blaðið - 19.08.2006, Qupperneq 9
blaöið LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006
ÁLIT I 9
Síminn okrar
íminn vill ekki viðurkenna,
að 250 króna seðilgjald sé okur á kostnaði við út-
skrift, pappír og póstun reikninga. Það rétta er, að
sérstakt umstang við reikninga umfram pappírslaus
viðskipti er um 50 krónur. Tæplega eða um það
bil 200 krónur af hverjum reikningi er hreint
okur. Réttmætt er að kvelja Símann og
önnur okurfyrirtæki, sem stunda þetta.
Síminn er alls ekki að spara pappír
og vernda umhverfið, þegar hann
okrar á seðilgjaldinu. Lengi
hafa glæpamenn veifað biblí-
unni og vafið sig þjóðfánanum.
Umhverfismál þjóna sama hlut-
verki hjá Símanum.
Stríð og stóriðja
Mér finnst gott hjá Sjálfstæðisráðherrum að taka boði Ómars Ragnarssonar um
að fljúga og ganga með honum um gróið land, sem fer í kaf í miðlunarlóni
Kárahnjúka. Þar á meðal eru svæði, sem voru affriðuð til að geta virkjað Háls-
lón. Þetta sýnir opnari huga þeirra en hjá ráðherrum Framsóknar. Hinir síðari reka
enn róttæka virkjanastefnu í ósnortnum víðernum, þótt verðandi flokksformaður
þykist ekki sjá. Með hjálp Ómars verður sýn stjórnarinnar opnari og víðari en hún
hefur hingað til verið. Vonandi fer hann varlega
í fluginu. Mér þótti nóg um, þegar hann
skellti sér í gljúfrið.
Lesendur
Bjarni skrifaði
Auðvitað
fer strætó á
hausinn!
Miðað við umræður um
taprekstur Strætó bs, óánægju
starfsmanna og fleira þá sat ég
hreinlega hljóður um daginn
þegar strætisvagn keyrði fram
hjá mér þó svo að hann hafi
séð mig veifa eins og brjálaður
maður.
Veifið er tiltölulega alþjóðlegt
merki um að einhver eigi
að stöðva bifreið sína nema
vagnstjórinn hafi haldið að
ég væri með undarlega virka
spastíska hreyfihömlun. Sem
sagt; hann keyrði beint fram hjá
mér.
Ég spyr mig sjálfan
hvort ástæðan fyrir því að
fjárhagshalli strætó bs, sem nam
alls 360 milljónum á síðasta ári,
sé ekki einmitt vegna þess að
vagnstjórar eru bara ekkert allt
of æstir í að taka farþega upp í
vagninn. Með snefil af rökréttri
hugsun sjá menn einmitt
samansemmerki á milli farþega
oggróða.
Eg lít svo á að samgöngukerfið
sé þjónusta við borgarbúa og
því er þetta atvik svívirðilegt.
Eg tek það þó fram að ég geri
mér grein fyrir að vagnstjórar
geta ekki stöðvað bílinn við
hvaða aðstæður sem er. Ég stóð
ekki við stoppustöð því ég var
of seinn vegna vinnu. Aftur
á móti í þessu tilviki þá var
engin umferð og ég var rétt hjá
vagninum. Það hefðu værið hæg
heimatökin að stöðva hann og
gera manni greiða sem ferðast
ávallt með strætóunum.
Að þessu sögðu, ég hef
akkúrat enga samúð með
þessu vagnstjórum sem haga
sér eins og þeir séu að stjórna
neðanjarðarlest en ekki vagni
sem á að þjóna borgarbúum.
www.fronkex.is
hefur Mjolkurkexid
frá Frón verid
uppáhaldskex íslendinga.
Þad er kexid sem
fær okkur öll til ad brosa
og kemur vid sögu
á hverjum degi!
kemur • • vid ^
sogu
a nverjumBSö# •
isam