blaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 26
26 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST2006 blaðiö
Með þolinmæði {brjóstí Sif Gunnars-
dóttir: „Hver einasti gestur sem kemur
niðuríbæ á Menningarnótt tekurþátt
íað búa til stemninguna. Það skiptir
rosalegu máli hvort þú kemur kátur nið-
ur í bæ, tilbúinn til að upplifa eitthvaö
óvænt, með þolinmæði í brjósti og virð-
ingu að leiðarljósi
Menningarnótt
Menningarnótt Reykjavíkurborg-
ar verður sett í ellefta sinn í dag.
Hátíðin hefur stækkað og dafnað
undanfarin ár. Atburðunum fjölg-
ar ár hvert, flugeldasýningin verð-
ur glæsilegri með hverju árinu og
mannfjöldinn er kominn upp í 75
til 90 þúsund.
Sif Gunnarsdóttir er verkefna-
stjóri viðburða hjá Höfuðborgar-
stofu og hún viðurkennir fúslega
að Menningarnótt sé síbreytileg.
.Menningarnótt er þannig ólík
flestum öðrum hátíðum að hún er
í rauninni sköpuð af mörg hundr-
uð manns. Menningarnóttin er því
ekki skrifuð í stein vegna þess að
hún er búin til af okkur öllum. Ég
Steypumót & síló
Gáma- & stálgrindarhús
Iðnadar- og bílskúrshurðir
Verkfæri
Véla- og tækjaleiga
Kantsteinar
hakrennur
Allt til bygginga
VERÐMÆTAR HEILDARLAUSNIR
MEST er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á byggingamarkaði.
Nafnið endurspeglar styrk þess og djarfa framtíðarsýn. MEST
er framsækið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem býður
viðskiptavinum sínum verðmaetar heildarlausnir.
Malarhöfða 10, Reykjavík Bæjarflöt 4, Reykjavík Hrínghellu 2, Hafnarfirði Hrísmýri 8, Selfossi Leiruvogi 8, Reyðarfirði
held að Menningarnóttin komi okk-
ur það mikið við, og það má sjá á
fjölda gesta og fjölda þátttakenda,
að mér þykir ósennilegt að hún
hætti nokkurn tímann, en hún get-
ur breyst á alla vegu. Það er ómögu-
legt að sjá fyrir í hvaða átt hún fer af
því hún er nánast lifandi,“ segir Sif
og bætir við að síðan hátíðin hófst
árið 1996 hafi hún vaxið með slík-
um ofsahraða. Hún hafi bæði bólgn-
að og tognað.
Mikiivægt að vera þolinmóður
Þeir sem hafa upplifað stemning-
una á Menningarnóttu vita hve ein-
stök hún er. Samkvæmt Sif skapa
gestirnir sem taka þátt stemning-
una. „Hver einasti gestur sem kem-
ur niður í bæ á Menningarnótt
tekur þátt í að búa til stemninguna.
Það skiptir rosalegu máli hvort þú
kemur kátur niður í bæ, tilbúinn til
að upplifa eitthvað óvænt, með þol-
inmæði í brjósti og virðingu að leið-
arljósi. Það er gríðarlega mikilvægt
að vera þolinmóður því á þessum
dásamlega degi, þegar tugþúsund-
ir leggja leið sína í miðborgina sem
er ekkert rosalega stór, þá tekur allt
lengri tíma en áður. Það getur verið
erfitt að hlaupa niður Laugaveginn
klukkan átt og ef þú ætlar að drífa
þig heim þá er það ekkert rosalega
einfalt heldur. Það tekur tíma að
ferðast á milli atburða og kannski
er það ferðalag einmitt atburður í
sjálfu sér.“
Stærri en áður
Sif segist bæði taka þátt í hátíða-
höldunum og vera í vinnunni á
Menningarnóttu. „Ég er alltaf við
setningu Menningarnætur og síð-
an hef ég yfirleitt lagt áherslu á það
að mæta á setninguna í Ráðhúsi
Reykjavíkur þegar gestasveitafélag
Menningarnætur er boðið velkom-
ið. Svo reyni ég að taka einn ansi
góðan rúnt og fer alveg austur eftir
Laugaveginum, upp á Skólavörðu-
stíg og Skólavörðuholt. Núna ætla
ég að komast alla leið upp á Kjar-
valsstaði en undir kvöldmat er ég yf-
irleitt komin aftur í vinnuna. Ég er
þvi í vinnunni en ég reyni vissulega
að sjá eins mikið af Menningarnótt
og ég get. Það verður spennandi að
sjá nýjungarnir á Menningarhátíð
í ár. Við erum til dæmis að nota
bæði Miklatúnið og Kjarvalsstaði
í fyrsta skipti. Hátíðin hefur aldrei
verið teygð svona langt austur áður
og vestasti punkturinn er sjóminja-
safnið. Önnur nýjung í ár er menn-
ingarstrætó sem keyrir um jaðar-
svæði hátíðarinnar frá klukkan 15
til 22. Flugeldasýningin verður líka
færð út á sjó til að stækka það svæði
sem áhorfendur geta staðið á til að
njóta sýningarinnar."
svanhvit@bladid.net
„Menningarnótt er
þannig ólík flestum
öðrum hátíðum að hún
er í rauninni sköpuð af
mörg hundruð manns.
Menningarnóttin er
því ekki skrifuð í stein
vegna þess að hún er
búin til af okkur öllum."