddar við hann,“ segir Sigrún og þær ákváðu að segja flugáhöfninni frá manninum. Áhöfnin brást mjög vel við að sögn Sigrúnar en maðurinn virðist hafa látið öllum illum látum engu að síður rétt áður en flugvélin lenti. Þá var ákveðið að kalla á lögregluna til að taka á móti honum þegar vélin væri lent. „Hann var brjálaður þegar lög- reglan kom á staðinn," segir Sigrún dálítið brugðið eftir slæma flug- reynslu. Hún segir að þetta hafa verið mjög óþægilegt fyrir þær en farþegar þurftu að bíða á meðan lögreglan færði manninn úr flugvél- inni. Stúlkurnar þorðu ekki strax út af ótta við manninn sem varð til æss að tveir aðrir farþegar fylgdu æim úr flugvélinni. „Allir voru æðislegir við okkur,“ segir Sigrún sem er afar ánægð með viðbrögð flugfélagsins og hjálpsemi farþeganna. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir félagið taka svona hegðun afar alvarlega. Ice- landair mun kæra manninn og segir Guðjón að svona hegðun eigi ekki að líðast í flugvélinni. Guðjón áréttar einnig að svona tilvik séu sem betur fer afar sjaldgæf. NfB VAIKOSTUR A FLUTNINGAMARKADNIJM transpori^'H^ toll■ og flutningsmiðlun ehf Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is , blaöiðm Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettin® bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Fréttavikan Hvað bar hæst? Friðrik J. Amgrímsson, formaður LÍÚ Mér finnst þessi hörmulegu slys hafa sett mestan svip á þessa viku. Auðvit- að veltir maður fyrir sér hvað er hægt að gera til að forðast slys sem þessi. Það er spurning hvort það þurfi ekki að fara í stórt átak á vegunum, meðal annars með því að aðskilja akreinar svo minni hætta sé að á bílar rekist saman. Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur Ef ég horfi á bæjarfréttirnar, þær sem standa mér næst, þær er minnistæð- ust atburðarásin sem átti sér stað á fimmtudag þegar meirihluti bæjar- stjórnar synjaði minnihlutanum um að taka mál á dagskrá og sleit fundi. Það er mjög athyglisvert að horfa á hvernig lýðræðisreglumar í okkar litla samfé- lagi eru fótum troðnar. Sigríður Rut Júiíusdóttir, lögmaður Það sem mér finnst eftirminnilegast eru sorgartíðindi í umferðinni. Það er líka hryggilegt að heyra allar þessar hraðakstursfréttir. Fólk veröur að taka sig saman og fara að huga að umferð- aröryggi. Gæða sængur og heilsukoddar. i Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 535 3500 Helðskírt Léttskýjað IbÍA. Skýlað Alskýlað Rinninn. litilsháttar .■ Rianinn Súlri ■ iiUXjjlí' Algarve 23 Amsterdam 22 Barcelona 27 Berlín 25 Chicago 20 Dublin 17 Frankfurt 23 Glasgow 17 Hamborg 19 Helsinki 23 Kaupmannahöfn 22 London 19 Madrid 22 Mallorka 28 Montreal 21 NewYork 22 Orlando 24 Osló 23 París 19 Stokkhólmur 22 Vín 25 Þórshöfn 12 Veðurhorfur I dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.