blaðið - 19.08.2006, Qupperneq 4
4 I FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST2006 blaðið
Fíkniefnamisferli:
Tíu handteknir
í gleðskap
Lögreglan í Reykjavík hand-
tók tíu manns í bryggjuhverfinu
aðfaranótt föstudags. Fólkið
var að skemmta sér í partíi um
nóttina sem nágrannar höfðu
ítrekað kvartað yfir vegna óláta.
Lögreglan kom á staðinn og
handtók fólkið. Við leit fannst
lítilræði af amfetamíni og hassi
í íbúðinni. Nokkrir þurftu að
gista fangageymslur en var
sleppt um morguninn.
Skemmdarverk:
Skemmdu
klósett
Fjögur ungmenni skemmdu
sjálfvirkt klósett við Ingólfstorg
um fjögurleytið aðfaranótt
föstudags, en lögreglan handtók
tvö þeirra sem reyndust undir
lögaldri. Þau voru færð á lög-
reglustöð og hringt í foreldra
þeirra sem sóttu þau. Atvikið
var tilkynnt til barnayfirvalda.
Klósettið var ekki mikið
skemmt en hugsanlega mun
það valda einhverjum óþæg-
indum fyrir viðþolslausa á
Menningarnótt.
Síðasta ávarpið Líta veröur
til Norðurlanda og Evrópu um
samstarf í varnarmálum.
Síðasta ræða Halldórs Ásgrímssonar sem fonffanns:
Skaut á sjálfstæðismenn
Ræða verður ESB-aðild á tíma sem hentar íslendingum É Oftrú á Bandaríkin mistök
Mynd/Sa/errir
Eftir Brynjólf Þór Guðmundsson
brynjolfur@bladid.net
Halldór Ásgrímsson, fráfarandi
formaður Framsóknarflokks-
ins, skaut föstum skotum á
Sjálfstæðisflokkinn, þegar
hann ræddi varnarmál og
afstöðuna til aðildar að
Evrópusambandinu á
flokksþingi Framsókn-
arflokfesins í gær.
1 síðustu ræðu
sinni sem formaður
Framsóknarflokksins
rifjaði Halldór upp
feril sinn og ýmis mál
sem hafa brunnið á
þjóðinni. Hann ræddi
meðal annars stöðuna
í varnarmálum og sagði
að orðið hefði trúnað-
arbrestur milli íslenskra
og bandarískra stjórnvalda
vegna einhliða ákvörðunar
Bandaríkjamanna um að fara
héðan með herþotur sínar. „Nú
vitum við að ekki er hægt að treysta
Bandaríkjunum í einu og öllu og of-
trú á samstarf við þá voru mistök."
Halldór ræddi samskiptin við Evr-
ópusambandið í beinu framhaldi af
þessu og sagði að margir hefðu tjáð
sér að þau mál mættu bíða betri
tíma. Hann sagði að ekkert
lægi á í þeim efnum, var-
aði samt við kæruleysi
í þessu máli, íslend-
ingar yrðu að ræða
þessi mál þegar
þeim hentaði
en ekki þegar
þeir gætu ekk-
ert annað.
„Reynslan
af varnar-
samstarf-
inu við
B a n d a -
ríkin ætti
að vera
okkur nægi-
leg lexía í
þeim efnum,“
sagði Halldór
og beindi síðan
orðum sínum að
Sjálfstæðismönnum
sem hafna aðild að Evr-
ópusambandinu. „Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur farið
fremst þeirra sem hafa haft oftrú
á samstarfinu við Bandaríkin og
skynsamir menn á þeim bæ hljóta
að sjá að nú þarf að skoða margt í
nýju ljósi.“
Það ræðst í dag hver verður arftaki
Halldórs sem formaður Framsókn-
arflokksins, Jón Sigurðsson, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, eða Siv
Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stuðningsmenn Sivjar hafa látið
gera tvær skoðanakannanir til að
kanna stöðu formannsframbjóð-
endanna meðal almennings. I gær
sendu þeir frá sér könnun á því
hvort fólk væri líklegra til að kjósa
Framsóknarflokkinn undir forystu
Sivjar eða Jóns. Samkvæmt henni
segja 34 prósent svarenda að þeir
væru líklegri til að kjósa Framsókn-
arflokkinn ef Siv yrði formaður.
Tæp 13 prósent sögðust líklegri
til að kjósa flokkinn ef Jón yrði
formaður. Tæp sjö prósent sögðu
það engu breyta um afstöðu sína
til þess hvort þeir kysu flokkinn
hvort Jón eða Siv yrði formaður. 47
prósent sögðust ekki myndu kjósa
flokkinn. Ef aðeins er litið til þeirra
sem myndu mögulega kjósa Fram-
sókn segjast 64 prósent líklegri til
að kjósa flokkinn ef Siv verður for-
maður en 24 prósent ef Jón vinnur
formannsslaginn.
Sú alskemmtilegasta!
Algjör skvísubók!
Fæst um allt land.
Draumaveröld kaupalkans er
1| ótrúlega fynci\n bójcsem hittir
beint í mark hjá öllum kaup-
glöðum konum! Besta bókin í
útileguna og sumarbústaðinn.
„Draumaveröld kaupalkans er sú alskemmtilegasta
bók sem ég hef lesið í langan tíma.... gjörsamlega
ómissandi bók ... Fátt er hollara fyrir sálina en hressi-
legt hláturskast."
Anno Kristine - Hér og nú.
m
Salka Ármúla 20
www.salkaforlag.is
108 Reykjavík - sími 552 1122
Utanríkisráðherra hyggst senda tíu friðargæsluliða til Srí Lanka:
Fleiri Islendingar verða
sendir til Srí Lanka
Valgerður Sverrisdóttir utanrík-
isráðherra tilkynnti í gær að fjölga
ætti íslenskum friðargæsluliðum á
Srí Lanka úr fimm mönnum í allt
að tíu. Utanríkisráðherrann kunn-
gjörði ákvörðunina eftir fund með
utanríkismálanefnd Alþingis um
málefni norrænna eftirlitssveita á
Srí Lanka í gær.
Sendir fleiri
friðargæslu-
liða til Sri
Lanka
Valgerður
Sverrisdóttir
utanrikisráðherra
Einnig lýsti Valgerður því yfir að
hún hyggst endurskoða umgjörð
og verkefnaval friðargæslunnar og
meðal annars kanna hvort auka
megi hlut kvenna í störfum hennar.
Nokkur óvissa hefur ríkt um nor-
ræna friðargæsluliða eftir að ófriður
á milli ríkisstjórnarinnar á Srí
Lanka og uppreisnarhersins Tamil-
Tígra, blossuðu upp á ný. Fjöldi frið-
argæsluliða og hjálparstarfsmanna
hafa látist í þeim átökum.
Hörð átök Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð norrænna friðargæsluliða á
Sri Lanka vegna átakanna á eynni.
Ástandið er sérlega slæmt þessa
daganna en þúsundir eru án matar
og vatns vegna ófriðarins. Uppreisn-
arherinn hefur tekið bæinn Kil-
inochchi í norðurhluta landsins á
sitt vald og hleypa uppreisnarmenn
engum úr bænum né leyfa þeir hjálp-
arstarfsmönnum að fara inn í hann.
Hjálparstarfsmenn hafa beðið um að
fá að flytja um fimm þúsund tonn af
nauðsynlegum vistum til þurfandi
íbúa á svæðinu. Rúmlega 160 þúsund
manns hafa flúið heimili sín eftir að
ófriðurinn kom upp.